Er FME að vakna ?

Það skildi þó ekki vera að FME sé að vakna en einhvern vegin finnst mér vera álíka vond lykt af þessu og kjötvörunni sem að nágranni minn var svo óheppin að kaupa og þurfti allt að því að elta um hverfið til að geta skilað henni aftur í viðkomandi verslun til að fá bætur fyrir þá efnavopna árás sem upp úr pokanum hafði sloppið.

Ég er líka með hausverk yfir þessu eins og Hildur Helga ekki vegna þess að mér sé neitt sérstaklega annt um Kópavogsmenn heldur vegna þess að ég beið spenntur við viðtækið í dag eftir fréttum af kærum á aðra þegna lýðveldisins sem að ekki skiluðu bestu ávöxtun sinna fjármuna heldur hafa falið þá á Gulleyjum víða um heim.

En ekkert kom engin kæra vegna viðskipta á grundvelli innherja þekkingar engar kærur vegna uppdiktaðra eiginfjárstaða engar kærur vegna notkunar banka  sem að þeir væru seðlaveski viðkomandi, engar kærur vegna þess að sjóðir fóru ekki að reglum um ávöxtun ekkert nákvæmlega ekkert annað en kæra á einu máli máli sem þó virðist hafa verið veittur frestur á til úrbóta og sá frestur ekki liðin.

Það er kannski að verða vinnuregla hjá Norrænu velferðarstjórninni að virða ekki fresti en samkvæmt því sem að ég las út úr fréttum fyrr á árinu gerði hún það ekki heldur varðandi SPRON.

Ekki veit ég þetta enda gegnsæi hér á landi svona eins og að reyna að lesa bók í gegnum sandblásið gler. En þó að ekki sé mikil sjón á gjörninginn finst mér á nefinu að það sé einhver lykt af þessu og ekki að sjá allavega enn að FME sé neitt að vakna heldur hafi bara bylt sér aðeins og sofnað aftur.


mbl.is Sjóðsbjörgun kærunnar virði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband