Jákvæð mismunun?

Það kemur fram í fréttinni að það að hætta að greiða vexti á kröfurnar komi til með að bitna meir á körlum en konum. Ég skil þetta svo að það sé verið að ýja að því að þetta sé einskonar jákvæð mismunun til að hlífa konum sem jú oftar eru í láglaunastéttunum. En gæti það ekki verið að sumir þessara karla séu jú fyrirvinnur fjölskyldna sem að innihalda jafnvel konur sem að þá verða fyrir áhrifum af þessari aðgerð.
Ég er farin að hallast að því að ef einhverstaðar er til skilgreining á Norrænni velferðarstjórn með sósíalísku yfirbragði þurfi að fara að endurskrifa þá skilgreiningu.
mbl.is Hætta að greiða vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert jákvætt við mismunun!

Gulli (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 10:54

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þar er ég algjörlega sammála þér Gulli

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.6.2009 kl. 11:00

3 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég rak líka augun í þetta karla og konu tal. Það er náttúrlega huggun harmi gegn og góð búbót fyrir láglaunakonuna sem fær launin sín vaxtalaus að vita að það eru fleiri kallar en konur sem lenda í þessu.

Ef þetta væri einhver raunveruleg jafnaðarmannastjórn þá mundi hún náttúrlega sjá til þess að þeir með lægstu launin kæmu betur útúr þessu en hinir ef að á annað borð þarf að vera að krukka í þetta.

Í staðinn eins og þú segir virðist eiga gera úr þessu einhverja jafnréttisspurningu þ.e. láta fleiri kallpunga en konur finna fyrir þessu.

Jón Bragi Sigurðsson, 20.6.2009 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband