Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Frjáls eins og fuglinn.

Næstum flogið ég gæti stendur síðan í textanum sem vitnað er í hér að ofan.

Magnús hlytur að meina með orðum sínum að Samfylkinginn sé þá eni kostur frjalslyndra.

Samfylkingin sem að sér ekki neitt nema Evru sem lausn á öllu og það sem leysist ekki með evru leysist með ESB Ég hef alltaf haldið að frjálslyndi væri fólgið í þvi að festa sig ekki í einni hugmynd heldur vera opin fyrir öllum lausnum það er mín skoðun á frjálslyndi.

Því mun eg ekki geta kosið Samfó því hún er óralangt frá því að vera frjálslyndur flokkur ég verð líka að viðurkenna að stefna og landsfundur Sjálfstæðismanna hafa eiginlega gert mig að heimilislausum hægri manni sé átt við flokka athvarf.

En þá er það alltaf Framsókn maddam hefur oft reyns oss vel sennilega jafnoft og illa og er 50/50 nokkuð svo slæmt


mbl.is Ekki kostur fyrir frjálslynt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðtrygging eða ekki.

Ég hef sagt það áður og segi það bara aftur að frá mínum bæjardyrum séð er verðtryggingin ekki aðalmálið. Ég tel að allnokkrir séu líka sama sinnis þó verðtrygging verði afnumin þá koma í staðin vextir og þeir verða ekkert í lægri kantinum því það vandamál sem er tilhneiging þeirra sem fjármagn eiga til að stunda vaxtaokur breytist ekkert þó verðtrygging verði afnumin.

Það sem aftur á móti hefur gert mig afhuga verðtryggingu og einnig algjöran talsmann þess að leiðréttur verði sá forsendubrestur sem varð hér í október 2008 er það að þessi verðtrygging skuli mæla mistök lánveitenda klúður þeirra og bruðl og bæta því ofan á lánin mín.

Ef ASI hefði ekki fellt þá hugmynd að setja þak á verðbólguaukninguna meðan skellurinn hefði gengið yfir þá myndi ég glaður borga það sem mér ber. Þeir gerðu það hinsvegar ekki og að mínu viti verður það flokkað með meiriháttar stjórnunarmistökum sem gerð hafa verið í lýðræðisríkjum. Þetta hefur skapað úlfúð og misvægi það er afskrifað hægri vinstri af sumum en á öðrum hækkuðu bara lánin. Seinni hópurinn missis sitt fyrri hópurinn fær klæði sín aftur þvegin hreinsuð og nýpressuð. Þetta er að mínu mati það sem allt snýst um frekar en verðtrygginguna sjálfa það er framkvæmd hennar sem að hefur ekkert með hana að gera  heldur þá sem að stjórna framkvæmdinni. Þá staðreynd er síðan reynd að fela með því að tala út og suður um vertryggingu sem verður alltaf til í einu eða öðru formi.

Ef ég lít til baka þá er það mín skoðun að hefðu þær leiðir sem að Framsókn og Lilja Móses lögðu til verið farnar í upphafi þá væri hér orðin friður og uppbygging gengi betur. En það er aldrei of seint að iðrast og lengi má böl bæta. Því miður þykir mér sem íhaldsmanni þær aðgerðir sem boðaðar eru á landsfundinum þunnar og langt í frá trúverðugar og mun ég en um sinn bíða og sjá hvernig málefni leggjast og á meðan heyra orð um mig og mína líka eins og óráðssíu fólk nú eða þá jólasveinar við hljótum að vera það ef það þarf jólasveina aðgerðir til að við fáum það réttlæti sem okkur ber.

Hafa skildi þó í huga að þessi hópur er sá hópur sem að heldur þjóðfélaginu uppi sem stendur þó í raðir hans hafi verið höggvin stór skörð. Það er það fólk sem tilheyrir millistéttinni og enn stendur í skilum með greiðslur sínar og nytir sífellt minnkandi tekjur til að kaupa aðföng til heimila sinna það er hópurinn sem að stjórnmál dagsins þurfa að fara að umgangast á annan hátt en með uppnefnum eða smáskammalækningum.


mbl.is Skora á Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eg er á móti og með verðtryggingu.

Þetta er skrítinn fyrirsögn og krefst smáútskýringa af minni hálfu.

Ég leyni ekki að ég vil leiðréttingu á breytingum sem urðu á lánum mínum vegna hrunsins. Ég krefst ekki að fá allt  leiðrétt en krefst þess að tekið verði tillit til mín og minna líkra.
Við erum fólkið sem fór eftir þeim grunngildum sem að giltu í þjóðfélaginu eða sem að við héldum að giltu og tókum lán og byggðum okkar líf miðað við þær forsendur sem að gefnar voru út að réttar væru af þeim sem réðu hér málum.
 Ég krefst þess að standa jafnfætis þeim sem að settu sparnað sinn í peninga og innistæður í bönkum til að fá vexti sem voru úr öllu samhengi við raunveruleikan og mér sé ekki refsað fyrir að leggja sparnað minn í áþreifanleg verðmæti en ekki froðu.

Ég er hinsvegar til í að falla frá þessari kröfu ef að þeir sem fengu innistæður sínar bættar verða krafðir um endurgreiðslu á því sem umfram var lögbundna innistæðu tryggingu enda er þá jafnræði á milli okkar á ny.

Með þeirri tryggingu og síðan að halda ekki hrunáfallinu utan við vísitöluhækkanir lána var þegnum þessa lands gróflega mismunað þannig að aldrei mun um heilt gróa meðan ekki er leiðrétt.
Þessi mismunun er undirrót öldunnar í þjóðfélaginu ekki hatur á verðtryggingunni að mínu mati.

Flestir Íslendingar vita allt um verðtryggingu þegar undirritaður tók sitt verðtryggða húsnæðislán þá var ekki tekið mark á einhverri lánaáætlun frá fjármálastofnun það var reiknuð verðbólga síðustu ára og bætt í til að hafa borð fyrir báru.
Það gerðu líka margir aðrir einmitt þeir sem eru nú eins og áður að greiða af skuldum sínu.
Þetta eru þeir sem skildir voru eftir.
Þetta eru þeir sem kallaðir eru óráðsíufólk sem að ekki vill borga skuldir sínar.
Þetta eru þeir sem fjárfestu í áþreifanlegum verðmætum eins og eigin húsnæði.
Þetta eru síðan þeir sem eiga að bera skaðann og borga hrunið.

Það er það sem að ég mótmæli ekki verðtryggingunni, hún sjálf er ágæt til síns brúks því það er bara eðlilegur hlutur að fólk borgi það til baka sem það fær lánað með eðlilegum rentum.
En að til sé kerfi sem að mælir afglöp lánveitenda og lætur lánþega bæta það það er bara of súrt til að kyngja jafnvel fyrir kerfishollan mann eins og undirritaðan en það er ekki kerfinu sjálfu að kenna. ´
Sökin er þeirra sem stjórna kerfinu.

Þannig að eg hef ekkert á móti verðtryggingu ég er meira að segja fylgjandi henni því yfir langan tíma jafnar hún út greiðslubyrði.
Ég tel líka að neytendum sé treystandi til að ákveða sjálfir hvort þeir taki þannig lán eða ekki.

Vandamálið er hinsvegar það sem að gert var og ekki gert í árslok 2008 og það hefur ekkert með verðtryggingu að gera aðeins misvitra einstaklinga eiginhagmunasemi og mistök  að mínu mati.

Það er síðan eitt en sem að gæti fengið mig til að falla frá því að þær verðbætur sem féllu á lán mín við hrunið yrðu leiðréttar. Það væri það að þeir sem að taldir eru bera ábyrgð á hruninu myndu vinna þegnskylduvinnu fyrir 'íslenska þjóð jafnlengi og ég er að greiða niður verðbæturnar.

það sem er í gangi í dag en pólitíkusar skilja ekki er það sem að Þorgeir Ljósvetningagoði vildi forðast forðum. það er að lögin hafa verið slitin sundur og þá er friðurinn farinn líka og hann næst ekki aftur fyrr en sárin hafa verið grædd.


mbl.is Krefjast fundar um verðtryggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá eru lífeyrissjóðsgreiðslur skattur

I fréttinni segir
"Þetta er dýrt þangað til lífeyrissjóðirnir taka verulega stóran hluta af kostnaðinum eftir því sem frá líður. Við erum að skoða að breyta frumvarpinu þannig að það verði ekki eins þungt í greiðslum.“

Hvet fólk líka til að lesa þetta og það sem þar er sagt um að lífeyrissjóðir munu taka yfir greiðslur Trygginarstofnunar hægt og rólega http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/10/17/skerdingar_laekkadar_a_4_arum/

Ég sé ekki betur en að hér komi fram alveg svart á hvítu að Lífeyrissjóðirnir séu að axla byrðar ríkissjóðs lifeyrisgreiðslur eru því ekkert annað en skattur og eiga þegar að flokkast sem slíkur í samanburði við önnur lönd og þá er samanburðurinn dálítið öðruvísi en hefur verið í fréttum.


mbl.is Ný hugsun í almannatryggingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan kemur umfram féð

Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hvernig hægt er að taka 200 000 000 út úr rekstri fyrirtækis sem þegar er komin að þolmörkum. Það sem verið er að segja held ég er að það á að leggja til þennan pening eftir kosningar þegar aðrir eru komnir til valda og hægt að kenna þeim um. Það er útilokað sé frétta flutningur réttur að Landspítalinn geti fundið þessa fjármuni hjá sér. Ef svo er þá er mín skoðun að það þyrfti nánari útskyringa við miðað við fréttaflutning af málefnum stofnunarinnar undanfarið.
mbl.is Að hluta tekið úr rekstrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott ef satt er

Mikið er nú gott að það á að fara að taka upp ny vinnnubrögð. Það hlytur að þyða að nú mun Samfylkinginn ekki reka stjórnaskrárfrumvarpið í gegn um þingið á þeim hraða að ekki sé hægt að skoða það. Sama fylking mun sennilega líka breyta náttúruverndarlögunum sem að fjölmargir eru á móti í þá veru að þau séu ekki sér sniðin að útvöldum og landsmenn geti haldið áfram að njóta lands síns.

Ég hef bara enga trú á að orðum fylgi efndir það brenndur er ég orðin á efndum síðustu fjögurra ára.


mbl.is „Fólk var tilbúið í ný vinnubrögð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérfræðingar

Ég er orðin hálfþreyttur á þessu orði. Það er sífellt verið að kalla til sérfræðinga á hinu og þessu sviðinu og þeir segja okkur að þetta verði svona eða hinseginn. Það verður svona mikil verðbólga næsta mánuð, það þyðir yfirleitt að hún verður minni. ef þeir síðan spá minnkandi verðbólgu þá verður hún meiri. Það má síðan ekki gleyma séfrfæðingunum sem að sögðu að við myndum tapa Icesave. Eða sérfræðingunum sem fullyrtu að fall krónunar 2008 væri ekki vegna aðgerða bankanna sem að þeir unnu hjá. Hvaða sérfræðingar eru hér og hjá hverjum vinna þeir og hver er árangur þeirra í fortíðarspám. Hvað væri síðan hægt að auka hagvöxt mikið og hvað myndu framleiðni tölur lagast mikið ef að það væri nú aðeins grisjað í fjölda þeirra sérfræðinga sem að nú starfa á öllum sviðum.


mbl.is Reynir að sporna við óumflýjanlegri gengisveikingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband