Bloggfærslur mánaðarins, desember 2015

Fréttir eða áróður.

Held að flestir sem fylgjast með heimsmálum fyllist ónotahrolli yfir fréttaflutningi af málefnum Sýrlands.
Að á þessari öld upplýsinga haldi fjölmiðlar að þeir komist upp með fréttaflutning í anda Víetnamstríðsins er misskilningur. 
Ýmis mannréttindasamtök opinbera síðan hlutdrægni sína  með stöðugum fréttum af mannfalli í árásum Rússa þar sem skipulega er tekið fram að Rússar drepi bara gott fólk, ekki verður mannfall í árásum okkar.
Það hefur farið minna fyrir mótmælum sömu samtaka þegar bandamenn vorir gerðu árás á spítala Lækna án landamæra. eða mannfalli af völdum þeirra í Sýrlandi.

Auðvitað falla almennir borgarar í loftárásum Rússa það gefur augaleið þegar sprengjum er látið rigna af himni ofan þá deyr fólk og það er sorglegt. 

En samkvæmt fréttaflutningi okkar bestu miðla þá.

Deyja engir í loftárásum bandamanna okkar nema vondir menn og þeir fáir,í þeim árásum deyja engar konur eða börn.
Er hægt að upplýsa okkur hvernig sá búnaður sem greinir á milli vondra og góðra úr kílómeters hæð virkar.
Ef það deyja engir í loftárásum okkar eru þær þá yfirleitt að gera gagn.
Eru árásirnar kannski ætlaðar til að sprengja innribyggingu þjóðfélagsins í tætlur svo við getum haldið inn í landið og rænt það auðlindunum.
Er kannski aðalástæða hamagangs vestrænna fjölmiðla sú að Rússar eru að trufla áætlunina um yfirtöku Sýrlands í þágu Vestrænna hagsmuna og fjölmiðlar ganga erinda þeirra hagsmuna  gagnrýnislaust.

Síðan er athyglisverð þögnin um Jemen en þar láta menn rigna sprengjum í miklum móð og enginn segir neitt, hvorki MBL, RÚV eða aðrir.

Hver er ástæðan jú við viljum ráða hverjir stjórna í viðkomandi löndum og beitum innanlandsátökum sem rökum fyrir því að við séum að innleiða betra stjórnarfar. Afskipti okkar vestrænu vina komu nú Saddam til valda og sköpuðu Bin Laden.

Lengi vel gekk maður að því vísu að MBL væri í fararbroddi alvöru fréttaflutnings á landinu ásamt RÚV en þeir tímar eru óðum að baki, því miður.


mbl.is 200 Sýrlendingar drepnir í árásum Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband