Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

En ekki hvað.

Það væri nú skrítið ef að Jóhanna væri ekki stolt af því að verða formaður áfram en er það ekki líka það eina sem hún getur verið stolt af sé litið yfir síðustu ár stjórnmálaferils hennar. Það er nú svo að mínu mati, varla er hún stolt af atvinnuuppbyggingunni ef hún er það mætti segja að "af litlu verður Vöggur feginn" varla er hún stolt af landflóttanum, biðröðunum hjá hjálparstofnunum, fólkinu sem er að missa ofan af sér. Nei mín skoðun er sú að það eins sem að hún getur verið stolt af á stjórnmálasviðinu sé það að fá vera formaður áfram. Síðan má auðvitað spyrja sig þeirrar spurningar hvort að formannstign í Samfylkingunni er eitthvað til að vera stoltur af en þeirri spurningu læt ég ósvarað hér
mbl.is Stolt af því að vera formaður áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brosmildir

Afhverju lækkaði ekki brosmilda olíufélagið fyrst ? og hafa þá viðskiptavinir þess sem brosa víst mest brosað minnst í dag ?
mbl.is Lækkar bensín um 3,40 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver sló þingmenn?

Sannleikurinn um skothylkja málið ógurlega er nú komin fram og svo sem við var að búast átti málið sér eðlilegar útskýringar. Það er sjálfsagt að skoða svona mál þó að mín skoðun sé að þeir sem að mótmæla núna séu ekki hættlulegri en svo það sé í raun hættulegra fyrir fólk að fara í miðbæinn um helgar en vera á Austurvelli eða við þingsetningu.

Eða hvað slösuðust margir um síðustu helgi í miðbænum. Það má þó ekki gleyma því að í mótmælum eins og um helgar er misjafn sauður í mörgu fé.

það er þó ekki það sem að vekur athygli mína heldur vekja viðbrögð forseta Alþingis athygli mína þau eru ólík viðbrögðum hennar og samþingmanna hennar við vanda heimilanna það eru ekki svona viðbrögð þegar fólk er borið út jafnvel á vafasömum pappírum það eru ekki svona viðbrögð við ólöglegum lánum eða öðru misrétti sem að þegnarnir verða fyrir nei fjarri því.  

En stafi ógn að eigin rassi þá er stokkið upp jafnvel þó um sé að ræða ímyndaða ógn. Það segir mér að samviskan sé vond og að í raun viti fólkið í steinkubbaldanum vel hvers vegna fólk er reitt og þessi viðbrögð sína mér að forseti Alþingis heldur í raun að fólk sé reiðara en það er en hún gleymir því að þetta er ekki sama fólkið og kom henni til valda ásamt VG.
Það fólk sem stendur á vellinum núna er þar ekki til að koma einum eða neinum til valda það er þarna til að knýja á um réttlæti og margt af því ekki einusinni réttlæti sér til handa heldur meðbræðra sinna. Það fólk sem mæotmælir núna krefst þess að þjóðkjörnir fulltrúar vinni vinnuna sína.

Mittálit er að viðbrögð þau sem við urðum vitni af vegna gats á vasa kanski gats sem varð vegna bágs fjárhags.
Að þetta gat sýni það að samviska fólksins við Austurvöll  er ekki goð og fólk veit allt um  gjörðir sínar og getuleysi til góðra verka.

 Ég persónulega hef meiri áhyggjur af sprautunálum sem liggja á víð og dreif um alla borg og eru hættulegar þeim sem erfa eiga landið en það veldur ekki fólkinu í húsinu við Austurvöll áhyggjum.


mbl.is „Þingmenn slegnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Austurvelli í kvöld.

Ég mætti á Austurvöll í kvöld ásamt ca 1000 öðrum til að sina það í verki að ég er óánægður.
Ég var óánægður með mætinguna þúsundir manna mæta í gleðigöngur á kvennafrídag menningar nótt og fleiri viðburði sem í sjálfu sér eru góðra gjalda verðir en eru þeir merkari en framtíð barnanna okkar.
Hvar voru þau prósent landsmanna sem eru atvinnulausir hvar voru þeir 26000 sem eru komnir í alvarleg vanskil ég sá þá ekki. Ég leyfi mér að spyrja hvort að hluti atvinnulausra hafi verið í vinnunni sem sagt er að stunduð sé á bak við tjöldin og hvort að sumir skuldugir séu kannski ekki svo illa settir vegna þess að 110% leiðin hafi hugnast þeim ágætlega eftir að búið var að færa bílinn og sumarbústaðinn á börnin eða fyrirtækið.
En þetta er bara brot af þeim fjölda sem er í þessari stöðu og það er íhugunar efni að ekki fleiri láti sig framtið þá sem að við ætlum að búa börnunm okkar í þessu þjóðfélagi sig varða.

Það er síðan athyglisvert að heyra hvað stjórnmálamenn segja um ástæður þess að við komum á völlinn og enn athyglisverðara að sjá sigurbros Jóhönnu þegar hún gaf í skyn í fréttum kl tíu að stjórnin myndi lafa áfram með stuðningi Guðmundar Steingríms og Hreyfingarinnar vegna ástar annars þeirra á ESB og hins á að koma í gegn stjórnarskrársmálum samkomu sem kjörin var af örhluta þjóðarinnar og dæmt ólögleg af Hæstarétti. Þetta alla vega las ég úr greinilegri gleði hennar í viðtalinu. 

En hvers vegna mætti fólk ég get ekki svarað fyrir aðra en ég mætti ekki til að mótmæla fjórflokknum eða öðrum hlutum sem eru ekkert nema hlutlægir hlutir og hafa ekkert með ástandið að gera.

Ég mætti til að mótmæla því að ekkert sé gert í því að setja þak á verðbætur svo að hver einasta efnahagsaðgerð kemur til með að auka greiðslubyrði lána okkar.
Til að mótmæla því að afskrifaðir eru miljarðar af fyrirtækjum sem ættu að fara í gjaldþrotaskipti og þau síðan oftar en ekki afhent sömu eigendum aftur og keppa á samkeppni markaði við fyrirtæki sem hafa verið svo óheppin að standa í fæturnar borga skuldir sínar og skila sínu til þjóðfélagsins,
Ég mætti til að mótmæla kerfi sem að veldur því að einstaklingur fær 1,2% vexti á séreignarsparnað sinn meðan að lán sama einstaklings hjá sama lánafyrirtæki ber yfir 12% vexti.
Ég mætti til að mótmæla því að fyrirtæki sem þjóðin átti og voru seld en aldrei borguð skuli ekki hafa verið færð í eigu þjóðarinnar aftur.
Ég mætti til að mótmæla því og krefjast þess að fá að sjá hvort satt er að lánasöfn hafi verið færð til nyrra banka með miklum afslætti og að sá afsláttur hafi verið látinn ganga til kröfu hafa.
Ég mætti til að mótmæla því að allt sem að forsætisráðherra lofaði eftir mómæli síðasta árs hefur verið svæft í nefnd og stendur enn óefnt.
Ég mætti til að mótmæla því að svo virðist sem að kenna eigi einum ráðherra um bankahrun heillar þjóðar og að einn ráðuneytisstjóri eigi að axla ábyrgð á þvi allir aðrir eru komnir á fullt aftur og hafa aldrei hætt.
Ég kom til að mótmæla getuleysi virðingarleysi og hroka stjórnvalda gagnvart fólkinu í landinu.

Ég kom ekki til að mótmæla fjórflokknum enda getur hann ekkert gert mér það er fólkið sem vinnur vondu verkin ekki eitthvað sem kallað er fjórflokkur og virðist vera notað eins og sögur af tröllum og forynjum voru notaðar til að hræða börn á árum áður svo að þau færu nú ekki að gera neina vitleysu.

Ég kom til að mótmæla þessu og því að eftir þeim tölum sem að ég hef séð hefur sparnaður í stjórnsyslunni verið í myflugu mynd meðan að heilbrigiðskerfið er skorið niður við trog.

Hvað vil ég.
Ég vil að þing sé rofið ég vil untanþingsstjórn til vors og kosningar til Alþingis um leið og forsetakosningar.
Utanþingstjórn sem hefur það eytt að markmiði að koma heimilum og fyritækjum á réttan kjöl og leiði þjóðina úr þeirri sjálfheldu sem hún er komin í.
Utanþingstjórn undir forustu okkar fyrrverandi dómsmálaráðherra skipuð fólki sem ekki er hagsmunatengt núverandi valdhöfum og fjármálakerfi.

Kalla mætti til erlenda sérfræðinga til ráðgjafar um endurreisnina sérfræðinga sem ekki eru tengdir núverandi kerfi sem þarf að brjóta upp.
Þetta myndi gefa nýjum öflum tækifæri á að koma fram og kynna þær leiðir sem þeim hugnast okkur til betri framtíðar og gömlum öflum tækifæri á að hreinsa til í sínum ranni því hvort sem að fólki líkar það betur eða verr þá er hluti reiðinnar vegna þess að enn er þar innan dyra fólk sem að var þáttakendur í þeirri atburðarrás sem að leiddi að lokum til algjörs hruns.
Ég hef ekkert á móti þeim einstaklingum og er maður fyrirgefningar en meðan hinn almenni borgari sér árangur áralangrar vinnu verða að engu fyrir framan nefið á honum og  þarf sér á eftir afkomendum sínum úr landi en leikendur í hruninu halda áfram eins og ekkert hafi í skorist, þá er stund fyrirgefningar ekki runnin upp.

Sem þátt í sparnaði og endurreisn mætti síðan setja lög um það að þingmenn þjóðþingsins sem að myndu missa vinnu sína vegna þessarar aðgerðar og ættu þar af leiðandi rétt á biðlaunum fengju laun sem að tækju mið af atvinnuleysisbótum þeim sem þeir hafa skapað þegnum sínum þau biðlaun væru síðan tekjutengd eins og þau hin sömu stjórnvöld hafa tekjutengt allt sem snýr að þegnunum og þannig stuðlað að því að tortíma sjálfsbjargarviðleytni og stóreflt svarta hagkerfið.

Það varð síðan ekki þingmanni einum til framdráttar í huga mínum þó hann benti mér á að ég væri eins og þjóðin orðin allt of feitur og það hefði verið miklu verra fyrir svona ca 100 árum síðan.

En nóg að sinni um ástæður þess að ég mætti á Austurvöll í kvöld.


mbl.is Samstaða á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgreip heimahaga

Það virðist ekki vera nóg að flytja til annarra landa til að losna undan helgreipum Íslenskra heimahaga og þeim ósiðum sem þar stundaðir eru með fullum stuðning stjórnvalda og launþegahreyfingarinnar að mínu áliti.


Ég bendi þeim sem að halda að þetta hafi eitthvað með Noreg eða norska atvinnurekendur að gera að Googla þetta fyrirtæki og staðsetningu þess. En ég sé ekki betur en sé það gert en að það sé alíslenskt.

En það er gott að vita að þetta sé allt misskilningur eins og haft er eftir verkefnastjóranum en hann segir að  "vissulega séu greidd lág laun en það stafi af misskilningi"
Mig furðar hver misskilningurinn það er ekki hægt að miskilja launaupphæðina menn í fyrirtækjarekstri hljót að hafa gott verð skyn og vita að upphæðin er lág meira að segja á Íslenskan mælikvarða.

Var miskilningurinn kannski fólgin í því að menn héldu að þeir kæmust upp með þetta í Noregi eins og  þeir virðast komast upp með hér heima.

Ég vona að Norska vinnueftirlitið taki á þesu máli af fullri hörku og sýni þeim og öðrum Íslenskum ryrirtækjum að það borgi sig ekki að hefja útflutning á þessari sérþekkingu frá Íslandi það er ljóst að mínu viti að ekki gera neinar Íslenkar stofnanir það.

Landar mínir sem flúið hafa land og vinna erlendis fjarri heimahögum eiga það ekki skilið að heimahagarnir elti þá út yfir gröf og dauð og riðlast  sé á þeim hvert sem þeir fara.

Þetta er því alíslenskt mál en hefur ekkert með Norskt siðferði að gera eins og sumir vilja halda  


mbl.is Unnu í Noregi fyrir lúsarlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höggvið í sama knérunn

Gæfulausri ríkisstjórninni verður fátt að vopni og hugmyndaleysið ríður röftum á stjórnarheimilinu. Það er marg búið að benda á að buið er að skatta þessa hluti yfir þolmörk almennings og þetta mun einungis leiða til meiri samdráttar. Það er athyglisvert að þó olíverð hafi fallið á markaði núna hefur ekki einusinni félagið sem að allir brosa þegar þeir skipta við séð sóma sinn í að lækka orkuverð hvað þá félagið sem að lífeyrissjóðirnir okkar eiga. En sannið til ef verð hækkaði á morgun myndu þau öll hækka þó að þau hafi ekkert lækkað. Og það versta er að þetta lyfitr lánunum okkar og þeir sem að hafa fengið 110% niðurfellingu þurfa að fara í hana aftur og aftur og enn aftur og þeir sem ekki voru komniir í þá skuldastöðu lenda í henni. Kannski það sé skjaldborgin að setja alla á hausinn svo hægt sé að hjálpa öllum það er sennilega velferðin sem átt er við
mbl.is Hækka skatta á bensín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband