Förum í neyslu verkfall

Ein af þeim leiðum til að berjast á móti og sýna samstöðu væri að fara í neysluverkfall sem getur verið fólgið í margskonar hlutum fjölskyldur gætu jafnvel haft gaman af því saman að finna leiðir á móti valdhöfum. Þeir ganga stöðugt á afkomu okkar og eina svarið er að snúa að þeim óæðri endanum og svara á móti.

Það má spara bensín með því að allit flykkist í almenningssamgöngur sem að engan vegin eru starfi sínu vaxnar fólk getur hjólað og labbað í vinnu þar sem því verður komið við að vísu myndu margir mæta of seint en það mætti skrifa á þá staðreynd að fólk á ekki lengur val og verður að nýta sér þessa leið til að komast ferða sinna. Síðan leggja menn inn númerin umvörpum og ríkið og tryggingarfélög og olíufélög verða af óhemju tekjum.

Mat verða allir að hafa en ég veit ekki betur en að okkur sé enn heimilt að veiða til matar af bryggjum og fjörum landsins fjölskyldur hópast á bryggjurnar til veiða og fá sér þyrskling til matar. íbúar höfuðborgarinnar setja niður kartöflur í görðum sínum og gerast sjálfbærir reisa hænsnakofa og ala hænur til eggja framleiðslu Kjöt yrði á boðstólum einu sinni í viku. Það þyrfti ekki margra mánaða aðgerð á þessu sviði til að seljendur endurskoðuð afurðaverð.Í sumum görðum mætti jafnvel vera með eina kú eða fimm kindur. Það má síðan tína söl og krækling og fjallagrös og hvanna rætur í hinum nýju þjóðlendum.

Hættum að versla vínanda og tökum upp gamla siði sem að ekki má nefna.

Nú er sumar skrúfum fyrir alla ofna til að lækka hitareikninga það eru flest hús hér það vel byggð að það er vel hægt yfir sumartímann. Slökkvið öll ljós nema nauðsynleg ljós minnkið kulda á kæli og frystitækjum niður í lágmark. Það má síðan hafa þró í garðinum og íbúar henda þangað sorpi og nýta gasið sem myndast til eldunar. Það yrðu þá hús samkomur í garðinum þar sem allir kæmu með það sem veitt hefði verið og elduðu það saman.

Margt fleira er hægt að gera til að spara og auka þær tekjur sem hægt er að leggja til hliðar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband