Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Veiðiþjófnaður

Skyldi vera heimilt að veiða eins og hver vill í ám og vötnum Evrópu. Ég efast um það. Aftur á móti er þægilegt að skjóta sér bakvið þekkingarleysi. Auðvita veit fólk að það má ekki veiða í ám og vötnum nákvæmlega eins og mér myndi ekki detta í hug að fara á veiðar í skógum Póllands án leyfis. Það er síðan umhugsunarvert að við erum að verða aðkomu þjóðin í eigin landi og það er tekið stinnt upp ef að við höfum eitthvað við það að athuga. Ef eitthvað leiðir til rasisma og árekstra hópa er það stöðug undanlátsemi gagnvart sérþörfum og sérréttindum hópa.

Skál

Mikið er ég hrifin af forgangsröðun stjórnmálamanna okkar og hvað þeir eru sammála hvar skórinn kreppir að. Það er lífsnauðsyn að lækka álögur á brennivíni við getum ekki verið þekkt fyrir að vera með hærri álögur heldur en löndin í kringum okkur á þennan lífsnauðsynlega vökva. Hvað varðar lyfja og matarverð er sko allt annað. Pöpullinn sem þarf mest á lyfjum að halda geispar sennilega golunni fyrr en síðar og hátt matarverð skiptir litlu máli fyrir þá sem mestum tíma sínum eyða í útlöndum og matarboðum. Sannarlega forgangsröðun að mínu skapi.

Ísland best í heimi !

 


Lets save Iceland.

Það eru smavegis ónot í heilabúi minu  í augnablikinu hvað veldur jú sú er ástæðan að til að Þingvellir komist á einhverja skrá þarf að slita upp birkið sem að menn hafa troðið niður vegna þess að það er ekki náttúrulegt á Þingvöllum. Það er ekki hluti af náttúru staðarinns
Nú er í tísku að rækta græða bæði tré og peninga og betrumbæta landið . Það er einmitt mergurinn málsins eru Draghals og Hesthals hinir sömu og fyrr  það er áður en lupinan æddi um allt eru náttúruleg ummerki Heklu vikur eða skógar eru Öræfi Öræfi ef þau verða skógi vaxinn. Mér finnst að ef menn ætli að vera trúir náttúrusinnar þá er það fólgið í því að skipta sér ekki af náttúrunni hún sér um sig sjálf þess vegna heitir hún náttúra. Í stuttu máli þá veltir viðkomandi fyrir sér hvor eyðileggur meira sá sem stíflar á og stoppar hana í að brjóta land mynda aura og framburð eða sá sem að fyllir heiðar dal af öspum og sanda af lúpínu?  Ég er ekki viss hvor þeirra er náttúruverndar sinni ef að malið er íhugað er sennilega réttast að segja að báðir gangi gegn náttúrunni og séu ekki að bjarga neinu heldur að uppfylla sína eigin drauma sem eiga lítið sameigilegt með náttúru  nema þá mannlegri náttúru Eins og skáldið sagði Höfum við gengið til góðs ?


Erum við í hættu

Vissi ekki að það þyrfti að bjarga okkur. En ef að fólk vil endlilega bjarga okkur er það þá ekki til í að bjarga okkur frá alvitrum spekulöntum sem allt vita betur en aðrir og telja sig hina einu boðbera réttrar framtíðar fyrir okkur hin
mbl.is Aðgerðasamtökin Saving Iceland halda götupartý
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hnattrænni hlýnun lokið

Hver vegna er Atlandshafið að kólna það skildi þó ekki vera að það sé eitthvað global warming swindle i gangi
mbl.is Eins árs hitabylgju lokið í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ibúðalanasjóður

Ef ég man rétt þá var húsnæðisverð ekki verðbólguvaldur fyrr en bankarnir fóru að bjóða húsnæðislán. Væri kannski ekki bara rétt að þeir drægju sig út af markaðnum vegna þeirrar umhyggju sem að þeir bera til okkar.
mbl.is Hækkun húsnæðisverðs knýr verðbólguna áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband