Ef eitthvað stendur út af

"Ég held að það sé einlægur vilji þingmanna að klára mál er snúa að heimilunum ef eitthvað stendur útaf," segir Birgitta Jónsdóttir formaður þingflokks Hreyfingarinnar. Hún segir þingmenn hafa fullan skilning á því að þessi mál þoli enga bið."

Ég vil benda þingmanninum á að það stendur allt útaf.
1. Það er ekki búið að leiðrétta það rán sem framið var á þeim sem eru með verðtryggð lán.
2. Það er ekki búið að innleiða gangsæi og vönduð vinnubrögð.
3. Það er ekki búið að reisa skjaldborgina.
4. Það er ekki búið að skapa raunverulega aukningu á atvinnu.
5..................................... og upp í það óendanlega sem að ekki er búið að gera.

En þið háttvirtu alþingismenn hafið þá klárað það að ákveða að það eigi að fara í sumarfrí á þriðjudaginn. Þingmenn ættu að skammast sín hvar í flokki sem að þeir standa. Það er greinilegt að þeir skilja ekki þau skilaboð sem að þeim voru send í sveitastjórnarkosningunum enda ´rennur manni kalt vatn milli skyns og hörunds þegar hlustað er á álit þeirra hvers vegna þjóðin rasskelti þá. Þeir vita þó upp sig skömmina og hræðast orðið almúgann því varla heldur nokkur maður að hugmyndin um lokun dómkirkjunnar hafi komið frá lögreglunni hún kemur frá yfirmönnum hennar elítunni við Austurvöll sem vill fá að halda sína þjóðhátíð fjarri truflun frá lýðnum. Þessi elíta er orðin jafn fjarlæg alþýðunni og hirð Frakkakonungs á síðustu dögum einveldis í Frakklandi.

Allir vita hvernig fór þar kannski kveðjum við lýðveldið fljótlega og komum á einveldi aftur.


mbl.is Einlægur vilji þingmanna að klára mál heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ekki veitir af að brýna liðið.

Sigurjón Þórðarson, 13.6.2010 kl. 02:02

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér Sigurjón það verður að brýna það núna því að það sjá allir sem eitthvað sjá að við erum að renna út á tíma það er búið að fara mjög illa með þann tíma sem við höfum haft. Það virðist engin geta vera til að gera eitthvað og það virðist vera hjá öllum 63 sem sitja þarna með kannski 3 undantekningum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 13.6.2010 kl. 10:30

3 identicon

Þeir sem telja sig sósíalista og til vinstri, virðast trúa því að því meiri sem vandræðin eru fyrir almenning, - því meira sem atvinnuleysið er og skuldabyrgði heimilanna, - þeim mun meira fylgi fái vinstri sinnaðir frambjóðendur í kosningum.

Er það ástæðan fyrir því að núverandi ríkisstjórn og þingmeirihluti hefur ekkert aðhafst til þess að afnema vísitölu- og verðtryggingarnar og ekkert gert til þess að auka fiskiveiðar, en þetta tvennt myndi hafa stórkostleg áhrif í þá átt að bæta efnahagsástandið og rétta hlut heimilanna í landinu ?

Tryggvi Helgason (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband