Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Auðvitað

Hvað heldur fólk, það er skylda atvinnurekenda að reka fyrirtæki sín á sem hagkvæmasta máta svo að ef að þeir hafa tækifæri til að lækka launakostnað gera þeir það. Og það er ekki erfitt í dag þegar að aðalstefnumál verkalýðshreyfingarinnar snúast um ESB aðild í stað þess að vernda launafólk.
mbl.is Segir fyrirtæki misnota launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fólk orðið vitlaust

"Valgerður Sverrisdóttir sagði að í Seðlabankanum sæti maður sem léti ekki berja á sér og svaraði fullum hálsi. Það væri náttúrulega óþolandi og nauðsynlegt að gera breytingar í Seðlabankanum."

Það á sem sagt að sitja rólegur og láta ljúga uppá sig og berja á sér samkvæmt orðum Valgerðar. Held ég nú að fátt verði framsókn til bjargar úr þessu nema kannski Bjarni Harðar. Valgerður vill láta reka menn fyrir að hafa skoðun samkvæmt fréttinni.

Annars er þetta Daviðs heilkenni orðið svo alvarlegt að ég efast um fulla geðheilsu þjóðarinnar. Er fólk virkilega eins arfavitlaust og mætti halda af lestri  blogga og viðtölum við fólk. Held nú að menn ættu að hlusta á viðtöl við sjálfan sig og líta yfir fullyrðingarnar. Þær þurfa nefnilega að standast dóm sögunar og þó að það sé gaman fyrir einhverja að vitna i niðurlagðar heimasíður í dag gæti verið að þeim sömu þætti verra innan ekki mjög langs tíma að vitnað væri í þeirra eigin fullyrðingar sem að nú falla á þeim tíma sem að allt frá fannfergi til ófrjósemi virðist vera einum manni að kenna. Minnir svolítið á 1698 og  þorp  að nafni Salem. Það  skildi þó ekki vera að álit okkar á þeim sem að helst munda heykvíslarnar í dag verði þegar tímar líða svipaður og álit sem að við höfum á nornaveiðunum í Salem.


mbl.is Óbarinn seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið

"Að sögn Einars hefur ekki orðið samdráttur í verkefnum fyrirtækisins. Málið snúist fyrst og fremst um hagræðingu til að mæta auknum fjármagns- og rekstrarkostnaði" Þetta segir framkvæmdastjóri Kynnisferða. Ef að það er engin samdráttur hvernig er þá hægt að fækka bílstjórum voru þeir of margir fyrir miðað við verkefnastöðu?
mbl.is Uppsagnir hjá Kynnisferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æfing

Ætli sé ekki verið að æfa aðgerðir til að bæla niður mótmæli
mbl.is Dularfullur hringur yfir Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálpin er komin

Hjálpin kom í Kastljósi kvöldsins sem er alvöru fréttaskýringarþáttur. Þar fékk Björk drottningarviðtal um hvernig við ættum að bjarga okkur að hennar áliti.  Með heilsuböðum og sushi stöðum meðal annars. Matarmenning okkar er sviðahausar mauksoðið kjöt selur og hvalur og hefur ekki þótt til eftirbreytni.  Auðvitað er margt gott í því sem að hún segir sumar þessar hugmyndir hafa verið til en ekki gengið upp nema í einstaka tilfellum sumar hafa meira að segja endað með gjaldþrotum. Detox meðferð gæti þó verið til bóta og geta þá atvinnulausir verkfræðingar og bankastarfsmenn fengið vinnu við að troða vatnsslöngum í óæðri enda útlendinga sem að hingað koma til að baða sig og afeitra. En miðað við hvernig ferðaþjónusta hefur verið rekin hingað til verða það láglauna útlendingar sem að sjá um þau störf. Minna fór um lausnir hennar fyrir iðnað og aðra þá atvinnumöguleika sem að skila stöðugleika í þjóðfélaginu eins og verksmiðjur sem að yfirleitt standa þrátt fyrir tímabundin áföll. Þar með er ekki sagt að við ættum að henda öllu út af borðinu en við eigum líka að byggja varanlegri iðnað það er ekkert varanlegt við ferðamennsku og það gerir okkur einungis viðkvæmari fyrir því að lenda í gíslingu alheims umvöndunarsinna sem að öllu vilja ráða. Hvað verður til dæmis um sjálfsákvörðunarrétt okkar til veiða og vinnslu ef að samtök erlendis ákveða að þorskur sé í útrýmingarhættu og beita sér gegn okkur og við byggjum allt á eins viðkvæmum iðnaði eins og ferðamennsku. Munum lika að ESB vill setja skatta á flug sem kemur til með að hækka ferðakostnað í viðkvæmum heimi. Heimaslátrun og ostagerð bjargar ekki atvinnulausum erlendum verkamanni í Reykjavík og ekki innlendum heldur. Það ætti að vera sjálfsagt mál að bændur fái að selja beint og taka þá ábyrgð á vöru sinni undir regluverki sem að verndar neytandann. Annars fékk ég á tilfinninguna að  Björk sé á leið í pólitík því að þegar spurt var um niðurstöður funda um þau málefni sem að fjallað var um tókst henni að tala um þau mál án þess í raun að segja nokkuð nákvæmlega eins og margir pólitíkusar hafa fjallað um þessi mál.

Ég verð síðan að segja það að ég er orðin þeirrar skoðunar að RUV sé komið í sama eignarhald og aðrir fjölmiðlar allavega fer ekki mikið fyrir gagnrýnni umræðu um Evrópusambandið heldur er skefjalaus áróðurinn fyrir aðild rekin áfram athugasemdalaust að mínu mati. Ef við bara göngum í ESB mun ekkert illt okkur henda. Var ekki eitthvað svipað sagt fyrir undirritun gamlasáttmála. 


Ótrúlegt

Ótrúlegt hvað fólk er skrítið það er sama hvað skeður grátkórinn byrjar strax rekum Davíð. Lítið í spegil og skoðið sjálf ykkur ég er engin aðdáandi Davíðs en ég veit að stýrivaxtahækkun er yfirleitt eitt af skilyrðum IMF og þau eiga eftir að verða enn verri. Svo skuluð þið muna það líka þau ykkar sem sungu rekum Davíð af því að hann vill ekki IMF við fengum IMF þó Davíð væri á móti því samkvæmt fullyrðingum rekum Davíðs sinna.  Eigum við kannski bara að segja rekum Davíð af því að það fuku járnplötur í veðrinu nú um helgina. Reynið að fullorðnast okkur er ekki lengur stjórnað af Seðlabanka Davíð og Ríkisstjórn heldur af skilyrðum settum af IMF til að við fáum lán. Svona nokkurskonar ESB.


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru jöklarnir að fara

Held ekki margt skeður á 200 árum  Ég hef trú á að einhvertíma á litlu ísöldinni hafi einhver spekingurinn hugsað já Ísland verður jökull innan 200 ára Allt í heiminum minnkar stækkar birtist og hverfur og hringrás tímans heldur áfram. Hvort sem að um jökla eða banka er að ræða. Og spádómar hversu góðir sem þeir eru eru bara spádómar eða átti olíuverð nokkurn tíma að fara undir 100 dollara aftur eða korn að lækka.
mbl.is Jöklarnir rýrna ört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldeyrisnotkun atvinnuvega

Heyrði á leið heim í kvöld Ómar tala um að sjávarútvegur miðað við áver aflaði bara gjaldeyris. Þetta er að mínu mati ekki alveg rétt. Það eina sem að við getum sagt með vissu að sé al Íslenskt við fiskveiðar nútímans er lambasteikin á sunnudögum og fiskur þegar hann er í matinn. Af hverju jú hvað kemur frá útlöndum til dæmis á venjulegum togara. Olían varahlutir í vélbúnað togvírar tógin blakkirnar reipin efnið í trollið er líka nokkuð örugglega ofið í útlöndum fiskvinnsluvélar geta verið frá Marel kannski framleiddar í útlöndum en ef framleitt hér heima þá kemur efnið frá útlöndum. Toghlerar eru í mörgum tilfellum frá útlöndum og hægt væri að  halda áfram. Þannig að það er ekki alveg rétt að sjávarútvegur noti lítið sem engan gjaldeyri.

Framför eða sýndarmennska

Það fer allt eftir því hvernig rafmagnið á þessar bifreiðar verður framleitt sé það með olíu og kolum þá er ekki um neina umhverfisvernd að ræða sé það með gufuafli vatnsorku eða vindorku þá má tala um umhverfisvernd eða allavega minni losun á gróðurhúsaloftegundum Látum förgunarkostnað af rafgeymunum liggja milli hluta.
mbl.is 100 milljónir punda í rafmagnsbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarslit

Er Steingrímur orðin sendiboði ríkisstjórnarinnar eða í hverra umboði er hann að ræða við Norðmenn. Það er ekki góð samningatækni þegar að staðið er í samningum að einhverkir séu í umboðslausum einkaviðræðum á bakvið tjöldin. Kannski Geir ætti bara að láta Steingrím hafa völdin þjóðin hefur greinilega gleymt árunum þegar hann og félagar voru hér við völd. Ég mæli með öldinni okkar og hagtölum þeirra ára fyrir fólk til upprifjunar.
mbl.is Norðurlöndin sameinist í aðstoð við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband