Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

En hlaupum við apríl þó komin sé júní

Ég viðurkenni að ég hrökk við þegar ég sá þessa frétt í morgun en sett í samhengi við hvað er í gangi og hvar hún birtist leifi ég mér að halda eftirfarandi fram og byggi það á því að meirihlutinn hafði ákveðið að hækka ekki gjaldskrá OR árið 2010 og síðan ef menn lesa annað sem komið hefur fram er þessi hækkun miðuð við að hún ein og sér dugi OR til reksturs þá er ekki reiknað með endurskipulagningu í rekstri eða hækkun álverðs heldur bara að Reykvíkingar beri þungan af rekstri OR þessi ár. Þannig að ég tel að þessi frétt sé skrifuð í þeim tilgangi að undirbúa okkur undir það að það þurfi að hækka gjöldin ekkert endilega vegna þess að það þurfi að hækka heldur vegna þess að það er möguleiki á að kenna öðrum um þá h ækkun.

Nú eru samningaviðræður í gangi milli Samfó og BF þá þarf að finna pening og hann má finna hjá almúganum og hvað er þá betra en hækkun orkuverðs og enn betra að geta kennt Hönnu Birnu og félögum um það. Þessi frétt sýnir mér það að Jón Gnarr er fljótur að læra Samfylkingarandinn hefur ekkert breyst og að Fréttablaðið gengur enn erinda þeirra sem þeim eru þóknanlegir.

Það er gott að búa í Gnarrarvík þar breytist ekkert.

Það er einungis eitt sem að getur hrakið þessa kenningu mína og það er það að nú lýsi Besti flokkurinn og Samfylkingin því yfir að þau ætli ekki að hækka orkuverð árið 2010 og ætli sér að taka á rekstravanda OR með hagræðingu og þá ekki minnkun þjónustu verði svo skal ég glaður viðurkenna að ég hafi haft rangt fyrir mér.


mbl.is Heita vatnið þarf að hækka um 37%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðamenn eru ekki með meðvitund.

Það er ótrúlegt að nú í byrjun júnímánaðar árum á eftir hruninu skuli enn verið að gefa út skýrslur og kannanir um það að heimili á Íslandi séu í vandræðum þetta vita allir.

Þessi mál sýna þó sorglega hlið á okkur mannfólkinu.
Sorglega hliðin á stjórnvöldum sem kenna sig við félagshyggju réttlæti og velferð er að þau hafa ekki gert neitt ég hef áður líkt þeim við hina stöðluðu sakleysislegu ímynd af ljóshrærðu bláeygu stúlkunni með tíkarspenanna sem segir ég gerði það ekki heldur þeir og horfir tárvotum augum til himins í sakleysi sínu þó að hún hafi tekið fullan þátt í að brjóta rúðuna. Þennan málflutning nota stjórnvöld og komast upp með það.

Stjórnvöld hafa hins vegar ekki dregið af sér í að hjálpa þeim sem fóru fram úr sjálfum sér í hruninu og eru þar tilvonandi lög á  bílalán sorgleg táknmynd um forgangsröðun hjá þeim það að detta í hug að bjarga húsnæði fólks er ekki á borðinu manni dettur einna helst í hug að það eigi  hægt og skipulega að færa það í hendur banka og lánastofnanna sem síðan leigja það til landsmanna sem fæðast og deyja eftir það í boði sósíalísks réttafars og bankanna sem eru óðum að komast aftur í eigu einhverja huldu manna sem sennilega eru sömu einstaklingar og áður.

Sorgleg hlið á þessu snýr líka að okkur almúganum í hvert sinn sem tillögur koma um að gera eitthvað rísum við upp á afturlappirnar og mótmælum því að hann Siggi í næsta húsi gæti fengið meira en við þannig tekst stjórnvöldum að ala á sundrungu og létta sér störfin við að gera ekki neitt.

Það er mitt mat að hér var framin glæpur hvað annað er það en glæpur þegar að 7000 000 króna húsnæðislán er komið á tíundu miljón laun hafa staðið í stað meðan afborganir hafa hækkað hátt í 30000 á mánuði . Þetta er þjófnaður í mínum bókum fiktað var í meingallaðri vísitölu til að auka eigið fé og það fé og verðmæti sem aðrir höfðu greitt var sogað í burtu. Þetta er ekkert annað en hreinn og klár þjófnaður á ævistarfi einstaklinga og kemur verst niður á þeim sem að engan þátt tóku í hrunadansinum heldur lifðu sínu lífi á skynsaman hátt.
Það er skýlaus krafa að þetta verði leiðrétt og þýfinu skilað fyrr verður aldrei friður hér á landi og þarf engan Þorgeir Ljósvetningagoða til að sjá það þó að blindir ráðamenn sjái ekki þetta einfalda réttlætis mál.
Það er stórkostlegt að sjá verðbólgu æða áfram í landi þar sem að ætti að ríkja verðhjöðnun vegna þess að allt er frosið laun lækka atvinnuleysi eykst húsnæði lækkar samt tekst vítishjóli verðtryggðarinnar að knýja sig áfram og vel flest það sem stjórnvöld gera bætir á það bál.

Svo nú alt næstum tveimur árum seinna segja þau þetta er allt þeim að kenna sem voru áður við völd. Sögðust þessi stjórnvöld ekki ætla að breyta einhverju. Það versta er að þau komast upp með það að hafa ekkert annað til málana að leggja það segir margt um okkur almúgann að við skulum enn gleypa við þeim rökum og að stór hluti landsmanna sé svo blindur á getuleysi núverandi stjórnvalda að hann vilji fylgja þeim fyrir þau björg sem að stjórnvöld staðfastlega stefna á meðvitundarlaus.


mbl.is Staða heimilanna afar slæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víst hefur vöruverð hækkað.

Nú ætla ég að vera ósammála mínum gamla sveitunga víst hefur vöruverð hækkað og í sumum tilfellum alveg ótrúlega mikið. Af hverju veður annars verðbólgan áfram hún er byggð á hækkunum vöruverðs.

Minn gamli sveitungi segir innflutt matvæli hafi ekki hækkað sem nemur gengisbreytingum eflaust er það rétt hjá honum, en vöruverð er meira en bara verð  á matvælum. Föt,skór,bleyjur og margt fleira sem að hefur hækkað þannig að það verðið á því er ekkert annað en okur.

Andrés segir „Þetta er til þess fallið að rugla fólk í ríminu,“ segir hann og bætir við að samtökin miði við 12. nóvember því það sé þeim hagfellt"  
Gæti verið að hann minnist á innflutt matvæli vegna þess að það sé hans samtökum í hag. 
Gæti líka verið að verð á innfluttum matvælum hafi ekki hækkað vegna þess að gæði þessara vara hefur hrunið og gæði ávaxta eru þannig í dag í mörgum tilfellum að það má gott heita að komast með þá heim áður en þeir eru ónýtir. Verð á nýlendu vöru hefur rokið upp.

Ég tel að Samtök verslunar og þjónustu ættu að skammast sín í mörgum tilfellum því að þegar það er orðið ódýrara að kaupa ákveðna vöru beint út úr búð á netinu í Þýskalandi flytja hana heim með DHL borga af henni öll gjöld og skatta og eiga afgang sem að nemur helgarinnkaupum stórfjölskyldu þá er eitthvað að hér. Ég hvet fólk sem að þarf að fata upp börn kaupa skó eða barnavörur eins og barnavagna að skoða þetta vel því að þetta getur munað miklu.

Ég hver neitendur til að leita sé upplýsinga á netinu og jafnvel kaupa frekar þá vöru sem að þeim vantar erlendis heldur en að styrkja hér verslanir sem hefur það eina markmið að stunda okur á landmönnum.

Ég tek það fram að það eru verslanir hér sem að eiga heiður skilið og við þær á að versla geri menn verðkönnun áður en þeir kaupa hluti þá sjá þeir fljótt um hvaða verslanir er að ræða í báðar áttir.

Máli mínu til stuðnings þá eru hér smá dæmi  Venjuleg lopapeysa  42 000 lopapeysu sérfræðingur fjölskyldunar sem að taldi rétt verð vera ca 16000 er enn í öndunarvél vegna áfalls og hefur þó prjónað hundruð þeirra. Skór 6900 keyptir vegna góðs verðs dugðu 6 vikur ónýtir annað par keypt af þvermóðsku dugðu 3 vikur ég kaupi ekki skó á 40.000 og þar yfir þannig að nú verðu leitað á netinu. og fleiri dæmi eru til.

Kannski liggur munurinn á því hvað okkur gömlu sveitungunum í því að ég sé um öll innkaup á mínu heimili enda einræðisherra þar  og er því í góðu sambandi við tenginguna milli vöruverðs og pyngju minnar.


mbl.is Segir innflutt matvæli ekki hafa hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband