Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
8.12.2009 | 22:10
Það hitnar og hitnar.
Ég leyfi mér að vitna í aðra frétt hér á Mogganum
"Það hefur snjóað mikið í vesturhluta Bandaríkjanna, en sjórinn er fremur snemma á ferðinni þennan veturinn. Víða hefur ekki verið kaldara í áraraðir og sumstaðar er um 60 cm þykkt snjólag á jörðu.Snjóbylur gekk yfir Reno í Nevada og segja veðurfræðingar að mikið eigi eftir að snjóa næstu daga. Ökumenn hafa víða lent í vandræðum og hefur slysatilkynningum fjölgað að undanförnu.Mjög kalt er í vesturhluta Montana og snjóbylur mun ganga yfir Arizona, en þar er hins vegar ekki eins kalt og í Montana. Þrátt fyrir það er mikill snjór í ríkinu. Óttast er að þar muni verða flóð þegar snjóa leysir"
Það er greinilega að kólna áður en að það hitnar en viss er ég um að þetta kuldakast kemur ekki til með að finnast á línuritum sanntrúaðra. Ég sá á síðasta ári skemmtileg ummæli Grænfriðungs eins sem að var til svara vegna kuldatíðar hann sagði " Ja sko það kólnar fyrst áður en það hitnar" Verst að ég týndi tenglinum á greinina með ummælunum í tölvuhruni.
Vil síðan benda öðrum vantrúuðum þa eftirfarandi link http://www.wnho.net/global_warming.htm
Loftlagsbreytingar af mannavöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2009 | 21:02
Að fara í stríð við náttúruna.
Það er víst ekki nóg fyrir blessaða Bandaríkjamenn að vera í óútkljáðum stríðum um gjörvalla heimsbyggðina heldur skal nú segja náttúrunni stríð á hendur. Heldur tel ég að þeir færist mikið í fang núna þeir hafa átt í basli við að leiða þau stríð til lykta sem að þeir hafa tekið sér á hendur undanfarin ár. Einhvern vegin tel ég að sólin verði ekki auðveldari viðfangs en Vietkong og Talibanar.
Sennileg mun þeim þó ekki skorta bandamenn í þessu stríði og hef ég trú á að i þessu tilfelli verði bæði okkar ástkæra umhverfisráðfrú og Árni nokkur Finnsson reiðubúin að vera í bandalagi hinna viljugu.
Síðan eru efasemdar menn eins og bloggari þessi sem að lesa söguna og komast að þeirri niðurstöðu að ísaldir hafa komið og farið jöklar hopað og sótt fram og allt án þess að undirritaður hafi verið til staðar til að valda því. Það var ekki einu sinni búið að finna upp bensínhákinn minn þegar að Vatnajökull var nefndur Klofajökull.
Sagan geymir heimildir um þetta hún geymir líka heimildir um ofsóknir og galdrabrennur stríð og ýmislegt athæfi mannkyns í gegnum aldirnar. Því var það að um varir vorar lék örlítið bros þegar Árni Finnsson fór að tala um nauðsyn þess að kirkjan legði sitt af mörkum í baráttunni við hlýnunina sem að menn deilir nú um hvort sé hlýnun yfirleitt.
Ég hef mikla trú á sambandi þessarar stofnunar við Guð en ef sá gamli á efri hæðinni hefur nú ákveðið af gæsku sinni að hlýja okkur aðeins er þá ekki kirkjan að fara út fyrir verksvið sitt ef hún mótmælir gjörðunum og biður hann um að skrúfa aðeins niður. Eða hvað var átt við á kirkjan að fara að skipta sér af veraldlegum hlutum eins og hvort meðlimir keyra á rafbíl eða bensín bíl og þá fordæma þá sem að nota kolefnisorkugjafa. Til bóta er þó að þeir geta keypt sér aflátskvittun í formi kolefnislosunarkvóta og þurfa ekki lengur að ganga til Rómar að sækja hann heldur geta komið við í Brussel.
Þó ég hafi trölla trú á minni ástsælu kirkju og mætti bænarinnar þá held ég að hún hafi ekki það afl sem þarf til að hafa áhrif á rigningar í Afríku. En kannski verður þróunin sú að við færumst hægt til baka í sögunni og þá skulum við muna að kuldaskeið hafa oft verið sá tími sem að mannkynið hefur lotið lægst í umgengni við hvort annað en þá er gott að vita að trúin geti hjálpað það skildi þó ekki vera að vér færum að fórna lömbum og geitum til að fá regn eða sól, svo tíðkaðist í karlrembu þjóðfélögum fyrri tíma að fórna hreinum meyjum lægi mikið við. Það má þó búast við vegna þeirrar þróunar sem að hefur orðið að nú yrðu það sveinar sem fórnað yrði á altari vonarinnar.
Á þessu er þó sá mikli hængur nú á dögum að svoleiðis hreinleikans einstaklingar eru vandfundnir nú á tímum hinna nýju Sódómu og Gómorru. Eitthvað annað yrði því almúginn að finna til að steikja á teini og býst ég við að heimsenda spámönnum yrði ekki skotaskuld að finna einhverja sökudólga til að taka pláss rauðhærðra fagurskapaðra kvenna sem voru vinsælar á bálköstum miðalda.
Í raun held ég og sú trú mín hefur styrkst að stjórnmálamenn sjái hér gott tækifæri til að hirða meira fé af fólki og margir vísindamenn sjái hér fasta vinnu með ágætis afkomu þessi trú mín styrktist við fréttir af tölvupóstum sem að fjölmiðlar hér hafa þó ekki séð ástæðu til að fjalla um nema í mýflugu mynd.
Okkur er hollt að muna að vísindamönnum hefur verið mislögð höndin Árni sagði 99,9 % vissu fyrir þessari þróun. Fyrir langa löngu var 99,9% vissa fyrir því að jörðin væri miðdepill alheimsins flöt og snérist ekki aðeins einn maður Galileo Galiley var á annarri skoðun hann var þetta 0,1% sem var á annarri skoðun og hver hafði rétt fyrir sér voru það 99,9% eða var það 0,1%. Vísindamenn hinna ýmsu tíma hafa komist að hinu og þessu sumir höfðu rétt fyrir sér aðrir ekki.
Eins og sagt var í kastljósinu í kvöld það sem maður setur inn í tölvulíkönin ræður því hvað kemur út úr þeim og reynsla okkar af tölulíkönunum sem notuð voru í Íslenska fjármálageiranum hlýtur að vekja einhvern vafa á notkun þessara apparata alla vega hjá okkur mörlöndunum. Ef ég miða við frostaveturinn 1918 hefur hlýnað svakalega en miði ég við síðustu ár hefur ekki hlýnað svo mjög.
Ég ætla því að bíða með að skrá mig í félagskap hinna viljugu í þessu máli og vera enn um sinn í þeim hóp sem að þykir bara nokkuð vænt um lofttegundina sem að veldur því að hér vaxa skógar ávextir og grænmeti og falleg blóm mér til yndisauka. Ég mun frekar stefna að því að henda minna rusli nýta mína hluti betur og auðvitað keyra minna en það hefur ekkert með gróðurhúsa áhrif að gera heldur fáránlega hátt verð á eldsneyti. Peningana sem að ég spara mun ég leggja fyrir til að geta höfðað mál á hendur þeim sem að spáðu hlýnunin ef svo skildi fara eins og aðrir spádómar segja að í kringum 2030 verði orðið skítkalt hér á plánetunni.
Bandaríkin taka á loftslagsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2009 | 19:00
Byrjað að undirbúa samþykki
Ég hef lengi haft mætur á Atla þó að ég sé honum ósammála um nokkurn vegin allt en ég hef talið þar fara mann sem trúr er sannfæringu sinni og viss um að það sem að hann gerir sé rétt.
Sé það tilfellið að hann sé að fara í frí til að þurfa ekki að vinna samkvæmt sannfæringu sinni þá get ég með góðri samvisku fækkað um einn í þeim hóp manna sem að ég hef talið vera í fyrirmyndarhópi stjórnmálamanna okkar.
Ég get ekki annað en tekið orð hans trúanleg um það að þetta hafi verið löngu undirbúið en þetta hefur sáð efa í huga mans og ekki verður hann minni ef hin fara nú að týnast í burtu. Eina ráðið í stöðunni er að staðgengill Atla greiði atkvæði á sama hátt og Atli hefði greitt.
Það myndi það slá á þessar hugrenningar ef Atli lýsti því yfir hvernig hann ætlaði að verja atkvæði sínu og staðgengillinn greiddi síðan atkvæði á sama hátt. Sama gildir um aðra þingmenn á Alþingi sem verða í fríi meðan Icesave er afgreitt hvar í flokki sem þeir eru. Þjóðin á rétt á því að vita hvaða nöfn eiga heima á minnismerkinu um þá sem að greiða samningum atkvæði svo að ekki þurfi að byggja annað til að minnast þeirra sem hlupu undan merkjum.
Atli í leyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2009 | 13:44
Enn er bullað
Er þetta sama fólkið og vill ekki taka skatt af inngreiðslum í lífeyrissjóði vegna þess að það hafi áhrif á framtíðina.
Ég sé engan mun á því nema kannski á verri veg að ætla að ráðstafa tekjum einhverra fyrirtækja allt til 2018 með sama áframhaldi verður ekkert fyrirtæki hér 2012 ef þessi stjórn ríkir mikið lengur.
Hvað á að koma í stað þessara skatta á þessum árum og er það tilviljun að stjórnin velur þau ár sem koma strax að loknu kjörtímabili hennar ef hún tórir það lengi sem að ég vona að æðri máttavöld forði oss frá.
Mig langar að vita hvað er hagstæðara við þessa aðgerð heldur en skatt af inngreiðslum í lífeyrissjóði sem að tíðkaðist árum saman og við lifðum ágætlega við.
Sjóðirnir hafa heldur ekki sýnt þá afkomu snild í ávöxtun að mínu mati að þeir eigi skilið að fá þessa peninga sem er betur varið í að greiða niður skuldir ríkisins.
Að mínu mati enn ein aðgerðin sem sýnir nauðsyn þess að skipta þessu fólki út núna!
Greiða fyrirfram vegna raforku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2009 | 22:49
Hið nýja Ísland brást
Það gamla Ísland sem að ég á við reis úr fátækt til velmegunar og sjálfstæðis á styttri tíma heldur en flest önnur lönd heimsins og það var ekki fyrr en með tilkomu hins nýja að það fór að falla undan fæti. Auðvitað voru brestir í því gamla en það voru að mestu traustabrestir en hið nýja hrundi eins og spilaborg.
Það var ekki fyrr en við hleyptum heimdraganum og gleymdum því sem að Íslenskt er að allt fór hér til fjandans.
Ég er eindregin fylgismaður þess að hið gamla Ísland verði endurvakið það Ísland sem að ég þekkti Ísland Gvendar Jaka, Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur Ólafs Jóhannessonar Bjarna Ben og fleiri stórmenna en að hið nýja Gucci Ísland verði jarðað með viðhöfn og snúi aldrei aftur og landmenn uni sér sem Íslendingar og þeir sem hafa ólæknandi þörf á að súpa rauðvín úti í hinum stóra heimi fari þá bara þangað en leifi okkur heimóttarlegu afdalasinnunum að vera hér í friði.
6.12.2009 | 14:22
Silfrið
Ég beið eftir þessu viðtali því að ég hélt að það yrði spunnið í það, ég varð því miður fyrir miklum vonbrigðum. Hér var enn á ferð Davíðsheilkennið ég er ekkert að mótmæla þeirri skoðun að Davíð sé Davíð en hvers vegna var ekkert fjallað um fjölmiðlafrumvarpið og þá sem að komu í veg fyrir það. Ég vil að sagan sé skoðuð frá öllum hliðum það er ekkert hvítt og svart heimurinn er grár.
Hver vegna óð svo höfundur í og úr, í öðru orðinu sagði hann að hann hefði kannski kveðið of sterkt að orði í hinu voru síðan aftur yfirlýsingar.
Þátturinn fjallaði að mestu um Davíð sem virðist stundum vera Agli ansi hugleikinn og síðan endaði þátturinn með ESB stuðnings yfirlýsingu og smá baktali um álver sem er vinsælt hjá þeim sem að hafa trygga afkomu hjá ríkisbatteríinu sem hirðir þó hellings pening úr þeim geira til að borga þeim sem mest eru á móti laun og styrki.
Eftir að hafa horft á Silfrið í dag eftir nokkurt hlé og ekki var fyrri parturinn betri sem hefði getað verið útsending frá Látrabjargi á varptíð því þar talaði hver ofan í annan og eina konan í hópnum sínu mest. Eftir að hafa horft núna aftur á Silfrið er ég enn sömu skoðunar og fyrr hvar má spara til að snúa rekstri RÚV úr tapi yfir í gróða. Að mínu mati hefur þessi frábæri þáttur lifað sitt besta og komin tími á að aðrir fái að spreyta sig og að tími sé komin til að Silfrið kveðji sviðið svona rétt eins og Davíð.
Að lokum verð ég að geta þess að ég trúi ekki fólki sem að aldrei horfir í augu manns þegar það talar við mann. Allan tíman sem viðtalið stóð sá ég aldrei viðmælanda líta beint í myndavélina. Það hefur svo sem ekkert að segja nema fyrir mig og hvernig ég hugsa en ég var alin upp við að fólk sem að heilsaði með þéttu handtaki og horfði í augu manns þegar það talaði við mann væri líklegra til að segja manni satt. Augun eru jú spegill sálarinnar er það ekki.
Boyes: Of mikil áhersla á ál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2009 | 14:04
Fjölmiðlar enn vita gagnslausir
Það sýnir best að stærri fjölmiðlar landsins eru enn vita gagnslausir að ekkert hefur verið fjallað um það í aðalfjölmiðli landsmanna að upp er að komast að vísindamenn hafa hagrætt gögnum fjórða valdið er enn jafn máttlaust og illa gert til að standa sína vakt nema að það þurfi að kalla til erlenda maðlimi þess til að fordæma einkarekin miðil sem ræður því nákvæmlega sjálfur hverja hann ræður og rekur.
Þessi ferð Svandísar konu sem að mínu mati má flokka sem eina af ástæðum atvinnuleysis á Íslandi verður í sögunni minnst sem skammarferð þar sem að löngunin til að slá pólitískar keilur og vissan um eigin fullkomleika varð þess valdandi að ráððherra brást hagsmunum þjóðar sinnar. Hlutur sem hefur skeð of oft undanfarin ár.
Íslendingar munu draga úr losun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2009 | 17:33
Að blekkja sjálfan sig.
Ef ég hækka skatta um smá í dag þá er það smá hækkun en ég minnist bara ekkert á að ég hækkaði þá í gær fyrradag og daginn þar áður líka. Síðan margfaldaði ég líka óbeina skatta. Mikið er gott að vera svona góður í að blekkja sjálfan sig ég vil bara benda á það að þó að honum takist að blekkja einhvern hluta þjóðarinnar þá er stór hluti hennar sem að hefur ekki látið blekkjast
Skattafrumvörp til nefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2009 | 17:28
Ég er ekkert hissa á því.
Það er samt hollt að hafa í huga að þegar við sem vinnum í framleiðslugreinunum og við iðnað erum öll búin að missa vinnuna og farin af landi þá eru orðnir fáir til að borga þann pening sem að þarf til að reka batteríið en sú staðreynd hefur alltaf átt frekar erfiða leið inn fyrir höfuðskel þeirra sem að fylgja þessari stefnu.
Fagna lokum Varnarmálstofnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2009 | 07:05
Þjóð og þing
Úthýst úr Alþingishúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |