Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Förum í neyslu verkfall

Ein af þeim leiðum til að berjast á móti og sýna samstöðu væri að fara í neysluverkfall sem getur verið fólgið í margskonar hlutum fjölskyldur gætu jafnvel haft gaman af því saman að finna leiðir á móti valdhöfum. Þeir ganga stöðugt á afkomu okkar og eina svarið er að snúa að þeim óæðri endanum og svara á móti.

Það má spara bensín með því að allit flykkist í almenningssamgöngur sem að engan vegin eru starfi sínu vaxnar fólk getur hjólað og labbað í vinnu þar sem því verður komið við að vísu myndu margir mæta of seint en það mætti skrifa á þá staðreynd að fólk á ekki lengur val og verður að nýta sér þessa leið til að komast ferða sinna. Síðan leggja menn inn númerin umvörpum og ríkið og tryggingarfélög og olíufélög verða af óhemju tekjum.

Mat verða allir að hafa en ég veit ekki betur en að okkur sé enn heimilt að veiða til matar af bryggjum og fjörum landsins fjölskyldur hópast á bryggjurnar til veiða og fá sér þyrskling til matar. íbúar höfuðborgarinnar setja niður kartöflur í görðum sínum og gerast sjálfbærir reisa hænsnakofa og ala hænur til eggja framleiðslu Kjöt yrði á boðstólum einu sinni í viku. Það þyrfti ekki margra mánaða aðgerð á þessu sviði til að seljendur endurskoðuð afurðaverð.Í sumum görðum mætti jafnvel vera með eina kú eða fimm kindur. Það má síðan tína söl og krækling og fjallagrös og hvanna rætur í hinum nýju þjóðlendum.

Hættum að versla vínanda og tökum upp gamla siði sem að ekki má nefna.

Nú er sumar skrúfum fyrir alla ofna til að lækka hitareikninga það eru flest hús hér það vel byggð að það er vel hægt yfir sumartímann. Slökkvið öll ljós nema nauðsynleg ljós minnkið kulda á kæli og frystitækjum niður í lágmark. Það má síðan hafa þró í garðinum og íbúar henda þangað sorpi og nýta gasið sem myndast til eldunar. Það yrðu þá hús samkomur í garðinum þar sem allir kæmu með það sem veitt hefði verið og elduðu það saman.

Margt fleira er hægt að gera til að spara og auka þær tekjur sem hægt er að leggja til hliðar.

 

 


Myndi ekki ske á Íslandi

Vegna þess að hið ásfangna par hefði ekki efni á því að setja bensín á bílin
mbl.is Kynlífið endaði með ósköpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RUV og ESB

Ég er hugsi yfir frétt Ríkisútvarpsins um aðild að ESB í kvöld. Hver var tilgangurinn með henni og hver var niðurstaðan.
Það var talað við konu sem að var ekki kynnt þannig að hver var hún var  hún fræðimaður eða bara kúnni í verslun.
Síðan var talað við aðra konu sem var jú kynnt og var fræðikona á þessu sviði.
En til hvers var fréttin sett fram ég náði því ekki. Hún fjallaði um hvað matvara og húnsæði myndi lækka mikið við inngöngu, en að vísu myndu sumar matvörur hækka.
Þetta var að mínu mati léleg frétt og illa dulin áróður.

Við erum þegar búin að undirgangast margar reglur ESB og það er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið afnemi tolla sem eru á vörum frá ESB, en hvaðan eiga þá þeir peningar sem að ríkið fær með þessum tollum að koma. Það var ekkert fjallað um það.
Mér fannst síðan konan sem talað var við vera hálfvegis að draga í land þetta var jú reynsla annarra þjóða og svo framvegis. Það er mín bjargfasta trú að hér muni ekkert breytast hvað varð til dæmis um lækkun á VSK sem að ríkistjórn Sjálfstæðismanna stóð fyrir hvert fór hún. Þetta var að mínu mati illa unnin áróðursfrétt og mér er farið að langa til að vita hvað veldur þessari Evrópu ást RÚV er það skipun frá stjórnvöldum eða eitthvað annað. Þetta er jú apparat sem að ég er skyldugur til að greiða gjöld til hvort sem að mér líkar betur eða ver. Það er lágmark að setja inn í svona umfjöllun hvers vegna vextir ættu að lækka hvers vegna að vöruverð ætti að lækka. Hvaða vörur þá og hvaða vörur myndu hækka en ekki svona yfirborðskennda umfjöllun alla á einn veg.

Svo væri gott ef að eins og einn af hinum svokölluðu fræðingum væri til í að leggja sinn akademíska heiður undir að þetta færi á þennan veg. Ég er orðinn þreyttur á órökstuttum fullyrðingum um að vextir lækki af því bara ef að þetta fólk hefur rétt fyrir sér og við erum þegar búnir að taka upp svo til alt regluverk ESB hvers vegna er þá ekki allt í sóma hér. Það er einhver fölsk nóta í þessari óperu.

Skattalækkun ?

Þyðir þetta að skattar og álögur á eldsneyti og birfreiðar minnka og þar með að vísitalan lækki. Kannski er stjórnin bara ekkert svo galin eftir allt. Neii þetta er öfugmæla setning. En það sem ég á við er ða fjölmargir skattar og gjöld eru eirnarmerkt vegaframkvæmdum er það ekki ólöglegt að taka þa síðan í annað. Eða er það bara ólöglegt þegar sumir gera eitthvað. Ég man ekki betur en að það sé ólöglegt að rástafa afmörkuðum tekjustofnum í annað. En þó er það gert trekk í trekk. En kannski ætlar Norræna velferðarstjórnin að fara að minnka álögur á þegna sína.
mbl.is Dæma fyrirtæki til gjaldþrots
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er FME að vakna ?

Það skildi þó ekki vera að FME sé að vakna en einhvern vegin finnst mér vera álíka vond lykt af þessu og kjötvörunni sem að nágranni minn var svo óheppin að kaupa og þurfti allt að því að elta um hverfið til að geta skilað henni aftur í viðkomandi verslun til að fá bætur fyrir þá efnavopna árás sem upp úr pokanum hafði sloppið.

Ég er líka með hausverk yfir þessu eins og Hildur Helga ekki vegna þess að mér sé neitt sérstaklega annt um Kópavogsmenn heldur vegna þess að ég beið spenntur við viðtækið í dag eftir fréttum af kærum á aðra þegna lýðveldisins sem að ekki skiluðu bestu ávöxtun sinna fjármuna heldur hafa falið þá á Gulleyjum víða um heim.

En ekkert kom engin kæra vegna viðskipta á grundvelli innherja þekkingar engar kærur vegna uppdiktaðra eiginfjárstaða engar kærur vegna notkunar banka  sem að þeir væru seðlaveski viðkomandi, engar kærur vegna þess að sjóðir fóru ekki að reglum um ávöxtun ekkert nákvæmlega ekkert annað en kæra á einu máli máli sem þó virðist hafa verið veittur frestur á til úrbóta og sá frestur ekki liðin.

Það er kannski að verða vinnuregla hjá Norrænu velferðarstjórninni að virða ekki fresti en samkvæmt því sem að ég las út úr fréttum fyrr á árinu gerði hún það ekki heldur varðandi SPRON.

Ekki veit ég þetta enda gegnsæi hér á landi svona eins og að reyna að lesa bók í gegnum sandblásið gler. En þó að ekki sé mikil sjón á gjörninginn finst mér á nefinu að það sé einhver lykt af þessu og ekki að sjá allavega enn að FME sé neitt að vakna heldur hafi bara bylt sér aðeins og sofnað aftur.


mbl.is Sjóðsbjörgun kærunnar virði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun of há?

Ég er nú orðin eins gamall og af grönum má sjá og farin að kalka en eitt man ég þó vel og það er að ég hef aldrei heyrt SA segja annað en að launahækkanir ríði þeim að fullu og breytir engu hvort að góðæri ríkir eða harðæri launahækkanir munu alltaf setja atvinnurekstur í landinu á hausinn, sérstaklega hækkanir á þá sem að lægstu launin hafa.

Ef að þessi söngur væri eitthvað öðruvísi nú þegar að raunveruleg ástæða er fyrir þessum söng, þá myndi mér bregða illilega. Ég vil þó minna atvinnurekendur á eitt að án launafólks eru þeir ekki lengur atvinnurekendur og ríkistjórninni er líka holt að muna að án skattgreiðenda og þjóðar er hún engin ríkisstjórn.

Það má kalla það sem er verið að gera núna ýmsum nöfnum en á Íslensku heitir það skipulögð kaupmáttarminnkun gerð í þeim tilgangi einum að skerða það fé sem fólk hefur milli handanna til að það eyði minna og hægt sé að taka stærri hluta í skatta.
Við skulum heldur ekki halda að stjórnvöld séu ekki skynsöm þau eru það eða hvers vegna haldið þið að virðisauki á svokölluðum sykri sé hækkaður með betri heilsu sem  afsökun til að fá fólk til að gleypa bitann.

Þessi skattur er hækkaður vegna þess að hann fer í vísitöluna og það vilja stjórnvöld vegna þess að sú hækkun hækkar skuldir okkar og greiðslubyrði þannig að við höfum enn minna fé milli handana til að eyða í það sem þau telja vitleysu. Þessi skattur hækkar lánin og þá sína fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir betri eignastöðu. Ímyndaða að mínu mati.  Þetta er einföld millifærsla frá okkur til Kaspers Jespers og Jónatans.

Stjórnvöld toppuðu samt sjálfan sig þegar þau reyndu að setja það í étanlegar umbúðir að hætt yrði að borga vexti af kröfum í ábyrgðasjóð launa. Sá biti var fegraður með því að þetta kæmi verr niður á körlum en konum ég held nú bara að það sé ekki allt í lagi hjá stjórnvöldum. Það er hámark lágkúrunnar að etja kynjunum saman til að afsaka gerðir sínar.

Í stuttu máli skammast stjórnvöld sín fyrir aðgerðir sínar og reyna að færa þær í kyngjanlegan búning svo að fólk gleypi þær hljóðalaust. Þetta var alþekkt aðferð í hundahreinsun í sveitinni í gamla daga en þá var niðurgangs meðalinu komið fyrir í kjötbita sem var svo troðið ofan í hundinn til að fá hann til að éta ósköpin. Niðurstaðan var sú sama hverjar sem umbúðirnar voru það er niðurgangur og uppsala og hræddur er ég um að niðurstaðan af efnahagsaðgerðum ríkisvaldsins verði svipuð fyrir þjóðina það er heiftarlegir iðraverkir með miklum vindgangi.


mbl.is Vond áhrif af uppsögn samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöldi doktora.

"Fjöldi doktora verður þá helmingur þess sem gerist í löndum Evrópu" Er hér um að ræða % tölu eða fjölda Við virðumst gleyma því stundum að við erum nú ekki nema 300.000 og svo virðist líka gleymast að það eru líka til önnur nám og atvinnusköpun heldur en fæst með doktorsgráðum. Þó að það sé kannski ekki eins fínt á tyllidögum og hljómi eins vel í skálaræðum þá er jú líka fólk á bakvið tjöldin sem lætur apparatið snúast. Eins og spaugstofan bendir stundum á.
mbl.is Íslendingar hafa verk að vinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gegnsæi?

Það er greinilegt að á hinum nýju tímum Lýðveldisins hafa verið teknir upp stjórnarhættir þar sem að gegnsæi ríkir og alt er upp á borðinu. Eða hvað??
mbl.is Tjáir sig ekki um vinnubrögð annarra sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæð mismunun?

Það kemur fram í fréttinni að það að hætta að greiða vexti á kröfurnar komi til með að bitna meir á körlum en konum. Ég skil þetta svo að það sé verið að ýja að því að þetta sé einskonar jákvæð mismunun til að hlífa konum sem jú oftar eru í láglaunastéttunum. En gæti það ekki verið að sumir þessara karla séu jú fyrirvinnur fjölskyldna sem að innihalda jafnvel konur sem að þá verða fyrir áhrifum af þessari aðgerð.
Ég er farin að hallast að því að ef einhverstaðar er til skilgreining á Norrænni velferðarstjórn með sósíalísku yfirbragði þurfi að fara að endurskrifa þá skilgreiningu.
mbl.is Hætta að greiða vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er spítt í lófana

Nú er spítt í lófana há FME ég vil ekki trúa því að það sé vegna þess hver á í hlut það getur bara ekki verið þó að illar raddir séu að hvísla því að manni. Það væri bara svo gaman ef að það væri spítt í lofana í öðrum málum líka.
Kannski sjáum við fljótlega kæru vegna lánaveitinga S Á sem virðist vera möguleiki á að hafi verið úr lífeyrissjóðum okkar eins og ég skil skýringar þar til bærra manna.
En ææ ég efast svo um það einhvernvegin en hver veit kannski er tími heiðarleikans og sannleikans runnin upp. Ég leifi mér þó að efast og það all mikið. En þetta mál allavega hefur farið hratt í gegn enda áríðandi að taka í þá sem rangt gera tala nú ekki um ef að þeir hafa forðað því að peningarnir brynnu upp í fjárfestingum innan bankakerfisins.

mbl.is Stjórn LSK kærð til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband