Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Óséð

Það eru fáir svo vitlausir að þeir skrifi undir bindandi samning án þess að lesa hann. Eftir þessari fullyrðingu minni mun ég skrá nöfn þeirra þingmanna sem að samþykkja samninginn um Icesave. Því að persóna sem að ekki les samning sem að hún samþykkir er ekki ábyrg persóna. Því skrái ég með mér þá sem að samþykkja og þeir munu ekki fá minn stuðning þar eftir. Það á einnig við um forseta lýðveldisins ef að hann skrifar undir lög þar sem forsendur eru ekki þekktar. Ég hvet þingmenn til að hugsa um þetta og landsmenn líka. Mynduð þið skrifa undir víxil án þess að vita hvað hann verður hár eða hvernig reglur um hann eru. Þessi samningur nær ekki einu sinni lágmarksneytendavernd.

Samþykkt þessa samnings væri að mínu mati vitavert gáleysi og allt að því  glæpur gegn okkur landsmönnum.


mbl.is Enskir dómstólar skera úr Icesave-deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón og séra Jón

Maður veldur banka tjóni og eyðileggur eign sem að banki er að taka til lúkningar skuldar. Samkvæmt Visi er maðurinn í yfirheyrslum og óvíst hvort hann verður í varðhaldi áfram.
Þarna var sem sagt eign banka eyðilögð og brugðist skjótt við. Ákveðnir aðilar eyðilögðu ævisparnað og eignir heillar þjóðar engin af þeim er í yfirheyrslu eða varðhaldi.
Sýnir þetta ekki forgangröðunina.
Ég vil beina því til bankans sem á í hlut og lögreglu að vera nú ekki að leita að sökudólgi í þessu máli því að mér finnst að eitt eigi yfir alla að ganga og hví ætti að leita að sökudólgi í þessu máli frekar en í eignarupptöku á heilli þjóð. Bankin má líka leiða hugan að því að það voru aðgerðir og stefna svoleiðis stofnana sem að ollu þeirri þróun sem að leiddi síðan til þessa verks.
mbl.is Bankinn fékk ekki lyklana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisbarátta?

Mér sýnist sjálfstæðisbarátta Jóhönnu og meðreiðarsveina bera svip af baráttu Gissurar í sýrutunnunni sem fékk síðan nafnbótina jarl. En það er sjálfstæðisbarátta sem snýst um að koma okkur sem fyrst undir erlend vald aftur.

Það er ekki sjálfstæði í mínum augum þó að Jóhönnu finnist það.

Til hamingju með daginn kæru landar.
Stöndum vörð um frelsi Lýðveldisins Íslands til þess að stjórna eigin málum um langa framtíð.


mbl.is Heyjum á ný sjálfstæðisbaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandamenn hvað?

I Dv  segir
"Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon fengu bandamenn í sinn hóp þegar norrænir forsætisráðherrar sögðu að þeir hefðu ekki viljað skrifa upp á lánafyrirgreiðslu til Íslands fyrr en eftir að gengið væri frá samkomulagi um Icesave"  Tilvitnun endar.

Mér finnst það skondið þegar talað er um bandamenn í þessu sambandi það er allavega ekki um að ræða bandamenn Íslensku þjóðarinnar og þá þýðir það líka að Jóhanna og Steingrímur eru ekki bandamenn þjóðarinnar að mínu mati. 

Það er greinilegt að fullveldisdagurinn verður hálf hráslagalegur í dag vitandi það að í raun eigum við fáa bandamenn Kaninn var hér meðan það hentaði honum Evrópusambandið vill aðgang að Norðurslóðum. Og nábúum okkar í Skandinaviu er slétt sama nema í orði það er einna helst að Færeyingar hafi sýnt vinareðli. 

En þess heldur eigum við að heiðra fullveldi þjóðarinnar í dag með því að standa vörð um það þó að það þýði að forustumönnum okkar verði ekki boðið í kokteil boð á erlendri grundu um stund. Það er mun betra að einangrast um stund heldur en að hlýta afarkostum.

Þeir geta jú bara verið heima eins og þjóðin..


Ráðþrota ríkisstjórn

Mér virðist að nú sé fátt um fína drætti varðandi stjórnarfar okkar og að stutt sé þess að bíða að landið verði endanlega selt í annað skipti allavega er ekki annað að sjá en að magnþrota stjórnvöld geti ekki annað leitað en til fjenda sinna eftir aðstoð við stjórnarhættina.

Það er alveg ótrúlegt að sjá fólk sem gekk um göturnar og vissi öðrum betur hvernig ætti að leysa málin meðan að það þurfti ekki að leysa þau það voru ekki vandamálin þá og öllu lofað sem nú er svikið.
 Nú er greinilegt að þetta sama fólk hefur ekki hugmynd um hvað það er að gera og getur fátt annað lagt til málana en hnútukast í þá sem að hafa aðrar skoðanir en hinar réttu og löglegu sem eru í gildi hér nú um stundir.


Eftirfarandi er haft eftir Steingrími.
"Steingrímur sagði  ljóst, að það verði þröngt um gjaldeyristekjur og aðrar tekjur í þjóðarbúinu ef heimsenda- og svartnættisspár formanns Framsóknarflokksins gengju eftir. Hitt væri ljóst, að það væri eitt mikilvægasta verkefni næstu missera að fá mynd af heildarstöðunni og hvernig íslenskur þjóðarbúskapur réði við þau áföll, sem dunið hefðu yfir. Unnið væri að því að sjá til þess að greiðslubyrði og vaxtabyrði dreifist þannig að það sé viðráðanlegt fyrir þjóðarbúskapinn."

Hér er hið dæmigerða hnútukast í Framsókn en Steingrímur hefur bara ekkert betra fram að færa en Framsókn.
En það sem að slær mig mest  eru eftirfarandi orð hæstvirt Fjármálaráðherra sem koma beint á eftir því sem að ofan stendur.

"Sagði Steingrímur að hollensk stjórnvöld hefðu m.a. boðið fram aðstoð sína við þetta."

Ég veit ekki til þess að Hollendingar hafi hlotið neitt kjörgengi sem stjórnvald hér í síðustu kosningum. 
Einnig bendi ég bendi á að við erum ekki gengin i ESB enn þannig að hvað sem síðar verður þá held ég að flest okkar geri þá kröfu til þess kosinna fulltrúa landstjórnarinnar að þeir vinni vinnuna sína og stjórni og muni hvaða eiða þeir sóru.
Ef að þeir geta þetta ekki hjálparlaust ber þeim þegar að segja af sér og rýma til fyrir nýju fólki en ekki sækja erlenda hjálp nóg er nú aðgert í Seðlabankanum nú þegar.


mbl.is Rætt um Icesave á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrum!

Ég spái því þegar að sagan dæmir nútímann þá verði þessi læti í kringum loftslagbreytingar talin skýrt dæmi um málefni þar sem stjórnmálamenn slá sig til riddara á málefni sem er svipað og nýju fötin keisarans, gegnsætt.
Hér er nefnilega ekki um neitt áþreifanlegt að ræða og efnið er mjög umdeilt ég hef skoðað þetta á netinu og það má finna alveg jafn góð rök á með og á móti.

En það er ekki það sem mér er þyrnir í augum heldur að stjórnmálamenn nýti sér málið til til dæmis skattlagningar, framleiðslu á störfum sem hafa engan hagnýtan tilgang og kvótasetningar til að geta tekið verðmæti frá fólkinu til að setja í ríkishítina.
Því að það borgar engin þennan mengunar skatt á endanum nema fólkið það er fyrra að fyrirtækin borgi hann þau velta honum í vöruverð sem að neytandin borgar að lokum.

Og til kóróna allt skrölta ráðamenn á einkaþotum á fundina vitandi það að flug er einn af stærri mengunarvöldum.
Ef ég væri ráðamaður myndi ég byrja á að  banna flug, hvers vegna jú ég er flughræddur og það myndi henta mér að banna það þá yrði að ferðast með skipum á gamla mátan.
Ég held að það sé svipað með ást stjórnmálamanna á þessum málaflokki hann hentar þeim til að beina athyglinni frá öðru. Umhyggjan er semsagt skrum.
Svona að lokum þá tel ég það glæp gegn okkur þjóðinni ef ráðamenn semja af sér varðandi losunarkvóta við þurfum á öllu því að halda sem að við höfum núna til að reisa þjóðfélagið við að nýju. Það er engin komin til með að segja að við þurfum að nýta þá alla en það er algjör fyrra að leggja fleiri myllusteina um hálsin á þjóðinni.
mbl.is Norræn stefna í umhverfismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir glæru.

Nú móðga ég sennilega einhvern en verð samt að láta þetta frá mér varlega. Ég varð nefnilega fyrir skyndilegri hugljómun við áhorf á einn ljósvakamiðilinn. Þar hafa birst í löngum bunum menn og konur sem að vita allt um hvað er að og hvað ber að varast og hvað ber að gera langskólamentað fólk með diplómu sem að ég kann ekki einu sinni að nefna.

En mér varð allt í einu ljóst þegar ég var að horfa að um 90% af þessum aðilum sem að ég hef séð eru glærir eins og ég kalla það. Hvað á ég við jú litarraft fólksins er upp til hópa hálflitlaust eiginlega hálfgegnsætt og greinilegt að útivinna eða almenn vinna hefur ekki verið hlutskipti þess á ævinni.

Er það knannski eitt af þeim stóru vandamálum sem að við eigum við að etja í dag að tengingin milli atvinnunnar sjálfrar og þeirra sem að alt vita er horfin. Verkin eru bara tölur á exel en verkþekkingin engin og með hruni þessarar tengingar hefur kannski tengingin milli Íslenskrar alþýðu og menntastéttar líka horfið. Eftir því sem að ég velti þessu meira fyrir mér og les meira um mál líðandi stundar held ég bara að það sé tilfellið.

Taka aftur upp óréttlátt kerfi

Það eru ekki mörg ár síðan að skattlagning á lífeyrisgreiðslur var lögð niður vegna þess að um tvísköttun var að ræða. Það getur vel verið að þetta sé ein af björgunar aðgerðunum en í guðana bænum ekki segja að hún rýri ekki ráðstöfunar tekjur hún gerir það bara ekki í dag heldur í sömu framtíð og Icesave dæmið. Skatturinn var nefnilega á vöxtum hjá okkur þangað til að úttekt kemur. Það er því verið að skerða rástöfunartekjur í framtíðinni tekjur á þeim tíma þegar fólk er orðið aldrað og þarf á þeim að halda vegna þess að þá verður heilbrigðiskerfið orðin rjúkandi rúst vegna Icesave.
mbl.is Greið leið gegnum vandann en dýrkeypt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég leyfi mér að efast.

Ég leyfi mér að efast um að hér ráði taugar til Íslands öllu um þessa hugmynd að byggja hér verksmiðju. Það hvarflar að mínu skítlega eðli að hér sé verið að nýta ástandið til að reyna að græða peninga sem er jú aðaldrifkraftur þeirra sem eiga peninga það er að græða meira. Ég leyfi mér að halda að þetta hafi ekkert með ást á Íslenskri þjóð að gera því ef sú ást væri til staðar hjá okkar útrásarvíkingum þá væri ástandið hér sennilega öðruvísi. Ég googlaði orðið Bakkavarar bræður og las það sem kom upp og eftir það er ég þeirrar skoðunar að ég sé frekar hlynntur því að aðrar leiðir verði farnar í uppbyggingu atvinnulífs hér. Ég bið afsökunar á þeirri skoðun minni að ég tel lífeyrissjóðnum mínum betur komið í öðru en uppbyggingu fyrir þetta fyrirtæki. Sem að mínu áliti er einn af nokkurum orsakavöldum þess að allar þær áætlanir sem að ég hef gert um líf mitt eru nú ónýtar.
mbl.is Verksmiðja Bakkavarar gæti skapað 750 ný störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er alrangt.

Þetta er alrangt að mínu mati.
Verði álverið í Straumsvík ekki stækkað og Helguvík ekki byggð þá dregst losun gróurhúsaloftegunda á Íslandi saman um 100% vegna þess að það verða allir farnir á hausinn og fluttir burt. Það er alveg ótrúlegt hvað raunveruleika tenging fólks nú á dögum hefur brostið. Tengingin við að það þarf að skapa verðmæti til útflutnings til að ná okkur upp úr Iceasave skuldunum.
Sömu aðilar og ætla sennilega að samþykkja skuldaklafann ætla líka að sjá til þess að það verði vonlaust að borga hann.
Áður en menn segja að ferðaþjónusta bjargi þessu athugið þá losun sem verður í flugi. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá verðum við að byggja hér upp mannfrekann iðnað ef við ætlum að ná okkur uppúr kreppunni.
Ég mæli með að ríkisstjórnin snúi sér að því að bjarga fólkinu í landinu og hætti að gera lif þess verra endalaust það er nógu slæmt samt nú um stundir.
mbl.is Samdráttur um 52% mögulegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband