RUV og ESB

Ég er hugsi yfir frétt Ríkisútvarpsins um aðild að ESB í kvöld. Hver var tilgangurinn með henni og hver var niðurstaðan.
Það var talað við konu sem að var ekki kynnt þannig að hver var hún var  hún fræðimaður eða bara kúnni í verslun.
Síðan var talað við aðra konu sem var jú kynnt og var fræðikona á þessu sviði.
En til hvers var fréttin sett fram ég náði því ekki. Hún fjallaði um hvað matvara og húnsæði myndi lækka mikið við inngöngu, en að vísu myndu sumar matvörur hækka.
Þetta var að mínu mati léleg frétt og illa dulin áróður.

Við erum þegar búin að undirgangast margar reglur ESB og það er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið afnemi tolla sem eru á vörum frá ESB, en hvaðan eiga þá þeir peningar sem að ríkið fær með þessum tollum að koma. Það var ekkert fjallað um það.
Mér fannst síðan konan sem talað var við vera hálfvegis að draga í land þetta var jú reynsla annarra þjóða og svo framvegis. Það er mín bjargfasta trú að hér muni ekkert breytast hvað varð til dæmis um lækkun á VSK sem að ríkistjórn Sjálfstæðismanna stóð fyrir hvert fór hún. Þetta var að mínu mati illa unnin áróðursfrétt og mér er farið að langa til að vita hvað veldur þessari Evrópu ást RÚV er það skipun frá stjórnvöldum eða eitthvað annað. Þetta er jú apparat sem að ég er skyldugur til að greiða gjöld til hvort sem að mér líkar betur eða ver. Það er lágmark að setja inn í svona umfjöllun hvers vegna vextir ættu að lækka hvers vegna að vöruverð ætti að lækka. Hvaða vörur þá og hvaða vörur myndu hækka en ekki svona yfirborðskennda umfjöllun alla á einn veg.

Svo væri gott ef að eins og einn af hinum svokölluðu fræðingum væri til í að leggja sinn akademíska heiður undir að þetta færi á þennan veg. Ég er orðinn þreyttur á órökstuttum fullyrðingum um að vextir lækki af því bara ef að þetta fólk hefur rétt fyrir sér og við erum þegar búnir að taka upp svo til alt regluverk ESB hvers vegna er þá ekki allt í sóma hér. Það er einhver fölsk nóta í þessari óperu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Takk fyrir góðan og þarfan pistil Jón Aðalsteinn. 

Upplifði þetta líka - nákvæmlega svona. 

Hvað er núna í gangi?  Rétti tíminn fyrir smá ESB sprett?  Nei, nótan er afar hjáróma og rammfölsk.   

Sigrún G. (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 22:05

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Kvöldið Sigrún  Já hvað er í gangi eins og dóttur dóttir mín segir svo oft þetta var alveg óskaplega skrýtin frétt

Jón Aðalsteinn Jónsson, 21.6.2009 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband