Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Hvers vegna segi ég nei við Icesave 5 (Sjálfsvirðing)

Eitt af því sem mikið hefur verið notað sem rök með því að borga Icesave er að við verðum að borga til að halda sjálfsvirðingunni. Hvað er sjálfsvirðing? Það er að mínu mati sú virðing sem að maður ber fyrir sjálfum sér og hver maður er, einnig hvernig maður kemur fram við aðra.

Ég fyrir mitt leiti öðlaðist nýja sýn á sjálfsvirðingu mína af drykkjar könnu. Sennilega halda nú lesendur að ég hafi endanlega truflast en málið er það að fyrir mörgum árum stóð ég í búð í Kanada og var að leita að einhverju til að taka með mér heim þegar ég rakst á drykkjarkönnu með mynd af indíánahöfðingja. Þetta var Sitjandi Tarfur, myndin var þó ekki það sem vakti athygli mína heldur orðin sem að rituð voru á hina hlið ílátsins.
Þar stendur „It is not a matter of the years a man has been around or the trail in life he chose to take.. but it is the things he does for everyone that makes a man so great“ Þessi orð hafa á einhvern máta grafið sig í huga minn sem einfaldur sannleikur um hvað skiptir máli í lífinu og viti maður hvað skiptir máli og fari maður eftir því þá öðlast maður virðingu fyrir sjálfum sér og þar með sjálfsvirðingu.

Það er ekki hægt að kaupa sjálfsvirðingu sama hvað mikið fé er reitt fram hún er einungis áunninn. Sjálfvirðingu er hinsvegar auðvelt að glata og auðveldasta leiðin til þess er að standa ekki á sínu heldur láta undan, ekki af því að það sé rétt heldur vegna þess að það er auðveldara. Það getur verið auðveldara í dag að samþykkja Icesave en eftir daginn í dag kemur morgundagurinn síðan næsta ár og næsta, áfram tifar tíminn með sínum þunga nið og 2016 verðum mörg okkar sem í dag stöndum frami fyrir þeirri ákvörðun að leggja þessar byrðar á þjóðina komin undir græna torfu og þurfum ekki að standa skil á gjörðum okkar í nútímanum.
Það þurfa hinsvegar börn okkar og barnabörn að gera þau þurfa að sætta sig við minni þjónustu hærri skatta lengri biðlista og margt fleira og allt vegna þess að við töldum að sjálfsvirðing væri fólgin í því að skrifa undir óútfylltan víxil frá Evrópu.

Fyrir mitt leiti hefur það ekkert með sjálfsvirðingu að gera að samþykkja Icesave heldur þvert á móti. Hefur einhver haldið því fram að einstaklingur sem að lætur undan þrýstingi hópsins öðlist við það sjálfsvirðingu nei þvert á móti hann brotnar veslast upp og leiðist oft á rangar brautir. Standi hann hinsvegar á móti þrýstingnum verður vist hans verri til skamms tíma en með tímanum ávinnst honum virðing og þegar upp er staðið kemur hann út heilsteyptari og sterkari einstaklingur. Sama á við um Íslensku þjóðina það getur vel verið að synjun samninga geri lífið verra tímabundið en til lengri tíma litið er það hið eina rétta að láta ekki kúga sig til vondra verka heldur halda sjálfsvirðingunni þó að á móti blási um stund.

Ég eyddi hluta dagsins í dag með dóttur dóttir minni. Ég hef lært það að láta allt annað lönd og leið fyrir þær stundir sem að mér gefst með henni því þær verða aldrei metnar til nokkur sem mölur og ryð geta grandað.
Þar sem ég ýtti henni í rólunni fram og til baka og hún samkjaftaði ekki talandi um skýin sólina vindinn og fjöllin, skaut þeirri hugsun í huga mér að hún minntist ekki einu orði á Icesave. Það er eitthvað sem að hún hefur ekki hugmynd um, hún getur ekki heldur sagt útrásarvíkingur.
En þó hún þekki ekki útrásarvíking frá girðingarstólpa og kunni ekki að segja Icesave þá er henni samt ætlað að  borga Icesave.

Hafandi hugsað þetta þá skal einhver reyna að segja mér að ég öðlist sjálfsvirðingu við að samþykkja reikning sem að ég stofnaði ekki til, tók engan þátt í að eyða og naut ekki neins af. Að ég hljóti sjálfsvirðingu við að samþykkja hann og hvað þá að gera það á þann máta að framvísa greiðslubyrðinni yfir á börn og barnabörn mín.

Ef einhver öðlast sjálfsvirðingu við það þá er það einhver önnur sjálfsvirðing en ég þekki.

Því krefst ég þess að kosningarnar verði haldnar og ég segi Nei við Icesave og reyndar við mörgum öðrum gjörningum sem nú eru uppi.

6 Dagar eftir í Partíuppgjörið.

Nú er hafin vikan sem að endar með þjóðaratkvæðagreiðslu nema að stjórnvöld stingi rýting i bak þegna sinna.
Það er erfitt að skilja hvað stjórnvöldum gengur til lemjandi hausnum í steinninn endalaust farandi gegn vilja umbjóðenda sinna. Það getur vel verið að forustumönnum okkar hafi verið talið trú um það að þeir bæru ábyrgð á skuldum einkafyrirtækis en þjóðin gleypir það ekki, þeim er hins vegar velkomið að borga þetta þur eigin vasa ef þeir vilja.

Það er athyglisvert að sjá þann ótta sem að er að grípa um sig meðal stjórnvaldselítunnar ekki bara hér heldur út í heimi, óttinn við fólkið við almúgann sem að þegar allt kemur til alls hefur völdin. Skildi nú Jóhönnu og Steingrími og jafnvel Darling og Brown líða svipað eins og Frönsku konunghjónunum þegar þau litu út um gluggann á Versölum og þeirri örhugsun skaut niður í höfuð þeirra að kannski hefðu þau stigið einu skrefi og langt. ´

Þetta eina skref sem menn stíga of langt hefur reynst mörgu valdinu þungbært í skauti og sumir valdhafar eins og Frönsku konungshjónin guldu fyrir það með höfðinu. Ekki ætla ég að spá svo illa fyrir vorum stjórnvöldum en hef þó þann grun að þau kynnu að gjalda fyrir það með stólum sínum ef þau ganga á móti vilja meiri hluta þjóðar sinnar. Því geri þau það fer fyrir þeim eins og keisaranum í sögu H.C Anderssen þau verða nakinn fyrir þjóð sinni vegna eigin hroka.

Við eigum ekki að borga skuldir einkafyrirtækis það er einn grundvallar hornsteinn einkaframtaksins að það er einnka. Orðið þýðir að það er á ábyrgð einstaklings en ekki þjóðar.
Stjórnvöld setja reglurnar einkaframtakið framkvæmir það er hin eina rétta stefna. Það sem hér hefur átt sér stað undanfarin ár á ekkert skylt við einkaframtak eða frjálshyggju það sem hér var i gangi var eitt heljar stórt sósíalískt fyllirí þar sem veigarnar voru allar skrifaðar hjá þjóðinni. Þjóðin kvittaði bara aldrei undir og ætlar ekki að borga Alkaseizerinn fyrir félagshyggju útrásarinnar. Félagshyggju sem var í því fólgin að vaða með hendurnar ofan í vasa samborgara sinna og hirða af þeim ævisparnaðinn.

Ég segi nei við partíreikningum Icesave og krefst þess að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram næsta laugardag verði það svikið lít ég á það sem svik við að minnstakosti þann hluta þjóðarinnar sem að inniheldur mig og mína.


mbl.is Óformleg samskipti við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er rusl eða er einhver í rusli.

Er þetta ekki sama fyrirtækið og veitti svikamyllunni fyrstu einkunn. Það þýðir lítið að fara á taugum þó að smalahundar fjármálageirans gelti. Ef að það er að fara í rusl að neita að borga það sem manni ber ekki að borga þá er veröldin orðin skrítin og bara heiður af því að flokkast sem rusl. Ég hef þó meiri trú á að viðkomandi fyrirtæki og þeir sem að því standa séu í rusli yfir því að geta ekki þvingað Icesave upp á þjóðina ekki einusinni með dyggum stuðningi okkar eigin stjórnvalda. Það held ég að sé hið eina sem líkist rusli í þessu máli það er nefnilega hálfgerður ruslarabragur allri framgöngu í málinu.
mbl.is Ísland á leið í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversvegna segi ég Nei við Icesave 4 (Ábyrgð okkar sem þjóðar)

Ábyrgð okkar sem þjóðar og ábyrgð okkar á athafnaleysi stjórnmálamanna okkar.

Margir vilja að við borgum þennan ófögnuð af því að við berum ábyrgð á honum sem þjóð ég er því algjörlega óssammála og ekki segir forstjóri Norska innistæðutryggingarsjóðsins að Norðmenn beri sömu ábyrgð ef svipað hrun yrði hjá þeim og reynt er að telja okkur trú um að við berum.

Í raun hefur engin getað sýnt fram á með óhyggjandi rökum að okkur beri að borga krónu. Ef rökin væru óhyggjandi af hverju erum við bara ekki dregin fyrir dómstóla. Sennilega er það ekki gert vegna þess að rök til þess eru engin.

Það er sagt að við sem þjóð berum ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem að við kusum en þeir sem kusu einhverja aðra flokka eða þeir sem sátu hjá hvers vegna eiga þeir þá að bera ábyrgð. Get ég þá sleppt því að borga kolefnisgjald því að ég kaus ekki efahagshryðjuverkaherdeildina sem nú er við völd.
Nei við berum ekki ábyrgð á stjórnmálamönnum okkar og vitleysunni í þeim hvað sem hver segir þeir eru ábyrgir gerða sinna en þeim virðist erfitt að viðurkenna misgjörðir sínar gagnvart okkur og því síður virðast þeir geta axlað ábyrgð á mistökum sínum. Er þá ekki hálf öfugsnúið að ætlast til þess að þjóðin axli ábyrgðina.

Nei það er sama hvernig ég lít á málið útfrá þeirri kenningu að við sem þjóð berum ábyrgð á Icesave eða regluverkinu sem virðist hafa brugðist. Ég finn enga sök hjá mér sem gæti stutt þessa fullyrðingu. Yrði ég aftur á móti dæmdur til að axla þannig ábyrgð hlýt ég að eiga forgangskröfu á í viðkomandi reikninga því beri ég ábyrgð á einhverju skildi maður halda að ég hefði haft ávinning sf fyrirbærinu eða notið góðs af því. Hvorugt á við um icesave og því er alveg af og frá að ég beri  nokkra ábyrgð í málinu.

Því vil ég kjósa og mun bregðast illur við ef sá stjórnarskrárbundini réttur verður af mér tekinn.

Ég segi nei við Icesave.


mbl.is Fundi lokið án niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þú kyssir

Ef þú kyssir ef þú bara kyssir hljómaði einhvern tíma dægurlaga texti. Ef ég man rétt var hann einhvern vegin svona það er hluti af honum. Ég skal gefa þér gull í tá og nýja skó til að ganga á og svo framv.
Svona hljóma líka allar þessar eftir á vangaveltur ef ég hefði bara gert þetta ef ég hefði ef hann hefði og svona heldur þetta áfram. Ef maður asnast út í á og er að drukkna þá þýðir lítið að leggjast flatur og segja ef ég hefði ef hann hefði nú bannað mér ef ,ef.
Nei maður spyrnir í bakkann og reynir að drusla sér í land. Síðan ef einhver hrinti manni útí þá leitar maður hann uppi og lemur hann. Þegar maður er komin upp úr.

Þetta þarf þjóðin að gera horfa fram á vegin druslast upp úr hjólförunum og baða síðan þá seku upp úr tjöru og fiðri og dæma þá til skóggangs.

En fyrst greiðum við atkvæði um Icesave og ég segi nei.


mbl.is Rannsóknarnefndin með upptöku af samtali bankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litlu verður Vöggur fegin.

Ekki er nú metnaðurinn að flækjast fyrir sumum leiðtogum okkar að mínu mati að telja þetta eitthvað skárra en þann ógeðsdrykk sem að áður var boðið upp á
Það er ekkert betra að borga minna af einhverju sem að við eigum ekkert að borga og það er ömurlegt að heyra þennan málflutning manna sem að ættu að vera framverðir þjóðarinnar. það eina sem ásættanlegt er í þessu máli er að það verði ekkert borgað enda ber okkur engin skilda til þess.

En kannski eru samningamál ekki sérsvið utanríkisráðherra en hann virðist þó hafa nef fyrir hvenær best sé að selja stofnbréf. Kannski væri hentugra fyrir okkur íbúa þessa lands að hann tæki að sér Fjármálaráðuneytið.

Síðan ítreka ég það enn og aftur að ég vil kjósa um Icesave skilyrðislaust. Og ég segi nei.


mbl.is Nokkuð góð staða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að geta gert tvent í einu.

Það er komin tími til að stjórnvöld snúi sér að því að mynda hina margumtöluðu skjaldborg um heimilin. Stjórnvöld hljóta að geta gert tvennt í einu og með því að hætta að velta sér upp úr reikningi sem að við eigum að mínu mati ekki að borga ættu þau að geta farið að hugsa um fólkið í landinu. Ef þau sleppa síðan þessu ESB bulli þá gætu þau jafnvel líka hugsað um endurreisn atvinnulífsins.

Það sem skilur á milli góðs stjórnanda og lélegs er hæfni hans til að forgangsraða, sú hæfni virðist ekki til hjá núverandi stjórnvöldum. Þar er forgangsraðað á óskiljanlegan hátt alla vega fyrir almúgann sem þó er farin að gera sér í hugarlund að kannski sé fogangsraðað svona með vilja og vitund stjórnvalda en þá er líka ljóst hvar hin umtalaði almúgi er í forgangsröð hinna háu herra og kvenna. Þar virðist gilda ég um mig frá mér til minna vina og venslamanna.


mbl.is Felur í sér lækkun á greiðslubyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru engir vextir af engu.

Ég tel að við eigum ekki að borga Icesave því er það rétt að þetta sé vaxtalaust. Ekkert ber nefnilega enga vexti.

Ég vil kjósa og ég segi nei við Icesave.


mbl.is Svar komið vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjaldborgin fundin.

Það var og skjaldborgin átti þá enga samleið með norrænni velferð heldur flutti hún aðsetur sitt til höfuðvígi kapítalismans Washington .

En systir hennar gjaldborgin heldur enn til í Norræna velferðarmódelinu undir styrkri stjórn félagshyggjuflokkanna.


mbl.is Obama til hjálpar lántakendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef áhyggjur af stjórnvöldum

Ég hef áhyggjur af elskulegum stjórnvöldum þessa lands þau virðast þjást af einhverju sem að ræðst á skilningarvit þeirra og sviptir þau sambandi við rauntíma. Þau eru bara ekki í sambandi við þjóðina.

Það er ekkert erfitt að meta þennan samning það er takki á pappírstætaranum á honum stendur on og off maður setur á ON og stingur síðan blaðinu í og sendir það í endurvinnslu.

Ég ætla ekki að borga skuldir sem aðilar sem ekki virðast hafa verið starfi sínu vaxnir stofnuðu til

Því vil ég kjósa og segja Nei við Icesave.


mbl.is Erfitt að meta nýtt tilboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband