Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014

Velta í öldrunarþjónustu.

Mér eins og fleirum þykir vont að heyra að verið sé að fjötra niður fólk á elli og hjúkrunarheimilum sumir segja vegna manneklu aðrir að það sé svo fólk fari sér ekki að voða svo er sagt að þetta sé gert með samþykki aðstandenda. Ég hef ekki þekkingu til að leggja dóm á hvað er rétt eða rangt og hvað skal gera í svona málum en tvímælalaust á að rannsaka þetta ekki með einhverjum stýrihóp sem tekur sér kjörtímabil í rannsóknina heldur hóp sem afgreiðir málið á skömmum tíma ekki ætti heldur að vanta löglærða sem vilja gæta velferðar Íslenskra gamlingja miðað við fréttir af manngæsku þeirra fyrir hönd þeirra sem minna mega sín undanfarið og saksóknari hlýtur að líta á þetta mál.

Það er þó einkum tvennt sem að ég hegg eftir í þessari frétt það eru eftirfarandi málsgreinar.

„Það má leiða að því líkur að fólk sem kemur á hjúkrunarheimili er alltaf veikara og veikara, það er staðreynd. Þegar ég kom hingað 2006 var meðallegutími á hjúkrunarheimili þrjú ár, nú er það rétt rúmlega tvö,“ 

Hefur verið skoðað hvort að þetta er vegna þess að fólk er veikara eða einfaldlega meira um dauðsföll vegna verri þjónustu.

"Í frétt sem birtist í Morgunblaðinu í lok síðasta árs kom fram að 90 af 200 heimilismönnum hjúkrunarheimilisins Grundar hafi látist á einu ári, sem bendir til að svipuð velta sé á fleiri hjúkrunarheimilum"

Er farið að líta á eldri borgara sem hagstærð í veltu einkarekinna dvalarheimila eru þeir bara orðnir mánaðarlegir tékkar sem gerð er krafa um arðsemi allt að 20 % sem hefur verið nefnt sem ásættanleg ávöxtun á fjármagni. Ég spyr því þetta er í fyrsta sinn sem að ég sé fráfall eldra fólks flokkað sem veltu í rekstri.


mbl.is „Fjötrum“ beitt í öryggisskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband