Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Alveg rétt hjá Áflfheiði

Þetta er alveg rétt hjá Álfheiði menn kusu ákveðna menn til ákveðinna verka.

Þess vegna er engin furða að þeir sem kusu vinstri græna séu ekki par hrifnir því þar sem var sagt austur fyrir kosningar er sagt vestur eftir kosningar.

Því hlýtur  að vera  skrítið þegar að fólk gerir þveröfugt við það sem að það ætlar að gera þegar það er komið á þing. Er það ekki svo.

Ég held að það sé lágmarkskrafa að fólk standi við það sem að það segist ætla að gera verði það kosið á þing en geri ekki eitthvað allt annað. Mér finnst svona hegðun  ekki bera merki um trúmensku við umbjóðendur sína heldur skýrt dæmi um eiginhagsmunapot sem að virðist ólæknandi í Íslenskri pólitík

Ég fór allt í einu að hugsa um eitt það er hvort að það gæti hafa haft mótunar áhrif á mig í uppvexti mínum að ég hafði á einu námsári tvo kennara annar hét Álfheiður Ingadóttir og hinn hét Hannes Hólmsteinn Gissurarson Það væri fróðlegt að skoða hvað hefur orðið um nemendur þessa bekkjar í Íslenskri lífsbaráttu.


mbl.is Þjóðin kaus um Icesave í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fjórðavaldið hættulegt.

New York Times hvetur til þess að hvalveiðar verði bannaðar og að þau ríki sem að ekki stundi hvalveiðar taki sig saman og knýi fram bann við hvalveiðum.
Meðal þeirra ríkja sem þeir telja upp sem ekki hvalveiðiríki eru Bandaríkin. Ég veit ekki betur en að Bandaríkin séu ein mesta hvalveiði þjóð í heimi ásamt þeim fjölda hvala sem að þeir drepa við aðrar veiðar.
En hér hentar ekki fjórðavaldinu að fjalla um það, sennilega er það að ganga erinda eiganda sinna og skapa sér vinsældir á auðveldan máta. Það er auðvelt að berja á einhverjum smáþjóðum.
Ég vona samt hvalanna vegna að Bandaríkin fari ekki að skipta sér af þeim önnur mál sem þeir hafa tekið að sér að leysa hafa ekki farið þannig að vert sé að líta á þá sem  einhverja sérstaka aðila í vandamálalausnum Allavega held ég að Víetnamar, Írakar, Afganar og Palestínu menn séu mér sammála um það.

Síðan vakti þessi frétt mig til umhugsunar um fjórða valdið hér. Er ekki hollt fyrir okkur sem að erum nærð af því sem þaðan kemur að muna að þetta eru ekkert annað en málpípur eigenda sinna þegar upp er staðið. Þetta eru nokkurskonar auglýsingastofur og ekkert annað. 
Fréttamenn sem að skoða báðar hliðar og leggja lóð á báðar hliðar vogarskálarinnar eru vandfundnir í dag mér dettur ekki neinn í hug svona í fljótu bragði. Heldur virðast margar fréttir vera unnar út frá skoðunum viðkomandi eða í þágu eigendanna.
Sem dæmi þá er þjóðinni nú neitað um skoðanakannanir á fylgi flokkanna. En eftir hrun þá voru hér kannanir annan hvern dag til að sýna fram á að stjórnvöld hefðu ekki fylgi fólksins var fjórða valdið þá að stuðla að stjórnarbyltingu. En í dag hentar það ekki fjölmiðlum og þeim sem að ráða því hvað birtist að stuðningur fólksins komi fram opinberlega þannig að í dag ver það stjórnvöld.
Evrópu umræðan er síðan sérkapítuli það virðist sem að Olí R stækkunarstjóri megi ekki hiksta án þess að Íslenskir fjölmiðlarbirti um það frétt það fer áberandi minna fyrir því sem að Breski íhaldmaðurinn sem hvetur okkur til að ganga ekki í sambandið segir

Við verðum alltaf að muna að fjórðavaldið er ekkert óspilltara en öll hin þetta snýst allt um gróða þegar upp er staðið ekkert annað en viðskipti sem dulin eru í klæðum ímyndaðra hugsjóna.

 


mbl.is Hvetur til algers hvalveiðibanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland best í heimi & meiri hrefnuveiðar.

Þessi dagur hefur verið yndislegur að elta sláttuvélina um garðinn raka grasið dytta að bílnum og láta huga reika og ber fyrirsögnin merki af deginum. Þegar maður er að slá reikar hugurinn um og í dag dvaldist hugur minn við icesave samningana sem að ég vil ekki samþykkja óbreytta. En ég fór að velta þessu fyrir mér frá öðru sjónarhorni það er verið að tala allt hér niður krónan ónýt hagkerfið lélegt fólkið með lélega framleiðslu per haus og svo framvegis.
Samt telja stórveldi Evrópu að þessi þjóð og þetta land standi undir drápsklyfjum sem að jafngilda Versalasamningunum að sagt er. Ekki stóð Þýskaland undir þeim og þeir leiddu til seinni heimstyrjaldarinnar að margra mati.
Út frá þessum hugsunum skil ég nú mun betur hvers vegna  ESB vill ná yfirráðum yfir Íslandi og auðæfum þess. Það liggur alveg borðleggjandi fyrir þegar maður skoðar þetta við búum einfaldlega í besta landi í heimi en því miður með stjórnvöld sem að mínu mati skrölta kannski í meðallagi. Því er það algjör nauðsyn fyrir okkur að standa vörð um fullveldið um landið og aldrei að framselja neinn yfirráða rétt yfir því eða auðlindum þess til erlends valds. Lengi lifi lýðveldið.

Varðandi hrefnuveiðarnar þá eldaði ég mér hrefnusteik í kvöld þvílíkt sælgæti bráðnaði í munni og rann ljúflega niður með 2009 árganginum af Gvendarbrunnavatni. Hefði getað borðað helmingi meira en er í aðhaldi til að koma mér úr þeim minni hluta hópi þjóðfélagsins sem að er frjálst að henda grjóti í þá í formi ummæla og skoðana. Það er meira að segja vitnað í okkur feita fólkið þegar þarf að auka skattheimtu í formi neysluskatta og þær byrðar lagðar á þjóðina til að forða okkur vanmáttugum frá helsi áts á óhollum vörum samt ótrúlegt hvað þær hollu eru dýrar. En hrefnukjötið er ekki dýrt svo endilega kæru landar prófið þetta er vara sem að ekki fæst í ESB að því er ég best veit. 

En aftur út í garðinn að hugsa meira. Eigið öll gott kvöld á þessum fallega sumardegi.


Áhugaverð forgangsröðun

Mér finnst þetta áhugaverð forgangsröðun hjá FME að fyrsta kæran sem að frá þeim komi skuli vera vegna aðgerða sem leiddu til þess að lífeyrissjóður þessi tapaði minna en Lífeyrissjóður hjá ríkinu samkvæmt tölum sem að voru í fréttum. Aðgerðin er ekki lögleg það er rétt en hefði það verið siðlegt að leggja peningana inn þar sem þeir hefðu sennilega tapast. Þetta er hið skrítnasta mál og það sem er líka ofarlega í huga mér er sú hraðferð sem að þetta hefur fengið hjá FME ef fresturinn átti að renna út núna í júní er það þá ekki dásamlegt að þeir skuli vera búnir að vinna þetta tilbúið til kæru núna strax. En ég spyr hvað með öll hin málin sem eru búin að veltast síðan i bankahruni. Lentu þau kannski bara ofan í skúffu og eru þar þangað til fennir yfir. Ég einhvern vegin get ekki að því gert að mér finnst lykt af þessu og þetta vera einmitt dæmi um þau vinnubrögð sem núna eru stunduð. Mál eru tekin fjölmiðlar notaðir til að kynda í glæðunum enda er orðið alveg greinilegt að fjölmiðlar að mínu mati bera eingöngu orðið fram það sem matreitt er í eldhúsum jafnaðarmanni með örfáum undantekningum, síðan er reitt til höggs og mér finnst að þetta sé gert til að róa liðið svona eins og einn og einn gladiator var brytjaður niður fyrir alþýðu Rómar keisaranum til dýrðar.

 


mbl.is „Og þá erum við í vanda"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýna vanþóknun sína

Hér er ein beinagrind hins hrunda hagkerfis borin til hvílu. Mislíki fólki hvernig farið var með það er til aðferð sem sýnir það. Það er að loka þeim miðlum sem til þessarar samsteypu tilheyra ekki flóknara en það.
mbl.is Íslensk afþreying gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafirring

Það er alvarleg veruleika firring ríkjandi í Norrænu velferðarstjórninni þarna munu lanin hækka um ca 16 til 20 miljarða. Það er orðið þjóðanauðsyn að losna við þessa stjórn STRAX!
mbl.is Boðar auknar álögur á áfengi og tóbak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæf ríkisstjórn

Það ekkert leyndarmál að það er mín skoðun að hér sitji ein alslappasta ríkisstjórn sem að ég hef orðið vitni af á þeim rúmu 50 árum sem að ég hef verið á plánetunni.
Við öllum vandræðum er eingöngu til eitt svar.

Sé spurt um hvernig eigi að styrkja krónuna er svarið við því er bara eitt, að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Sé spurt um hvernig eigi að lækka vexti er svarið við því er bara eitt, að sækja um aðild að Evrópusambandinu
Sé spurt um hvernig eigi að efla hagvöxt er svarið við því er bara eitt, að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Sé spurt um hvernig eigi að efla menningar líf er svarið við því er bara eitt, að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Það verður ekki langt að bíða að svarið við því hvernig eigi að lækna dulbeiðsli í kúm landsins sé svarið bara eitt það er að ganga í Evrópusambandið.

Ég ætla að leyfa mér að segja að þetta sé rangt sé svarið svona einfalt hvers vegna er allur heimurinn ekki komin í eitt hamingjusamt samband leitt af Evrópu sem allt lagar. 
Kannski hefur orðið sjálfstæði einhverja meiningu hjá einhverjum enn.

Téð samband bjargar engu við verðum komin á fullt skrið og kreppan að baki áður en að allt það ferli sem fylgir inngöngu er hálfnað. Og að við uppfyllum Mastrict sáttmálan meðan Icesave hangir yfir okkur er þvílík draumsýn að jafnvel ég sem er varla  meðalgreindur sé að þetta er draumsýn ,tálsýn sem að yljar ekki einu sinni.

Það sem er mér ofarlega í huga er hvað það er sem að veldur þessum mikla áhuga á inngöngu í téð samband, hvaða kostir það eru, sem að aðrir sjá en eru mér svo huldir ekki gleyma því að kostirnir eru fleirum huldir en mér.
Ég er nú svo illa innréttaður að ég er nokkuð viss um að það er meira en ást á þjóðinni sem að ræður þessum áhuga ákveðinna afla á inngöngu í téð batterí.

Okkur er nefnilega hollt að muna að mikið af þeirri útrás sem að kom okkur þangað sem við erum í dag var nefnilega í nafni ástar á þjóðinni tárvotir menn sem voru að þjóna þjóðinni og efla hag hennar í ósérhlífni útrásinni þeirri sömu þjóð sem að nú situr með víkingana á herðum sínum og hefur uppgötvað að ástin var ekki á þjóðinni heldur á hinu fallvalta glópagulli.
Ég hef ekki séð nein þau teikn á lofti enn sem að fullvissa mig um að mannlegt eðli hafi breyst og þetta sé eitthvað öðruvísi nú.

Töluverður hópur fólks fullyrðir nú að eini kosturinn sé að samþykkja Icesave  Því að sé það ekki gert fáum við ekki krónu í lán í mörg ár og þurfum þar að auki að lifa á því sem að við framleiðum sjálf.
Síðan er oft hnýtt aftan við að það sé auðvitað valkostur að borga ekki og verða þá fyrir þessum hamförum að þurfa að neyta þess sem að við framleiðum.
En það sé ekki valkostur sem að þetta fólk kjósi.

Athyglisvert er að það virðist vera fylgni með þessu viðhorfi fólks og ást til Evrópusambandsins og menntun virðist líka hafa eitthvað að segja.. Mér almúga manninum er alveg fyrirmunað að skilja þetta ég nefnilega hélt að lausnin á vandamálum okkar væri það að neyta þess sem við framleiddum og taka engin lán og framleiða upp í skuldina en kannski misskildi ég þetta. Það er jú varla hægt að bjóða nokkurri þjóð að lifa á hreinum landbúnaðarafurðum og fiskmeti til lengdar. Það er ekki fólki bjóðandi allavega ekki sumu fólki.

Það breytir því þó ekki að stöðugleiki ríkistjórnarinnar og öll hennar áætlun er byggð á því að skattleggja millistéttina í landinu út yfir gröf og dauða. Koma á varanlegum stöðugleika í atvinnu málum því að engin atvinnufyrirtæki er jú stöðugleiki í sjálfu sér draga þannig úr kaupmætti fólks að það noti eingöngu innlent og taki ekki lán.
Fyrir okkur það er okkur sem að erum í þeim hluta þjóðarinnar sem að á að skattpína skiptir engu máli þó að við lokum landamærum okkar og fáum engin lán við eigum engan pening eftir til að eyða í þannig munað þegar búið er að hækka skatta og gjöld lækka kaup og hækkandi vísitalan er búin að sjá  um afganginn. 


En það er náttúrlega rétt að hér eins og annarstaðar bæði í raunveruleika og bókmentum eru allir jafnir en sumir bara aðeins jafnari en aðrir. Svo kannski eru það einhverjir sem að sjá svignandi hlaðborð glens og gaman fyrir sig í glæsisölum Evrópskra halla meðan þeir ætla öðrum löndum sínum  að sofa á hálmi í hlöðunni.

Góða helgi


mbl.is Umsátur um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi?

Menn eru að þrasa um 2011 létu þó fyrir rest 2012 og 2013 bíða, ég hef ekki trú á að þessir aðilar verði við völd þá svo að þeir ættu að horfa til tíma þar sem að möguleiki er á að þeir geti komið einhverju til leiðar. 
Það er nær fyrir þessa gjörsamlega gagnslausu leiðtoga á öllum sviðum að ákveða hvað þeir ætli að gera 2009 og núna næstu daga.
Tækifærin eru alstaðar en fólk vill ekki sjá þau ég er farin að halda að alvarlegur verkvíði hái þessa ríkisstjórn, það er ekkert  gert.

Ég vil álver í Helguvík strax, sjúklinga innflutning strax framkvæmdir strax til að koma frosinni aflvél landsins af stað.

Við sem að vinnum við hreyfanlega og forgengilega hluti sem geta hrunið og með fólki sem að gerir mistök (allir gera mistök sumir viðurkenna þau bara ekki) Við vitum að þegar óhöpp verða þá þarf að grípa til skyndi aðgerða ef rör fer þá er betra að vefja það með rörateipi heldur en að setja puttann í gatið eins og ríkisstjórnin. Síðan framkvæmir maður fullnaðarviðgerð þegar að ástandið hefur róast.
Ef olía lekur niður gerir maður fyrst við lekann og  bætir á olíu áður en maður fer að þurrka upp og þrífa því að vélbúnaðurinn verður að snúast til að framleiðslu eða öryggi sé ekki stefnt í hættu. 


Til að setja aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þetta samhengi.
Þá er það eins og að ljósavél myndi fara að missa afl vegna stíflaðrar olíusíu ekki er hægt að skipta á systrasíu fyrri vélgæslumaður (síðasta ríkisstjórn) hafði skipt og skilið hana eftir drulluga.

Í stað þess að bretta upp ermarnar og finna nýja síu skella henni í aflofta eða jafnvel skipta yfir og hætta á augnabliks rafmagnsleysi þá fer núverandi ríkistjórn aðra leið hún eyðir tímanum í að bölva fyrri vélgæslumönnum og tekur út einn og einn notanda til að létta álagið og hylur þannig ástandið þangað til að hún er komin upp við vegg og það verður alvarlegur útsláttur í langan tíma því ekki hafði verið náð í nýja síu og vinna hafin við að setja hana í til að hægt væri að skipta yfir.

Þá loksins er farið í að laga vandamálið en vegna þess hvernig það var unnið þarf að gera það í rafmagnsleysi og svarta myrki og á meðan eyðilegst framleiðslan eða skipið rekur upp í fjöru.

Þetta er allavega mín sín á málið þessa dagana.

Þegar erfiðleikar og vandræði hafa steðjað að í lífinu hef ég haft orð viturs manns frá mínum æskuslóðum að leiðarljósi Hann sagði. "Betra er illt að gera en ekki neitt"


mbl.is Ekki meira en 45% skattar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða sáttmála ?

Hvaða stöðugleika sáttmála er verið að ógna. Hér ríkir stöðug verðbólga haldið uppi að stöðugt ráðalausari ríkisstjórnum. Stöðugt er gegnið á rétt almennings og stöðugt unnið að því að gera afkomu fólks verri. Stöðugt er logið að þjóðinni og sannleikanum haldið huldum. Stöðugt er unnið að því að klúðra því að þeir sem brotlegir eru hljóti makleg málagjöld. Stöðugt er unnið að því leynt og ljóst að svifta þjóðina fullveldi sínu. Og þetta er bara brot af þessu. Ef þetta er sá sáttmáli sem ógnað er þá má hann fara norður og niður fyrir mér og það bara all langt niður.
mbl.is Stöðugleikasáttmála ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uns sekt er sönnuð

Mikið væri nú gott ef menn hættu að reyna að slá pólitískar keilur Gunnar hlýtur að vera saklaus uns sekt er sönnuð. Hvað með aðra bæjarfulltrúa í stjórn sjóðsins munu þeir segja af sér. Og hvað ætli margir menn og konur og úr hvaða flokkum séu á biðlaunum sem stendur. Og sumir jafnvel á eftirlauna ósomanum.
mbl.is Vilja að Gunnar afsali sér biðlaunarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband