Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Að drepa málum á dreif

Óháð því hvort að orðalag Ásmundar er heppilegt, rangt, eða móðgun breytir það ekki því að ástandið á Suðurnesjum er grafalvarlegt og ég get ekki að því gert að mér hefur stundum fundist eins og að stjórnvöld leggðu þennan landshluta í einelti allt sem að á að gera þar virðist kæft í fæðingu.
Síðan finnst mér það lýsa vel þeim stjórnvöldum sem hér ríkja að það sé brugðist harðara við af þingmanninum vegna orða sem að falla í hita leiksins heldur en brugðist er við vanda hundraða fjölskyldna sem eru að missa alt sitt.

Síðan velti ég fyrir mér eftirfarandi
Í fréttinni segir

"Oddný sakar Ásmund um fordóma gagnvart konum og vitsmunum þeirra með því að nota orðið „kelling“ um Steingrím Jóhann Sigfússon, fjármálaráðherra."

Mér er spurn hvort að það að fjármálaráðherra sé líkt við konur og þannig konum við hann  sé móðgun við konur. Má útfrá því geta sér til um hvaða álit háttvirt þingkona hefur á fjármálaráðherra. Þannig les ég það allavega:

Síðan segir
"Víkurfréttir tóku upp ræðu Ásmundar Friðrikssonar á fundinum, ræðu sem Oddný segir niðrandi og vekja upp sterkar tilfinningar og gefa ríkt tilefni til að konur láti í sér heyra."

Ég er sammála og hvet konur til að láta heyra í sér og það vel en þá ekkert sérstaklega um þetta mál því að ég held að flestar geri sér grein fyrir því að við karlmenn og þar á meðal ræðumaður elskum og virðum konur. En ég hvet þær til að láta stjórnvöld heyra skoðun sína á því hvernig stjórnvöld hafa farið með Suðurnes og skoðun sína á því aðgerðaleysi sem ríkt hefur í málefnum þess svæðis sem og alls landsins í stjórnartíð ráðleysisstjórnarinnar.


mbl.is Ásmundur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að axla ábyrgð

Stjórnvöld hafa ekki ætlað sér að axla eitt eða neitt. Ég vona að þau stjórnvöld sem að við höfum nú séu hreinræktaðir snillingar því að ef þau eru ekki hreinræktaðir snillingar erum við landsmenn sem tilheyrum hinni deyjandi millistétt alveg einstakir aular því að við höfum látið draga okkur á asnaeyrunum  í um tvö ár enn er hangið í eyrunum og við dregin áfram og enn hlýðum við, í þeirri von að á morgun verði gripið til aðgerða.

En sólin rís aftur og aftur, ekkert skeður landið, miðin, fólkið heldur niður í sér andanum og biður eftir merkinu um endurræsingu. Það heyrist eitthvað við og við. En þar sem millistéttin húkir blá í framan við að halda niður í sér andanum í biðinni eftir merkinu um sókn er ekki farið að hvarfla að henni að það sem heyrist er hávaðinn þegar meðbræður þeirra hvar af öðrum gefst upp og fellur flatur á kalda stéttina.  

Ég er orðin leiður á að halda í mér andanum og bíða eftir aðgerðum þessarar grútmáttlausu stjórnar og þessa grútmáttlausa liðs sem að fyrir október 2008 vissi allt og gat allt en í dag veit enn allt en gerir ekki neitt.Það biður ekki einusinni afsökunar á því tjóni sem verk þeirra hafa valdið.


Miðstéttin og hinn almenni Íslendingur verða nú að fara að gera upp við sig hvort að við ætlum að lifa hér á landi eða ekki og þá hvort við ætlum að lifa eins og fólk eða sem leiguliðar banka lífeyrissjóða og framtíðar stjórnvalda. Við þurfum að berja í borðið og krefjast þess að ástand það sem að hér ríkir verði lagað og ef það er ekki gert þá verðum við að laga það sjálf og það er ekkert sérstaklega flókin aðgerð samkvæmt minni skoðun.

Það þarf undanþingsstjórn strax stjórn sem fær þau völd sem þarf. Hún þarf að segja upp öllu embættismanna kerfinu eins og það leggur sig. Það þarf að gera vegna þess að þetta kerfi er orðið eins og vítisvél sem að viðheldur sjálfu sér breytist aldrei og vegna innri aðstöðu komast engar breytingar í gegn einnig ber þetta kerfi ábyrgð á því að mínu mati hvernig ástandið hér er.
Þetta skeði ekki í dag og ekki í gær heldur hefur verið í þróun lengi því er rökrétt að segja upp öllu embættismannakerfinu stjórnkerfið innifalið alþingismenn og allt til að geta endurræst kerfið með hreint borð.

Það á að þjóðnýta lífeyrissjóðina og stofna einn lífeyrissjóð samsvarandi Norskaolíusjóðnum lögbinda lágmarkslífeyri við einhvern taxta og tryggja hann þar. Þennan lífeyri fá allir landsmenn óháð stétt og stöðu vilji menn tryggja betur er þeim það heimilt. Þessum sjóð á að vera stjórnað af fagmönnum 3 ættu að vera yfrið nóg sem að þiggja góð laun fyrir góð verk og trúnað í starfi en hljóta Brimarhólms vist í óratíma ef þeir bregðast þessir menn eiga að vera kosnir af þjóðinni á 4 ára fresti og ársuppgjör eiga að vera opinbert plagg. 

Ég tel ljóst að stjórnkerfið í heild sinni hefur brugðist ekki í dag og ekki í gær heldur yfir langan tíma þess vegna ætti að fara Pólsku leiðina og svipta þá eftirlaunum sem að þiggja þau frá þjóðinni.
Ekki að fullu heldur á að færa þau laun niður í það sem að hinum almenna borgara er ætlað að lifa á. Ég tel það fásinnu að láta það fólk sem var trúað fyrir fjöreggjum okkar eyða ævikvöldinu á margföldum eftirlaunum miðað við þegnana sem að aðgerðir eða aðgerðarleysi þeirra keyrði í svaðið.Eftirlaunum sem greidd eru af talmörkuðu fé okkar hinna.
Það þarf ekkert að velja úr einhverja kerfið brást allt og því er einfaldast að færa niður öll  eftirlaun í því eins og ég sagði.

Síðan á að skattleggja greiðslur á innistæðum sem tryggðar voru umfram lámarks tryggingu að mínu mati. Ef menn vilja vera góðir við þá sem áttu þær þá má setja einhverja milljóna frítekjumark en síðan á að skattleggja þetta alveg eins og slysabætur eru skattlagðar:
Það er óþolandi að bætur fyrir líkamsmeiðingar fólks séu skattlagðar en ekki bætur fyrir glatað fé.

Fái eldri borgari niðurfellingu á kröfu frá tryggingarstofnun vegna þess að synt er að sá hin sami borgari nai ekki að lifa af án þess. Þá er þessum borgara gert að greiða skatt af niðurfellingunni sem sem tekjur væru og leiðir jafnvel til þess að viðkomandi verður heldur verr staddur  næsta ár heldur en ef ekkert hefði verið lagað því þá koma þessar svokölluðu tekjur sennilega aftur til frádráttarog þegar upp er staðið tekur ríkið jafnvel meira til baka en það gaf eftir.

 Því á skilyrðislaust að skattleggja þetta fé sem tryggt var annað er brot á jafnræði. Jafnræði við þá sem verða fyrir slysum og fá tryggingarfé sem er skattlagt og jafnræði við þá sem fá leiðréttingar eins og að ofan sem eru síðan skattlagðar. 

Þetta sýnir forgangsröðun og verðmæta mat ráðamanna, hvernig þessari skattlagningu er háttað. Það hvarflar þó að mér stundum að það hverjir áttu þessar innistæður gæti einnig hafa skipt máli en það fáum við ekki að vita um það ríkir bankaleynd þó að greiðsla þeirra fari fram með blóðugu bakinu á okkur og seinna baki barna okkar.

Þetta sem að ég segi að ofan er aðeins fátt af því sem að ég tel að hin almenni Íslenski borgari þurfi að gera til að koma ástandinu hér i lag og mynda hér aftur þjóðfélag sem að við getum verið hreykin af. Það að halda að betra sé að eiða tímanum í umsókn í Evrópskan klúbb eða lestur og breytingar stjórnarskrárinnar er að mínu mati svipað og ef það kviknaði í eldhúsinu hjá mér og ég myndi rölta inn í geymslu ná mér í pensil og málningu og fara að mála stofuna meðan eldhúsið brennur.

En mál að linni að sinni. Að mínu mati er okkur síðan hollt að muna að ástandið er eins og það er vegna þess að við gerum ekkert til að laga það ég ekki undanskilin. Við verðum að axla ábyrgð á því að laga það þó að það leiði til þess að nágranni okkar fái aðeins meira lagað en við það skiptir ekki máli landið okkar foreldrar okkar börnin okkar barnabörnin okkar og við sjálf og okkar sjálfsvirðing eigum það skilið að hér verði stungið niður fótum og byrjað að vinda ofanaf vitleysunni og byggja upp.


mbl.is Stjórnvöld verða að axla ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta þarf að afnema

Þessa kjördæma viku þarf að afnema það eru ótal áríðandi mál sem að brenna á þjóðinni eins og til dæmis skuldavandi heimilanna en í hvert skipti sem að þing kemur saman er tekið frí innan nokkra daga til að hefja kjördæma reið.

Þett er yfirleitt örskömmu eftir vel útílátin frí þessara einstaklinga. Það mætti halda að þingmenn áttuðu sig ekki á því að í dag eru samgöngur aðrar og betri en voru á dögum gömlu Dodge weaponana og annarra ófærutrukka og áður en Skeiðará var brúuð. Síðan er búið að finna upp tölvupóst farsíma og einnig er venjulegur sími  og svo myndsími og Skype. Þannig að einhver kjördæma vika er eitthvað gjörsamlega úrsér gengið flopp. Enda sýnir það nauðsyn þessarar viku að það besta sem mönnum dettur í hug er bíó.

Síðan er það þá spurning hvort að Hreyfingin hefur skilgreint sig sem eingöngu 101 flokk því ætla má að ekki eigi margir landsbyggðar menn heiman gengt á kvikmyndasýningu á mjaltatíma.

Ég er þeirrar skoðunar og hef sagt það áður að alþingismenn eins og aðrir landsmenn eigi að vinna sína vinnu 12 mánuði á ári að frádregnum orlofstíma sem er í kringum einn mánuður hjá venjulegu fólki síðan venjulegir frídagar og helgidagar um jól og páska. Oft er sú ástæða gefin upp að menn séu að sinna vinnunni í þessum frítímum þess frekar á ekki að vera að kalla þennan tíma frí eða slíta alþingi það er svolítið magnað að helsta stofnun landsins telur sig ekki þurfa að starfa nema hluta úr ári.

Mér finnst það bull og að þessi stofnun eigi að starfa allt árið má jafnvel hugsa sér að hún loki aldrei heldur sé sumarfríum skipt á milli þingmanna eins og á öðrum vinnustöðum.


mbl.is Hreyfingin býður í bíó í kjördæmaviku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óska borgarstjóra góðs bata.

Það vona ég að borgarstjórin nái sér fljótt og vel af meini sínu blóðeitrun er ekkert gaman mál að eiga við en þökk sé nútíma vísindum tekst í flestum tilfellum að kveða hana í kútinn.

Þó er annar flötur á veikindum þessum sem að mér finnst athyglisverður það er að þau fá meiri dálksentímetra í mörgum fjölmiðlum heldur en uppsagnir starfsmanna hjá OR Borgarstjóri er inntur ytarlega eftir meininu en ég hef ekki enn fundið frétt þar sem að hann þarf að svara spurningum um þær aðgerðir sem að snéru að OR.

Ég spyr sjálfan mig og veit að fleiri gera það. Hvað veldur því að fjölmiðlar hafa farið í´hin gamla útrásargír gagnvart þeim öflum sem að ráða borginni.
Er það hugleysi það að þeir þori ekki í beittan húmor borgarstjóra
Er það meðvirkni það að þeim finnist sniðugt að framin sé gjörningur á heilli borg
Er það hagsmunir og þá hvaða.
Er það þekkingarleysi á málefnum sem varða borgarana
Er það meðvirkni eins og ú útrásinni þar sem að betra er að syngja með en gagnrýna.
EÐ er það hrein og klár leti

Ekki veit ég það en ég veit að umfjöllun um borgarmálefni er skrítin þessa dagana og ekki eins og aður hvers vegna veit ég ekki.


mbl.is Fær sýklalyf í æð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var við öðru að búast.

Það er ekki við öðru að búast í velferðinni það verður að tryggja það að ríkið sem fer að verða stærsti leigusali landsins þurfi ekki að taka úr hægri vasanum það sem greitt er í þann vinstri. Hvers vegna haldið þið að það megi ekki leirétta neitt það er vegna þess að það truflar eignaupptökuna og síðan leiguverð á markaði sem verður vísitölutryggt eins og hjá félagsbústöðum og það hátt að enginn ræður við það. Það er að mínu mati skipulega unnið að því að tæma landið af fólki ná undir sig auðlyndunum og eignunum til að geta síðan flutt in vinnuafl í verstöðina og leigt því húsnæði sem búið er að yfirtaka 10-15 í íbúð yfir vertíðina.

Einfalt plan svínvirkar allar eignir og auðlindir á höndum þeirra sem lögðu upp í vegferðina með það a leiðarljósi fyrir mörgum árum síðan og við gerum ekki neitt.

Ef það væri eitthvað gagn af Gylfa og eitthvað að marka hann væri ASI þegar búið að boða til aðgerða svipað og í Frakklandi en ASI gerir ekki neitt. Vona að margir berji tunnur fyrir þá í dag.

Sorglegt.


mbl.is Framlög til húsaleigubóta lækka um milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trumbuslátt

Tími Gylfa er löngu liðinn eins og tími Jóhönnu og Steingríms vonandi er að hann sjái að sér og gefi ekki kost á sér til endurkjörs. Hann er löngu búin að glata mínum trúverðugleika fyrir löngu og ég er ekki einn um það.

Sennilega þarf að fara niður á Nordica með tunnur til að Gylfi og aðrir innan dyra heyri og ekki síður skilji.


mbl.is Hvatti Gylfa til að íhuga stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignarétturinn.

Þetta ætti að gleðja þá sem að eiga fá og einnig lífeyrissjóðina og forustumenn verkalyðsfélaga sem að sitja í stjórnum þeirra jú núna aukast eignir þeirra.

EN hvað um eignarétt minn þessi hækkun tekur af mér mína lögvernduðu eign í formi vísitöluhækkunar á húsnæðisláni mínu ekki vegna þess að ég hafi gert eitthvað af mér í dag heldur vegna þess að einhver miðlari út í löndum ætlar að græða meira og sinhver Saudi vill fá meiri pening

OJJJJJJJJJ barasta


mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirbygginginn

Það er rétt hjá nafna að besti sparnaðurinn næst í að skera niður í yfirbygginunni en spurningin er af hverju hann byrjar ekki á því þar sem hann ræður það er hjá Reykjavíkurborg. Samkvæmt fréttum hefur heldur verið bætt í þar eftir að nafni komst til valda.

Byrja að taka til heima það er lausnin.


mbl.is Sameining spari milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er til mismunandi eignanám

Ég tel að ég hafi orðið fyrir óbættu eignanámi ef að óborguð lán lífeyrissjóða og annarra eru eign þá hlýtur það sem að ég hef borgað af þeim að vera eign og sú aukna eign mín sem að hefur myndast vera eign sem er mín með réttu það getur ekki annað verið. Ég er ekki að tala um uppdiktaða eign í húsnæði mínu en fyrir bólu og vitleysu nam þessi eign ákveðinni % af verði íbúðarinnar. Þetta er eign sem að ég hef myndað með peningalegum sparnaði og afborgun lána. Nú er búið að ræna mig þessari eign það er hluta hennar með athöfnum og aðgerðum sem að ég hafði enga stjórn á og tók engan þátt í.

 Eignaréttar ákvæði stjórnarskrár hlýtur því að gilda um mína eign líka eða gildir það bara um suma eign eða kannski betra að segja um eignir sumra.

 


mbl.is Niðurfærsla talin bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta vissi ég ekki

Ekki vissi ég að enn væru stundaðar strandsiglingar á Íslandi og ekki vissi ég betur en að Samskip og Emskip hefðu sínar umskipunarhafnir og hef ekki trú á að það standi til að breyta því.

Það er ekki atvinnusköpun að taka atvinnu á einum stað og flytja hana annað.


mbl.is Vilja fangelsi á Suðurnesin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband