Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Afhverju er ekki buið að birta gögnin

Þann 17 nóvember skeði þetta á alþingi.
 "Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd og krefst þess að gögn er varða lánsumsókn til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem og um Icesave deiluna verði lögð fram og gerð opinber"

Nú er sá hin sami Steingrímur í stjórn en ekki hef ég tekið eftir því að þessi gögn hafi verið gerð opinber. Er þá ekkert að marka stóru orðin. Svo væri gott að fá að vita hvort og hvenær stendur til að lækka vexti hér á landi


mbl.is Góðir fundir með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt lýðveldi

Var að horfa á History channel í kvöld þáttur um Frönsku byltinguna þar sem að góðar hugmyndir leiddu til mikilla hamfara og dauða fjölda fólks áður en jafnvægi náðist enda er oft sagt að byltingar éti börnin sín.

Ég eins og margir aðrir hlustaði á Davíð í gær og mín sín á málið er að þar fer einstaklingur sem í raun vill þjóð sinni vel og vill hag hennar sem mestan og bestan. Eins og aðrir hef ég líka skannað bloggheima og ekki fundið margar athugasemdir sem að gagnrýna hann á málefnalegan hátt en þó má nefna athugasemd um bindiskyldu. Ég tel dagana þangað til hann fær málfrelsi.

Ég sá því miður ekki hvernig RUV sýndi hluta úr viðtölum við Davíð þar sem að hann var að mæra útrásina og bankana og þar með vinna vinnuna sína því hvernig getur Seðlabankastjóri komið fram og sagt að þjóðfélag sé að fara á hausinn það fer þá á hausinn um leið og viðtalið er búið. Mín sín á málið er það að þarna hafi fjölmiðill nýtt sér það að vera fjölmiðill í staðin fyrir að fara í góða greiningu á málinu en í staðin gátu menn ekki á sér setið að ná upp egóinu eftir Kastljósviðtalið að mínu mati.

Það vantar allr góðar greiningar á málum hér fjölmiðlar eru gjörsamlega getulausir hvað er langt síðan við höfum heyrt nöfn eins og Jón Ásgeir, Björgúlfur, Hannes, Birgir, Bakkavarabræður nefnd í miðlum það er óralangt síðan Voru þeir kannski aldrei til og áttu þeir engan þátt í því sem hér skeði. Eða eiga þeir enn góð tök í fjölmiðlum. Hvar er umfjöllun um hvað þeir eru að gera núna já og hvar er rannóknarblaðamennska á því hverju hinn Ástralski Krókódíla Dundee stendur fyrir sá sem ætlar að finna rógberana í fjöru þekkir ekki Jón Ásgeir þó hann hafi fundað með 365 og vill kaupa alt og alla hér og á svo mikið meiri peninga en allir aðrir. Hvers vegna skoðar hann enginn.

Okkur er andsk ekki viðbjargandi. Hér snýst allt um eitt og einungis eitt það er að koma Davíð Oddsyni frá völdum það er ekkert annað gert. Og í hamagangnum er allt í lagi þó að fyrirtækin séu fjárvana heimilin verði gjaldþrota skipaðir séu menn í háar stöður sem hafa fengið miljarð afskrifaðan já þetta er allt í fínu lagi bara ef að þeir sem það gera eru fólkinu þóknanlegir. (það er því fólki sem telur sig vera umboðsmenn okkar fóksins í landinu)

Það er skammast út í þingmann sem vinnur vinnuna sína og vill ekki æða með frumvarp í gegn án þess að skoða það betur, hafin vinna við að koma í gegn lögum um Sænsku leiðina sem er gott og líka gott að hún skuli bara ná yfir kaupendur því með sama áframhaldi gæti það orðið síðasta vonarbrauð fólks til að hafa ofan í sig að selja sig VG lokar að minnsta kosti ekki á þann möguleika með þvi að gera söluna refsiverða líka. En sennilega tekst þeim þó að troða þessu öllu vel undir yfirborðið og skapa hér gott rekstrarumhverfi fyrir glæpagengi og gera það ókleift að stunda mótvægis aðgerðir nema að litlu leiti.

En þetta eru forgangmál, það að fyrirtækin gangi eða að það komi eitthvað vit í lánamál fólks það má bíða.

Það hlýtur síðan að vekja upp spurningar þegar maður er talinn óhæfur og flæmdur úr embætti hér að Norski Seðlabankinn skuli þegar bjóða honum starf Norski Seðlabankinn er jú talin hafa staði sig mjög vel í kreppunni. Norðmenn hljóta að vera galnir eða eru það kannski Íslendingar sem hafa mist sig í blekkingum og nornaveiðum. Allavega finnst fjölmiðlum ekki þess vert að skoða hvers vegna Norðmenn telja sér til tekna að geta fengið þennan starfmann sem búið er að kasta rýrð á hér og flæma úr embætti.

Engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

 


Siggi í sjoppunni

Siggi í sjoppunni skellti sér til Englands og lét Betu og Brún  vita að hann muni þegar láta kanna hvort þeir sem selja honum macintos og Breskt gæðakex tengist á nokkurn hátt drápum á konum og börnum í Íran og Afganistan Hann krefst þess einnig að látið verði af hernaði Breta í Íran og Afganistan ellegar muni hann beina viðskiptum sínum annað.

Siggi situr nú bak við lás og slá í bresku öryggsfangelsi settur inn með vísan til hryðjuverkalagana og fyrir að skipta sér af Breskum innanríkismálum sem að honum kæmu hreinlega ekki við.

Ef að þessir vilja ekki fiskinn okkar þá bara svoleiðis seljum hann bara annað. Þeir sem að stunda viðskipti í formi kúgunar eru leifar hins gamla tíma og eiga ekki heima í viðskiptalíkani hins Nýja Íslands.

 


mbl.is Breskar verslunarkeðjur mótmæla hvalveiðum Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti það verið

Gæti verið að þetta væri ein ástæðan fyrir miklum áhuga innan stjórnsýslunar og efra kerfis á inngöngu í batteríið. Ég vildi allavega komast í þennan rjómapott mér til betri afkomu enda hugsa ég einfalt eða ég um mig frá mér til mín

KV


mbl.is Hátt launaðir Evrópuþingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brúttó skuldir

Það hlýtur að vera til skiljanlegra orð yfir þetta en málið er að það er komin tími til að hætta að tala um nettó og brúttó skuldir landsins það á að tala um hver greiðslubyrðin verður. Sennilega er nú að leka út að staða okkar er mun líkari því sem að Tryggvi H sagði heldur en því sem mestu bölmóðarnir segja. Enda skýtur Gylfi því inn að þetta verði sennilega svipað og hjá tveimur Evrópu ríkjum fyrir kreppu og er þar sennilega að byggja sér leið til framtíðar útskýringa. Við skulum athuga það að staðan hefur versnað hjá viðkomandi ríkjum síðan þá þannig að þau eru ekki of sæl af sínu þó í ESB séu. 

En svona les ég þetta brúttó og nettó 
Jón brúttó er ef ég kaupi íbúð á 10 000 000 og fæ lánsloforð frá Siggu og Önnu frænku og Páli og Pétri frænda upp á 5 000 000 Íbúðalánasjóði upp á 7 000 000  og foreldri upp á 3 000 000  þá er ég í 15 000 000 skuld og gjaldþrota. Mig dreymir illa ég verð þunglyndir fer að drekka og hef allt á hornum mér hætti að vinna legst undir sæng og sef allan daginn.

Jón nettó er hin raunverulegi Jón hann átti nefnilega 1 500 000 sjálfur tók 7 000 000  Ibúðalánasjóð  og vann fyrir 1.500 000. Notaði aldrei lánsloforðin og var að lokum með viðunandi skuldastöðu sem að hann gat unnið sig út úr. Sefur sæmilega er þunglyndir fram að fyrsta kaffibolla og er ekki geðverri en endranær

Mín skoðun er að það komi í ljós að staða Íslenska þjóðarbúsins sé í raun ekki mikið verri heldur en í kringum 1990 og að lokum komi í ljós að frægt Kastljós viðtal var í raun ein rökréttasta framtíðar sýn sem að sett hefur verið fram.

Amen


mbl.is Dökkar horfur, segir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fór í bindindi.

Ég fór í blogg bindindi ég var farin að verða var við aukin blóðþrýsting i hvert sinn sem að ég heyrði frétt sem að ég taldi arfavitlausa mér fannst nýja stjórnin ómöguleg ég var farin að leita að pottum og sleifum og ég þurfti að passa mig á að fara ekki að nota orð sem að ekki eru prenthæf á bloggi mínu.

Svo sagði mér manneskja ég er hætt að lesa bloggið þitt það gerir mig þunglynda það er ekkert um annað en kreppu kreppu kreppu og þetta er mikið rétt hjá henni. Svo að ég fór í bindindi og ég er á því að það mættu fleiri gera til að fá smá fjarlægð frá atburðum líðandi stundar.

Þegar maður les sögubækurnar heldur maður stundum að þessi þjóð þrífist á því að það sé allt í kaldakoli mér dettur stundum í hug að hér eimi eftir af þeim sið þegar víst var að þeir sem eitthvað áttu fóru til helvítis en það var vís vera í himnaríki ef að maður lifði í örbyrgð og kvöl á jörðu niðri.

Það hafa verið málaðar hér myndir að kynslóðir á kynslóðir ofan verði skuldsettar sem þrælar en samt eigum við að vera búin að borga og allt að vera komið í lag 2015 ég veit ekki hvernig fólki dettur í hug að það taki kynslóðir að laga það sem aflaga fór ríki hafa leitað á náðir IMF áður meira að segja við og hafa ekki verið kynslóðir að rétta úr kútnum. Það er varla kynslóð frá því að IMF var stofnað:

Það eru nú að birtast tölur um að þetta sé nú sennilega ekki eins mikið og menn héldu en þá er það áróður hægri manna. Getur fólk ekki unnt sér þeirrar ánægju að það sé nú ekki eins alvarlegt ástandið og menn héldu ég vona að það reynist rétt og einnig að það náist kannski nokkrir miljarðar inn frá eyjunni fögru þar sem peningar eru geymdir á öllum snúrum.

Það vekur athygli mína að lesa viðtöl við landa mína í erlendum blöðum að fólk verði að flýja land hér sé allt komið til helvítis lánin hækkað um helming og nú sé ekki lengur hægt að fara út að borða og í bíó nokkrum sinnum í mánuði og ekki hægt að borga pössun fyrir börnin. Sé rýnt betur í þetta þá er í sumum tilfellum um myntkörfulán að ræða lán sem fólk var varað við æ ofan í æ að væru stórhættuleg þó sumir spekingar kæmu fram og mæltu sérstaklega með þeim það góða er að þessi lán munu lækka með hækkandi krónu ólíkt verðtryggðu lánunum.

En eftir lesturinn var mér hugsað til baka til fyrstu íbúðar ég man ekki eftir að það hafi verið farið út að borða eða í bíó eða þá hugsað um utanlandferðir það var verið að kaupa íbúð og að láta sér detta í hug að kaupa nema bíl sem hékk saman á snæri meðan á því stóð var hreint útsagt brjálæði. Það voru meira að segja settar niður kartöflur í garði fyrir ofan Reykjavík til að spara Verst var að það var ekki alltaf til bensín til að ná í þær þangað. En svona var það bara að kaupa fyrstu íbúð og þótti ekki fréttnæmt.

Ég er ekki að segja að það sem í gangi er núna sé bara tómt væl það urðu hér atburðir sem þarf að læra af. En frétta flutningur og annað er orðin svo yfirgengilegur til að halda við kreppukláminu að það er orðið að bera i bakkafullan lækinn að bæta við. Ef að ekki er hægt að finna fólk hér sem er að komast á vonarvöl þá er farið til Ameríku til að birta myndir af fólki sem er að missa húsin sín. Ég held að það sé komin tími til að við förum að reyna að hugsa upp aðferðir til að ná okkur á strik aftur og líta á það jákvæða í lífinu held að það skili miklu meira þegar upp er staðið.

Í dag eyddi ég klukkutíma með barnabarni mínu meðan móðirin dottaði í sófanum við ræddum um landsins gagn og nauðsynjar meðan við átum bollur afinn bollur með rjóma og sultu en barnabarnið vildi ekkert á milli nema mysing og ég komst að því að bollur með mysing eru hreint ekki vondar kannski getum við gert útrás og markaðsett bollur með mysing ekki veit ég það en ég veit þó að það að sökkva sér of djúpt ofan í vandamál dagsins gerir þau ekkert auðleysanlegri allavega var ég mun bjartsýnni eftir þetta spjall heldur en áður.

Góða helgi. 


Sammála! eða?

Það gengur ekki að alþýða landsins það er sá hluti hennar sem að ekki er með svokallaða góða menntun sé lengur óupplýst um hvernig lýðræðið virkar og til að geta tekið þátt í hinu virka lýðræði verður að endurmennta skrílinn. En við skulum nýta okkur að þetta hefur verið gert annarstaðar og við þurfum bara að sækja upplýsingar frá fyrirmyndunum i endurmenntun til að spara dýrmætt fé.

Skulum byrja á Rauðakveri Maos síðan smá dash af endurmenntun Rauðu kmerana og svo er stöðug allsherjar endurmenntun í Norður Kóreu. Gott að þurfa ekki að vinna þetta frá grunni og geta sótt í reynslubrunna þjóðanna.

En hvernig er hægt að kenna lýðræði? Er þá kennd ein stefna sem er lýðræði. Ég hef alltaf talið að lýðræði væri fólgið í frjálsri hugsun og rétti manna til eigin skoðana svo lengi sem að þær rúmast innan ramma laganna. Síðan eru kosningar þar sem að meirihlutinn hefur völdin

Orðin að það þurfi  „Jafnvel að byrja þurfi frá grunni, í skólakerfinu; á gagnrýnni hugsun, siðfræði og heimspeki – til þess að við verðum öll hæf til þess að taka þátt í lýðræðinu" Þessi orð minna mig frekar á pólitíska innrætingu og innleiðingu rétthugsunar því hver hefur vald til að ákveða hvað er gagnrýnin hugsun og hvað ekki. Á að taka kosningaréttin af þeim sem ekki hafa hina réttu gagnrýnu hugsun og verður krossapróf á kjörstað til að ákveða hvort fólk er hæft til að hafa kosningarétt í hinu nýja lýðræði.

Sjálfstæðismanni þykir það gagnrýnin hugsun að hugsa upp leiðir til að einkavæða meðan að vinstri menn telja það gagnrýna hugsun að kveða niður kapitalisma. Hver ætlar síðan að taka sér vald til að ákveða hvort er rétt.

Tel að fólk sé aðeins farið að missa sig í allri þessari lýðræðisumræðu sem að tröllríður þjóðfélaginu í dag og að það sé orðin alvöru hætta á að einhverju bráðræðis slysi sem að illa yrði aftur tekið.


mbl.is „Allsherjar endurmenntun nauðsynleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

To be or not to be

Mér sýnist það vera alvarlegt vandamál hjá fólk sem aðhyllist þessa stjórnmálaskoðun hvort eigi að vera eða vera ekki.

I stjórn úr stjórn í stjórn í bankaráð úr bankaráði eing og unglingar á gegljuskeiði sem hvergi geta stoppað.

Það er vinsamleg beiðni frá mér launagreiðanda ykkar að þið setjist nú niður í smá stund og gerið það sem þið voruð fengin til að gera en hættið þessari sýndarmennsku við hérna á götunni sjáum nefnilega alveg að þið eruð jafn berrössuð og allir hinir keisararnir.


mbl.is Valgerður hættir í bankaráði Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

En vona innilega að Steingrímur ráði litlu um það sem hér fer fram næstu 4 árin


mbl.is Ákvörðun um hvalveiðar stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfa Írar ekki að borga

Í fréttinni segir

"Írska ríkisstjórnin hefur veitt bönkum landsins landsins ábyrgðir sem  sem svara til 220% af landsframleiðslu.  Upphæð heildarlána írska bankakerfisins er 11 sinnum stærri en írska hagkerfið.  Gert er ráð fyrir að írska ríkið taki 15 milljarða evra að láni á þessu ári og skuldir ríkisins munu þá nema 70 milljörðum evra, jafnvirði 10 þúsund milljörðum króna."

Hér stærð bankakerfisins 11 föld landframleiðsla en var 12 hér samt les maður að það sé allt í fina hjá Írum af því að þeir eru i ESB.
Þurfa þeir þá ekki að borga til baka.
Ég held nefnilega að það sé síst betra hjá þeim þó þeir séu i ESB jafnvel verra það hlýtur að vera jafn erfitt fyrir þá að borga til baka og okkur og þeir hafa ekki sinn eigin gjaldmiðill til að hjálpa til við verkið.

ESB Nei takk  ISK já takk


mbl.is Óttast að Írland verði gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband