Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Eldarnir brenna

Stjórnmálamönnum er tíðrætt um elda í dag. Það eru logar byltingar ófriðarbál, kettir leika sér að eldinum og guð má vita hvað.

Held þó að félagarnir  við Austurvöll  ættu nú að skoða hvort  það gætu flogið neistar yfir lækinn og kveikt í sinunni í þeirra eigin bakgarði nóg er þar af eldsmat að mínu mati.

Gott er að vita að Íslenskir þingmenn hafa tíma til að minna okkur á hver skylda okkar gagnvart útlendingum.

"Sagði Birgitta, að það sé skylda Íslendinga að styðja baráttu Egypta fyrir betra lífi og og fordæma þá ritskoðun, harðræði og ferlisskerðingu, sem Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hefði beitt almenning"

Og Össur elskar tjáningarfrelsið
"Össur sagðist taka undir fordæmingu Birgittu á því að fólk hefði verið svipt tjáningarfrelsi og að sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera hafi verið lokað í Egyptalandi." 

Össur hefur áhyggjur af AL-Jazera.
Þar sem að Össur ræður ríkjum er ekki gert svona Velferðarstjórnin gerir ekki svona en hún tekur hluta af rekstrar fé þeirrar stöðvar sem undir hana heyrir þannig að stöðin er orðin svo leiðinleg vegna fjárskorts til dagskrárgerðar að ekki nokkur maður horfir eða hlustar á hana lengur. Því þarf ekki að loka henni og þó að einhver hlustaði á hana er hún svo hliðholl velferðarstjórninni að eftir er tekið

Sem dæmi um gæðin og metnaðinn syndi umrædd stöð ævintýri eftir  HC ANdersen  með dönsku tali á jólunum ævintýri sem ætlað er börnum sem að ekki er hægt að gera kröfu um að séu læs og sáu ekki sóma sinn í að hafa talið Íslenskt.
En stjórnvöld hikuðu ekki við að taka hluta af afnotagjöldunum enda alltaf hægt að sækja meira til skrílsins.

En að þeir sambandslausu við Austurvöll hafi áhyggjur af því sem skeður í útlöndum. Ég segi bara lítið niður á fætur ykkar og athugið hvað er að ske annars er hætt við að þið dettið fljótlega.

 

 


mbl.is Logi byltingar fer yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er lausnin að taka slátur saman.

Steingrímur vill ekki að verið sé að hræra í innyflum annarra og það er virðingarverð afstaða.
Það er nokkuð víst að ef maður ætlar að breyta hlutum byrjar maður á sjálfum sér ekki öðrum og Samfylkingin ætti að hafa það í huga og fara í eigin innyfla skoðun hún telur sig jú jafnaðarflokk. En er hún það ekki finnst mér það.

Það er síðan góð hugmynd hjá ungliðum að  borða saman og fá sér kannski í tánna saman en foringjarnir ættu að taka þau til fyrirmyndar og gera eitthvað saman.

Því mæli ég með að órólega deildin í VG ásamt forustunni og Jóhanna og hennar kattarsmalar taki sig nú til og geri slátur saman. Þá geta þau hrært í innyflum án þess að nokkurt þeirra skaðist.

 


mbl.is Eigum ekki að „hræra í innyflum hvers annars“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byr Jóhanna hér?

Ég er hreinlega kjaftstopp og hvet fólk til að lesa ræðu forsætisráðherra fyrstu tæru vinstri stjórnarinnar og lesa hana vel það hvarflar að mér eftir lesturinn að Jóhanna búi ekki hér.

Samkvæmt ræðunni hefur samfélaginu verið breytt til hins betra, vinnubrögðum verið breytt, forgangsröðun samkvæmt hugsjón jöfnunar tekin upp, samdráttur stöðvaður og kaupmáttur vaxið svo að fá dæmi séu nefnd úr þessu dæmalausa plaggi.  

Eftir lesturinn er ég sannfærður um að Jóhanna hlýtur að búa í útlöndum Íslenskur veruleiki er henni allavega ekki kunnugur eða kaupmáttaaukning sú sem hún talar um hún kaupir sennilega ekki mjólkina á sínu heimili.

Jóhanna hlýtur með þessari ræðu að ætla að binda enda á líf ríkisstjórnarinnar ég neita að trúa því að VG séu svo heillum horfnir að þeir láti valta svona yfir sig og sín stefnumál án þess að snúast til varnar ef þeir gera það ekki er pólitískt líf þeirra á enda okkur sem að ekki fylgjum þeim að mali til lítils söknuðar.
VG þarf að fara að átta sig á því að stjórnmálaflokkur þarf að endurnýja umboðið sitt fyrr eða seinna og með sama áframhaldi verður það umboð álíka stórt róteind.

Okkar ágæti forsætisráðherra setti mikið ofan að mínu mati í vikunni þegar hún steytti hnefann framan í þjóðina og hvæsti að þetta væri allt Íhaldinu að kenna, hún sagði sem sagt að Hæstiréttur væri ekki hlutlaus og dæmdi ekki eftir lögum hún hlytum því að leysa Hæstarétt frá störfum ekki seinna en núna nema að hún viti að hún hafi ekki rétt fyrir sér, þá á hun sjálf að segja af sér einfaldlega vegna þess að æðsti forystumaður ríkis segir ekki svona.
Æðsti forystumaður ríkis byrjar ekki strax á því að reyna að finna leið framhjá dómi sem dæmt hefur eitthvað ólöglegt og það að viðra hugmyndina myndi leiða til kröfu um afsögn í lyðræðsisríki.
Yfirmaður dómsmála í ríki segir ekki að þetta sé smávægileg yfirsjón það hafi engin skaðast svo að það hafi verið í lagi að hleypa þessu í gegn bara segja skamm og gera betur næst.

Þá hlýtur að vera að ef ég ek yfir á rauðu ljósi og engin árekstur verður að ég þurfi ei að greiða sekt það skaðaðist jú engin eða hvers vegna að sekta fólk fyrir of hraðan akstur ef engin hefur skaðast eða ölvun við akstur.
Þetta er ekkert það sama segir fólk ofangreind brot eru alvarleg. Það má satt vera en hvað er stjórnaskrá hún er grunnlöggjöf hverrar þjóðar og það er skilyrðislaus krafa að við gerð hennar sé öll umgjörð í lagi og hafin yfir alla gagnrýni.

Þess vegna finnst mér að þeir kjörnir fulltrúar á þetta þing sem að lýsa því yfir að þessi dómur sé hálf marklaus eða ætla sér að taka sæti á einhverju syndarþingi hafi gert sig óhæfa til þess að setja ríki stjórnarskrá.
Stjórnarskrá sem að okkur ber að  fylgja en yrði sett af þingi,sem að æðsta löggjafarstofnun landsins hefur dæmt, að hafi verið ólöglega kosið.
Það væri eitthvað bilað við það eithvað svo ferlega Íslenskt.

Svona að lokum ef Hæstiréttur er svona kaunum hlaðinn var hann þá ekki jafn kaunum hlaðinn og íhaldssjúkur þegar hann dæmdi í vaxtamálum lánþega ? Ef að dómur hans um Stjórnlagaþing er ekki marktækur  á þá að fylgja dómi hans, hvernig á að greiða af myntkörfulánum, er sá dómur ekki lyka eitthvað íhaldsplot.
Af hverju gangrynir Jóhanna og stjórn hennar ekki þann dóm sem var sem snýttur úr þeirra nösum. Ef við miðum við að íhalds ásökun Jóhönnu í garð réttarins sé rétt, er þá sú réttlæting sem að stjórnvöld ljá þeim dómi tilkomin vegna þess að leiðir stjórnar og íhalds lágu saman þá???

Skora á fólk að lesa ræðuna þetta er athyglisverður lestur til dæmis "Skattkerfinu breytt til stóraukinnar tekjujöfnunnar og umhverfisskattar innleiddir".
Sei sei tekjujöfnunin er fólgin í því að hið nýja kolefnisgjald leggst af fullum þunga á barnafólk og yngra fólk með minni tekjur akandi á gömlum bílum sem nú bera ofurskatta meðan að eigandi Porsins getur endurnýjað hann fyrir millu minna og bifreiðagjöldin lækka líka Porsinn er svo umhverfisvænn  HALELUJA.
Afsakið meðan ég æli.

Svona eru nú flest öll verkin þessarar jafnaðarstjórnar ég gæti haldið áfram lengi enn.

Það sorglegasta er þó að vér aumir Íslendingar gerum ekki neitt til að berjast á móti þessu eða sækja okkar réttlæti.
Vantar leiðtoga? sennilega.
Kannski er öfundsýkin svo djúpstæð í okkur að við getum ekki staðið saman því það gæti leitt til þess að nágranni okkar fengi eitthvað meira en við.
Fyrr en við stöndum saman og rekum núverandi stjórnvöld já og stjórnarandstöðu af höndum okkar fáum við ekki það réttláta stjórnarfar hér í landi sem að börn okkar eiga skilið.

Og það með því skilyrði að við slysumst ekki til að kjósa yfir okkur einhverja grínara við þurfum stjórn venjulegs fólks sem að vinnur fyrir hinn almenna borgara eins og ein forustumaður verkalýðsfélags eins virðist gera nú um stundir enda strax reynt að taka hann niður af félögum synum í verkalyðsstétt ef marka má fréttir.

En mál að linni.


mbl.is Eru að leika sér að eldinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á vegum Samfylkingarinnar

Vil bara benda á og halda til haga að Haraldur situr í stjórn OR á ábyrgð Samfylkingarinnar nákvæmlega á sama hátt og að Samfylkinginn ber ábyrgð á því hvað gengur á í stjórn borgarinnar að mínu mati.

það er jú Samfylkingunni að kenna eða þakka að grínararnir eru við völd í Reykjavík við Reykvíkingar þurfum að muna það.


mbl.is Ummælin eru með ólíkindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hugsa málið upp á nytt

AUðvitað á að hugsa málið upp á nýtt og hætta við þetta þing það er ekkert við stjórnarskránna að sakast það eru þeir sem að ekki fóru eftir henni sem að þarf að tukta til.

Það á að hætta þessu bulli og fara að gera eitthvað hér í lýðveldinu annað enn að rolast um.

Maður heldur ekki áfram að spild brids í stofunni ef maður sér að eldhúsið logar. Svo er einnig með landsmálinn maður eiður ekki hudnruðum miljóna í einhverja óskilgreinda samkomu þegar að sumir þegnar mans búa við skarðan hlut.

Síðan ætti Jóhanna að sjá að tími stjórnar hennar er komin og líka farin.


mbl.is Ætti að hugsa málið upp á nýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverra er ábyrgðin

Hverjir bera ábyrgðina á stjórnafarinu á Íslandi í dag.

Mitt álit er að það sé Samfylkingin. Besti flokkurinn situr í skjóli Samfylkingar ríkistjórnin er leidd af Samfylkingunni, það er því ljóst hver ber ábyrgðina á því stjórnafari sem hér ríkir að mínu mati.

Að mínu mati ber Samfylkingin alla ábyrgð á gífurlegri hækkun fargjalda strætó, hækkun orkuverðs, dulbúinni hækkun fasteignagjalda með því að taka frárennslis gjöld út úr þeim og hækka síðan þau gjöld um tuga prósentu á  þessu og svo miklu fleiru ber Samfylkingin alla ábyrgð.

Af hverju? Jú fyrir Besta er þetta bara djókur grín og gaman skítt með það þó einhver börn og gamalmenni kveljist og fíli ekki grínið aðalmálið er að leika hlutverkið til enda rétt eins og Silvía Nótt.

Ég held að sumir ættu að horfa í spegil og kannski skipta út frasanum
"Helv foking fokk"  Fyrir annan og auðmjúkari sem oft heyrist í dramaleikritum og er  einhvern vegin svona. "Hvað hef ég gert.!"

Loforðið að svikja öll loforð kemur sér vel þessa dagana en það held ég að Dagur ætti að faa að hugsa málin fljótlega ef hann og aðrir Samfylkingarfélagar ætla að halda einhverju fylgi  í borginni að loknu þessu kjörtímabili.

 


mbl.is Samskiptin við minnihlutann tímaeyðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verndarstefna Besta flokksins

Það eg gott að Besti ætlar að fara að vernda eitthvað ég vona bara að þegar þeir hafa lokið við að vernda Ísbirni sem sagðir eru í útrýmingar hættu en hefur nú samt fjölgað verulega síðustu ár ef menn hafa fyrir því að kynna sér gögn frá Kanada til dæmis 
Ég vona að þegar ísbjarnarbjörgun er lokið að flokkurinn snúi sér að því að vernda 8 ara Reykvísk skólabörn sem ekki eiga fyrir strætó

Ég mæli með því að mynduð verði samtök sem hafa það að stefnu skrá sinni að flytja næsta Ísbjörn sem að landi kemur á skrifstofu Bestaflokksins honum til verndar.

Ef þetta er djókur eða mikið grín mikið gaman til að reyna að leiða huga almennnings frá arfalélegri stjórn borgarinnar nú um stundir að mínu mati . Þá virkar það ekki brandara úreldast nefnilega.


mbl.is Besti gegn ísbjarnardrápum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyndardómar lögfræðinnar. "Allir á völlinn"

Ekkert veit ég um lögfræði en ég veit að persónulega ætti ég erfitt með að skipta persónuleika mínum í tvo andstæða póla annan daginn að vinna af orku við að grafa upp allt saknæmt athæfi við fall bankanna og gera allt til að ná sakfellingu og verðmætum til baka.

En fara síðan beint úr því og velta við hverjum steini til að koma í veg fyrir að aðili sem sakaður er um samskonar brot verði fundin sekur og finna honum allt til málsbóta og geta gert það án þess að nokkurstaðar skarist nokkuð.

Ég tók fram að ég veit ekkert um lögfræði og eftir lestur fréttarinnar hef ég komist að því að að mínu mati veit ég heldur ekkert um hagsmunaárekstra

Svo eru fórráðamenn þessa lands og elítan eitthvað hissa á að það sjóði á lýðnum þau halda okkur mikið meiri fífl en við í raun erum

Allir á völlinn


mbl.is Verjandi situr í eftirlitsnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leirvogur Áramótaheit 1/25

Nú ætlar undirritaður aðeins að breyta út af vananum og setja hér á bloggið framvindu áramótaheitis sem er að labba allar gönguleiðir í bók sem að bloggari fékk í jólagjöf frá afkomendunum og er um 25 gönguleiðir á Reykjavíkur svæðinu.

Þessa helgina var ráðist á leið 14 ekki strætó þó að fréttirnar um að börnum væri hent út þar ættu þau ekki fyrir fargjaldinu hafi vakið hjá mér löngun til að hirta þá rekstrar aðila nokkuð.
Nei leið 14 er Leirvogur litur út fyrir að vera meðal löng einhverjir 6,6 Km og labbað er frá Eiðsgranda og hægt að velja tvo hringi og var sá lengri valinn með smá útúrdúr þar sem gangan hófst og endaði við heimadyr.

Gengið ver sem leið liggur í átt að Egilshöll eftir gangstéttum og þaðan yfir á malarstíg sem eins og ég átti eftir að komast að endaði skyndilega í ekki neinu eins og fleiri stígar á þessari leið minni. Þá var  bara að ganga í götukanti þangað til að stígnum sem liggur að Korpúlfstöðum var náð og hægt að stika hann.
Þar mátti dást að öðrum útivistareinstaklingum sem voru að iðka golf sér til ánægju og yndisauka ekki er þó laust við að göngugarpur léti lítið fara fyrir sér í Hagkaupsstrigaskóm og lopapeysu með ullar húfu og tvíþumla vettlinga þegar garparnir á vellinum stukku hver af öðrum upp í golfvagna sína eftir teigaskotinn. En útivera er jú útivera sama í hvaða formi hún er.

Þegar komið er framhjá Korpúlfstöðum endar stígurinn eins á sama hátt og minnst er á hér að ofan og við blasti graslendi löghlýðni göngugarps næstum aftraði honum frá því að stíga af stígnum og út á grasið, er ekki bannað að ganga á grasinu í þéttbyli eftir smá umhugsun var látið  vaða og stokkið á grasið og vonað að ekki væri verið að brjóta of margar reglugerðir umhverfisyfirvalda.

Iljar gamals sveitamanns glöddust við snertinguna við grasið þar sem arkað var yfir móann og sneitt framhjá afurðum grágæsa sem greinilega hafa ekki heyrt um að ekki megi skilja eftir saur á víðavangi.
Ég leiddi hugann að því hvort Svandís vissi hvað mikið af fræjum erlendra planta berist hingað í maga systra þeirra og bræðra á vordögum og festi þær rætur eru þær þá innlendar orðnar eða eru þær erlendar og þar með í útrýmingarskildu.
Sem í raun þýðir að við erum ekki að vernda náttúruna við erum að reyna að stöðva þróun hennar.

Þar sem ég skrölti eftir grasinu var mér litið á hið gífurlega magn af sinu alstaðar og nýlegir eldar komu í huga mér og get ég ekki annað en látið mér detta í hug að nágrenni borgarinnar sé að breytast í eina allsherjar eldgildru því verði þurrt og eldur kviknar í þurrum vindi mætti ekki mikið út af bera til að úr yrði heljar bál. Það laust í huga mér að kannski hafi almættið skapað grasbítana eftir fyrsta sinu eldinn en hafi ekki séð fyrir að síðasta sköpunar verk þess það upprétta myndi síðar banna grasbítana í fávisku sinni. 

Nóg um það leiðin lá að Korpu og niður með henni að Leirvogi og þá snúið aftur í átt að Grafarvogi eftir vel gerðum göngustíg fátt var að sjá nema meiri sinu en þegar komið var nær sjónum var ekki annað en hægt að tylla sér og hlusta smá stund á hafið það er ótrúlegt hvað niður öldunnar getur haft góð áhrif á sálartetrið.

Út með ströndinni var komið að listaverki vont er að ekki skuli vera merkt hver höfundurinn er né nafn verksins en úr fjarska hélt ég að um skipsflak væri að ræða vegna ryðlitarins en þegar nær var komið þá er um að ræða málmstrending nokkurn og sé horft á hann úr átt einni mæti halda að listamaðurinn eða konan hafi haft þann líkamspart kvenna sem að einungis konur mega nefna og skrifa um sem fyrirmynd af verkinu það flaug í huga mér ef svo væri þá væri nú gott að munninn snéri undan þeim vindi sem blés þennan morguninn.

Stikað var áfram og fátt til truflunar nema einn og einn hjólreiðamaður sem var næstum búin að keyra yfir göngugarp.
Hvernig er það eru ekki bjöllur á þessum gripum lengur.
Þeim til vorkunnar skal viðurkennast að göngulag mitt er frekar skrykkjótt með köflum enda sveimhugi með margskipt gleraugu í þokkabót.
Þó varð þetta mér uppspretta hugmyndar að sprotafyrirtæki. Svo er að fjölmargir þessara kappa voru með hunda í bandi sem drógu hjólhestana. Hvernig væri bíllaus Reykjavík 2012 ekki það að hún verði ekki bíllaus hvort eð er vegna skatta og gjalda, en hugmyndin um að Reykjavík verði fyrsta borgin þar sem menn ferðast á hjólhestum dregnum af hundum kom í huga mér.
Algerlega mengunarlaust og vistvænt hvert heimil ætti hund á hvern mann til ferðalaga það hitar húsin þeir éta það sem af borðum fellur og svo vernda þeir gegn innbrotsþófum. Það hefur hvarflað að mér að sækja um einkaleyfi á hugmyndinni.

En áfram var haldið framhjá Eiðisvíkinni þar sem að togarinn Íslendingur sökk 1926 og framhjá öðru listaverki eða ég held að það sé listaverk sem er einmanna stóll standandi við stíginn og mætti merkja betur eins og minnst hefur verið á. Væri að mínu mati til mikilla bóta að setja gínu í stólinn.

Þegar hér komið sögu var kaffi hungur farið að gera vart við sig og hert á göngunni framhjá listaverkunum ofan við gömlu áburðarverksmiðjuna sem að mínu viti væri frábær langtíma geymsla fyrir brotamenn. Það er alla vega nöturlegt að sjá þetta mikla húsnæði standa þarna arðlaust að því að virðist.

Restin af leiðinni var stikuð með kaffi ilm í nefinu og það var ánægður kappi sem skellti í sig kaffi og fór yfir gönguna. Tíminn sem gangan tók var 95 mín og vegalengd er um 7,5 til 8 km  1/25 af áramótaheiti lokið

 

 

 


ASI

Getur einhver sagt mér um hvaða samtök er hér að ræða og hvað þetta ASI er ??

Þetta er varla hagsmunafélag allra Íslenskra launþega hljómar alla vega ekki þannig ???

Upplýsingar vel þegnar


mbl.is ASÍ: Stefnan í Icesave hefur skaðað stöðu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband