Stjórnvöld ættu að skammast sín.

Stjórnvöld ættu að skammast sín þau hafa ekkert gert nema að lengja í hengingaról heimilanna og það er ömurlegt að horfa á hvernig þeim virðist vera slétt sama um þegna sína.
Össur sést ekki hann er svo upptekin í Brussel eða það vona ég hann er allavega horfin af yfirborði jarðar kannski er hann að reyna að gleymast. 
Steingrímur orðin jafnstór í rekstri og Jón Ásgeir og Jóhanna gerir sér ekki grein fyrir því að það fer kuldahrollur um þegna hennar þegar þeir hugsa til hinnar skelfilegu setningar "Minn tími er komin"  Það er ömurlegt að vera Íslendingur í dag.

Það er síðan enn athyglisverðara að hlusta á umræðuna og fréttir og reyna að finna út hver andskotinn gengur á. Félagsmálaráðherra vill frysta öll laun en það virðist vera hans eigin skoðun Steingrímur hefur ekkert heyrt minnst á það né launþegahreyfinginn. Þessi sami félagsmálaráðherra er meðlimur í ríkisstjórn sem er uppvís að því að reyna að finna leiðir framhjá kjararáði til þess að geta yfirborgað Seðlabankastjóra kannski eiga þau laun að koma úr frystingu launa annarra ríkisstarfsmanna. Ekki reyna að segja mér að stjórnvöld viti ekki hvað undirsátar þeirra gera þó að þau þykist ekkert hafa vitað af málinu.

Steingrímur segir síðan að miljóna laun i bönkunum það er Landsbanka komi honum ekki við þau séu ekki á hans forsjá.

Kastljós kvöldsins var síðan athyglisvert ég hélt að Árni væri orðin fréttamaður en spyrilinn væri félagsmálaráðherra því að hún fór hamförum í að reyna að réttlæta launafrystingu ríkisstarfsmanna að mínu mati, skildi hún ekki vita að hún er ríkisstarfsmaður, hvernig væri að spara með því að hætta að sjónvarpa á fimmtudögum og loka sjónvarpinu einn mánuð á sumri það var svoleiðis.

Síðan er það Kínagrýlan það er gefið í skyn að við verðum í frosti hjá öllum siðmenntuðum þjóðum ef við eigum viðskipti við Kína það voru endurteknar spurningar í þá veru í fréttum í dag. Hvernig er það átta menn sig ekki á að stór hluti heimsins á í viðskiptum við Kína ég spyr mig hvað liggur að baki þessara spurninga fréttamanna oft á tíðum ég get ekki skilið það en Kastljósið var skrítið og er enn skrítnara þegar ég horfði á það í annað skipti er spyrillinn að fara í framboð fyrir Samfylkinguna eða hvað.

Formaður ASI náði líka nýjum hæðum í dag þegar hann fór að gefa í skyn að það yrði nú að passa að hingað kæmu ekki vondir verkamenn frá Kína sem að eyðilegðu Íslenskt atvinnulíf ég veit ekki betur en að okkar ágæti formaður sé fylgjandi ESB og þar með fylgjandi því að hingað flykkist láglaunavinnuafl frá hinum fátækari ríkjum ESB ég veit alveg hvernig ástandið var hér í uppsveiflunni og ég hef líka mína skoðun á þeim aðgerðum eða aðgerðarleysi sem að verkalýðshreyfinginn sýndi þá. En þessi orð fá mig til að halda að ódýrt ESB vinnuafl sé ASI þóknanlegra en Kínverskt. Við skulum síðan ekki gleyma því hvernig ASI berst fyrir verðtryggingunni til að vernda lífeyrissjóðina sem að arðræna okkur alla æfi og vona síðan að við köfnum á afmælistertunni á 67 ára afmælinu svo að þeir geti stungið ævigreiðslunum okkar í hýtina. Hef oft furðað mig á hvað verður um greiðslur þeirra sem falla frá fyrir aldur fram en mín skoðun er sú að þeir séu lífeyrissjóðunum þóknanlegri en aðrir lái mér hver sem vill fyrir þá skoðun.
Ég er meira hallur undir Kínverskt fjármagn heldur en fjármagn fyrrverandi útrásarvíkinga sem að ekkert geta byggt hér upp nema að fá margfaldan afslátt af öllu og það þó að ég aðhyllist skoðanir sem eru eins langt frá Kínversku kerfi eins og mögulegt er.

Nei ég held að stjórnvöld ættu að skammast sín og hundskast í burtu því bara sú staðreynd að 22000 einstaklingar séu í vandræðum og stjórnvöld halda því fram að hér sé allt í góðum gír og aðgerðir þeirra svínvirki þau stjórnvöld eru að mínu mati ekki starfi sínu vaxin og ættu að sjá sóma sinn í að slíta þingi og boða til kosninga strax.

Getur síðan einhver sagt mér að skynsemina í því að 63 einstaklingar ásamt hjálparkokkum haldi í sumarfrí í byrjun júní og mæti aftur um veturnætur meðan landið brennur er ekki einfaldast að þessir einstaklingar fái greiddan sinn  frímánuð og síðan ekki neitt fyrr en mætt er til vinnu aftur ég sem vinnuveitandi þeirra sé allavega ekki ástæðu til að greiða þeim laun yfir þennan tíma. Það að þau þurfi að fá þetta frí til að vera í kjördæmunum er vitleysa það er orðið hægt að fara um landið og sinna sínum erindum á innan við viku og ég man ekki betur en að þessir einstaklingar hafi fengið starfsviku í vetur eins og skólabörn til að sinna vinnunni sinni. Svo frá mínum bæjardyrum séð virðist þurfa að gefa þeim frí til að þeir geti unnið ég næ því ekki frekar en margri annarri vitleysu sem hér er í gangi þessa dagana.

Eins og stendur í einhverstaðar þá virðist oss verða flest til ógæfu um þessar mundir.


mbl.is Um 22 þúsund á vanskilaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband