Sammála en samt ósammála.

Ég er sammála rektor að menntun er leið út úr kreppunni en ég hef trú á því að við séum ósammála um hvaða menntun það er.
Vitað er að Finnar lögðu óhemju áherslu á tæknimenntun til að koma sér út úr kreppunni og sagt er að þeir hafi meðal annars gert sérstakt átak í að kynna mæðrum kosti iðnmenntunar til að þær hefðu áhrif á börn sín svo þau færu í iðnnám. Iðnnám á ekki upp á pallborðið hjá okkur Íslendingum það virðist álitið ógöfugt starf sem að henti einna helst innfluttu ódýru vinnuafli þó má það ekki vera frá Kína ef taka skal mark á forseta ASI það þarf helst að hafa CE stimpil frá ESB á óæðri endanum en þá er það líka í fínu lagi.

Undanfarin ár höfum við skipulega að mínu mati dregið úr iðnmenntun það er vitað að iðnmenntun er dýrari en bóknám sem er sennilega ein af ástæðunum fyrir því að ráðamenn eru ekki hlynntir því kannski er önnur ástæða hvað fáir iðnmenntaðir einstaklingar eru á þingi.
Við höfum breytt þrautreyndum námsbrautum eins og Vélstjóranámi og endurskýrt þær með orðinu tækni einhverstaðar í nafninu en orðið tækni virðist nú vera í tísku eins og orðið fræðingur tröllreið öllu þegar ég var ungur og hætti að vera Vélstjóri en varð Vélfræðingur en það skeði nokkurn vegin sjálfvirkt þegar ég labbaði í gegnum hurð í sama starfi og með sömu menntun og sama sjálf og ég hafði hinu megin við hurðina. Svona eru tískubólurnar.

Þarf virkilega alla þessa lögfræðinga, viðskiptafræðinga, guðfræðinga, kynjafræðinga, bókmenntafræðinga og svo framvegis. Þurfum við ekki ískalt að skoða hvaða störf skapa verðmæti þá efnisleg verðmæti þó að ég viðurkenni að andleg verðmæti eru líka verðmæti en þau veita ekki magafylli fyrir almúgann né skapa gjaldeyrir í sama magni og hin efnislegu því miður. Verðum við ekki ískalt að stefna fólki skipulega í menntun sem að nýtist til framleiðslu það er mín skoðun.

Okkur er orðið hátækni gífurlega tamt um þessar mundir allir eiga að vinna hátæknistörf og þá helst í gagnaveri. Hvaða hátæknistarf er í gagnaveri ef við smíðum búnaðinn þá er það hátækni, en verður búnaðurinn smíðaður hér? 
Sjáum við eingöngu um forritun þá er það ekki hátækni og það er á einu augnabliki hægt að færa fóritunarstörfin til Indlands eða Kína, hvað segir Gylfi þá.
Sennilega er iðnstýring kælikerfisins mesta hátæknin sem er í gagnaveri og frágangur ljósleiðaranna síðan má telja það til hátækni að skúra svona stað án þess að skvetta raka á hinn viðkvæma búnað.

En það vill svo til að það er fullt af hátækni störfum hér og þau eru unnin af fólki út um allt land þeir sem að komið hafa nýlega í sumar af fiskimjölsverksmiðjum og frystihúsum okkar hafa séð hátækni ég var á ferð um landið og var svo heppin að vera boðið að skoða eitt af þessum fyrirtækjum. Ég get sagt það að þó að ég hafi reynslu á þessu sviði þá féllust mér hendur þegar ég skoðaði fyrirtækið.
Hráefnið kemur inn fer eftir línum stjórnað með iðntölvum og skynjurum og kemur út sem full unnin vara í pakkningum og þetta er fyrirtæki sem aldrei er nefnt í sömu ræðu og hátæknin sem öllu á að bjarga hér. En svona hátæknifyrirtæki eru út um allt land og skapa gjaldeyri hvern einasta dag og þarna vinna Siggi frá Grund og Gunna á Eyri með sína iðnmenntun sem þau luku fyrir 24 ára aldurinn og hafa síðan stundað framhaldsnám í lífsins skóla en hann býður upp á ólánshæft nám án nokkurs möguleika til útskriftar fyrr en maður verður aftur að moldu. Ég þori síðan ekki að minnast á þá hátækni sem er í hinum umdeildu álverum og þeim afleiddu þjónustustörfum sem í kring um þau eru.

Eflaust rísa margir upp á afturlappirnar sem nenna að lesa þetta og halda að því sem beint gegn æðri menntun það er alls ekki málið er bara það að þegar peningar eru ekki til þarf að athuga hvernig best er að nýta þá til að skapa sem mest vermæti sem skila sér til baka sem fyrst. Þá hlýtur að vera rétt að skoða hvort að hnitmiðuð iðnmenntun sem skilar fólki á vinnumarkaðin rétt rúmlega tvítugu er ekki þjóðhagslegra hagkvæmari en menntun sem að tekur fólk 25% af vinnuævinni að ljúka.

Ég tel að ef við horfum á stærð þjóðfélagsins og fjölda ákveðinna stétta þá sé þetta augljóst. Eða er ekki skrítið svona gróft áætlað að ef bíllinn þinn bilar í Ártúnsbrekkunni þá keyri ef ég man rétt milli 50 og 60 einstaklingar af lögfræði og viðskiptafræði stétt framhjá þér áður en að fyrsti bifvélavirkinn kemur sé miðað við prósentutölu. Það fara semsagt 100-110 mans framhjá áður en að sá sem eitthvað getur liðsinnt þér kemur nema að hinir hafi kaðal í bílnum og tími að draga þig á Porce jeppanum.

Það er síðan athyglisvert að þó bifvélavirkjar séu svona fáir gengur bílafloti landmanna áfallalaust að mestu en lög og regla eru í algjörri upplausn og viðskiptafræðileg staða landsins er þekkt um allt hið byggða sólkerfi.

En ég er sammála rektor að menntun er lausnin en eins og ég sagði að ofan er ég ekki viss um að við séum sammála um hvaða menntun við skulum ekki gleyma því að skólar eru fyrirtæki sem fá borgað fyrir fjölda nemenda en ekki fyrir gagn það sem menntun þeirra veitir þjóðinni þannig að skilda þeirra sem reka þá eins og annarra sem reka fyrirtæki er að standa vörð um sinn skóla en ekki endilega að predika hvaða menntun sé hagstæðari en önur fyrir þjóðfélag sem er á hausnum


mbl.is Menntun leiðin út úr kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Takk fyrir gott blokk því miður eru efnisleg verðmæti er skapa þjóðinni arð ekki í há vegum höfð. Háskólamenntun er snúin upp í andhverfu sína með of mörgum skólum og er baggi þjóðinni.

Með kveðju

Sigríður Laufey

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 12.6.2010 kl. 13:37

2 identicon

Hérna er áhugaverður hópur á Facebook fyrir þá sem vilja að rektor Háskóla Íslands verði næsti forseti

http://www.facebook.com/home.php?#!/group.php?gid=109740515728452&ref=ts

Iris (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 13:38

3 identicon

Hvaða mentun er æðri menntun?. Held að fólk þurfi að fara endurhugsa það. 

itg (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 14:26

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka innlitin góðir punktar hjá öllum ykkar við verðum að vera óhrædd við að hugsa allt upp á nýtt fordómalaust og reyna að fara þær leiðir sem hjálpa okkur best til að komast á lappirnar aftur . Ég vil sleppa þessu orði æðri menntun mér finnst öll menntun góð sennilega herfur það verið mesta menntunarafrek mannkyns að læra að kveikja eld þannig að hvað er betra en annað er svo erfitt að segja en það er hægt að skoða arsemina og forgangsraða þannig þá efnisleg þá.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.6.2010 kl. 14:40

5 identicon

Ég tek undir það sem hér kemur fram. Það þarf að draga verulega úr öllum útgjöldum hins opinbera, ... og það ekki einungis að það ’þurfi’, heldur bókstaflega ’verður’ að draga saman í peningasóun ríkissjóðs. Því hvað er ríkissjóður annað en það sem hægt er að taka af tekjuskapandi fólki í sköttum ? Og þeir sem borga skattana eru jafnframt þvingaðir til þess að borga brúsann, - skólana sem og margt annað.

Það verður að loka sumum skólanna og draga verulega saman í öllu skólahaldi. Þá verður að leggja niður ýmsar stofnanir og segja upp fólki á vegun ríkis og sveitarfélaga. En það þarf jafnframt að lækka skatta, afnema allar verðtryggingar og stórauka við sjávarútveginn með meiri aflaheimildum og að veita frelsi til færaveiða.

Tryggvi Helgason (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 15:18

6 Smámynd: Elínborg

Þakka þér góðan pistil Jón Aðalsteinn, tek alveg undir þetta með þér. Við sjáum ýmsar afleiðingar af þessarri sérfræðinga-dýrkun og alls ekki allar góðar. Það er fjarri mér að gera lítið úr góðri nytsamri menntun, en öllu má ofgera! Og svo nær orðið "menntun" alls ekki bara yfir skólamenntun, það virðist útbreiddur misskilningur. Margt fólk er mjög vel sjálfmenntað og veit jafnvel mun meira en sumir "fræðingar", einnig færir lífið sjálft oft bestu menntunina.

Og hvaðan ætli öll þessi orð komi; "æðri" menntun o.s.frv. Virðast mörg (orðin) beinlínis notuð í þeim eina tilgangi að gera lítið úr þeim sem hafa ekki einhverja prófgráðu. 

Er algjörlega sammála þér með að hugsa allt upp á nýtt fordómalaust, það er einmitt það sem er nauðsynlegast í heiminum í dag! 

Elínborg, 12.6.2010 kl. 15:54

7 Smámynd: Þórir Kjartansson

Góð og þörf lesning Jón og hægt að taka undir hvert orð. Því miður er háskólasamfélagið mjög ógagnrýnið á sjálft sig og bregst gjarnan við með þeim orðum að þeir sem leyfa sér að gagnrýna það séu bara á ,,móti menntun".   Í aðdraganda hrunsins, þegar fáar og hjáróma raddir bentu á aðsteðjandi hættu var því m.a. haldið á lofti að nú væri svo mikið af hámenntuðum hagfræðingum starfandi í viðskiptalífinu að menn þyrftu ekkert að óttast. Þá virðast stjórnvöld hafa verið mjög sveigjanleg við að útbúa ótal störf handa háskólafólkinu þegar það kemur úr námi, án þess að þörfin sé svo augljós. Þar má t.d. nefna allskonar rannsóknir, sem hafa lengi verið hafnar yfir alla gagnrýni. Hjá framleiðslufyrirtækjunum láta menn ekki peninga í slíkt nema að vel athuguðu máli. Málið er að beina menntuninni í farveg hverskonar verðmætasköpunar.

Þórir Kjartansson, 12.6.2010 kl. 15:57

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka málefnaleg innlegg og umræðu í þessu máli sem er viðkvæmt því að við viljum jú hafa fullt frelsi og tækifæri til að læra það og gera sem að við viljum án tilits til arðsemi sem er sennilega hugsun sem að við getum ekki leyft okkur nú um stundir

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.6.2010 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband