Lénsskipulagið og ráðstjórnin snýr aftur.

Það stendur ekki í ráðamönnum að setja hömlur á atvinnufrelsi og einstaklingsframtak landsmanna tala nú ekki um ef að það er framtak sem að gæti leitt til lægra vöruverðs og minni einokunar
Ef vart verður við svoleiðis framtak er það þegar kæft í fæðingu sem illgresi væri. enda frjálst framtak og hagsbætur fyrir þegnana eitur í beinum þeirra sem nú ríkja.

Verst er það að svona aðgerðir leiða til þess að maður gæti hneigst til þess að styðja inngöngu í stórapparatið til að brjóta þessa einokun á bak aftur.

En hvern á þetta frumvarp að styðja mér býður í grun að það sé ekki sniðið að hinum gamaldags bónda sem yrkir jörð sína og hefur gert mann fram af manni. Ég held að hér sé verið að bjarga þeim sem skipulega hafa keypt um jarðir og kvóta og eiga nú stóran hluta Íslensks framleiðsluréttar og bújarða.
 Bankarnir eiganefnilega síðan veð í þessum fyrirtækjum og þar með kvóta þeim sem þau eiga því og bönkunum verður að hlúa að. Það væri ósvinna að þessi uppdiktaða eign myndi rýrna ef einhver almúga plebbin myndi nú fá sér belju og fara að selja mjólk eða ís án þess að hafa leyfi til þess frá ráðstjórninni og bændasamtökunum.  Þessari sömu ráðstjórn og samtökum sem hafa hendurnar á kafi í vösum mínum og hirða allt sem hringlar þar hraðar en hönd á festir.  

Ég hef verið hliðhollur Íslenskum bændum og landsbyggðarfólki en sú hollusta gufar upp við aðgerðir af þessum toga. Ég tel að bændur geti vel bjargað sér í frjálsri samkeppni þeir vilja jú hafa frelsi í öðru hvort við göngum um land þeirra týnum ber þar eða tjöldum en svo vilja þeir taka af okkur frelsið um hvaða vörur við kaupum þó að þær séu Íslenskar.

Hér er verið að innleiða samskonar einokun og tíðkast í sjávarútvegi inn í Íslenskan landbúnað. Jón ráðherra laut lágt með þessum lögum að mínu mati þó varla sé við öðru að búast úr þessari skoðanaáttinni en að allt eigi að vera sett undir lög og reglur hver verslar við hvern þangað til hér ríkja sömu lög og dæmdu menn til refsingar fyrir að versla við rangan kauppmann á árum áður.

Ráðherra ætti síðan að skoða það að þetta gerir lítið annað en að auka fylgið við ESB og VG ætti að skilja að það eru svona aðgerðir sem eru orsök fylgishruns VG en ekki bann við súludansi og vændi en ég hef heyrt að VG telji landsmenn hafi snúist gegn sér vegna þess. Landsmenn hafa bara um allt annað að hugsa í dag heldur en súlusnúning og lostalosun svo töluð sé Petríska. Fólk er önnum kafið þessa dagana að losa um séreignasparnað og eignir til að lifa af en ekki upptekið af mittisóróa.


mbl.is Setja sektarákvæði inn í búvörulög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband