Að fara í stríð við náttúruna.

Það er víst ekki nóg fyrir blessaða Bandaríkjamenn að vera í óútkljáðum stríðum um gjörvalla heimsbyggðina heldur skal nú segja náttúrunni stríð á hendur. Heldur tel ég að þeir færist mikið í fang núna þeir hafa átt í basli við að leiða þau stríð til lykta sem að þeir hafa tekið sér á hendur undanfarin ár. Einhvern vegin tel ég að sólin verði ekki auðveldari viðfangs en Vietkong og Talibanar.

Sennileg mun þeim þó ekki skorta bandamenn í þessu stríði og hef ég trú á að i þessu tilfelli verði bæði okkar ástkæra umhverfisráðfrú og Árni nokkur Finnsson reiðubúin að vera í bandalagi hinna viljugu.

Síðan eru efasemdar menn eins og bloggari þessi sem að lesa söguna og komast að þeirri niðurstöðu að ísaldir hafa komið og farið jöklar hopað og sótt fram og allt án þess að undirritaður hafi verið til staðar til að valda því. Það var ekki einu sinni búið að finna upp bensínhákinn minn þegar að Vatnajökull var nefndur Klofajökull.

Sagan geymir heimildir um þetta hún geymir líka heimildir um ofsóknir og galdrabrennur stríð og ýmislegt athæfi mannkyns í gegnum aldirnar. Því var það að um varir vorar lék örlítið bros þegar Árni Finnsson fór að tala um nauðsyn þess að kirkjan legði sitt af mörkum í baráttunni við hlýnunina sem að menn deilir nú um hvort sé  hlýnun yfirleitt.
Ég hef mikla trú á sambandi þessarar stofnunar við Guð en ef sá gamli á efri hæðinni hefur nú ákveðið af gæsku sinni að hlýja okkur aðeins er þá ekki kirkjan að fara út fyrir verksvið sitt ef hún mótmælir gjörðunum og biður hann um að skrúfa aðeins niður. Eða hvað var átt við á kirkjan að fara að skipta sér af veraldlegum hlutum eins og hvort meðlimir keyra á rafbíl eða bensín bíl og þá fordæma þá sem að nota kolefnisorkugjafa. Til bóta er þó að þeir geta keypt sér aflátskvittun í formi kolefnislosunarkvóta og þurfa ekki lengur að ganga til Rómar að sækja hann heldur geta komið við í Brussel. 

Þó ég hafi trölla trú á minni ástsælu kirkju og mætti bænarinnar þá held ég að hún hafi ekki það afl sem þarf til að hafa áhrif á rigningar í Afríku. En kannski verður þróunin sú að við færumst hægt til baka í sögunni og þá skulum við muna að kuldaskeið hafa oft verið sá tími sem að mannkynið hefur lotið lægst í umgengni við hvort annað en þá er gott að vita að trúin geti hjálpað það skildi þó ekki vera að vér færum að fórna lömbum og geitum til að fá regn eða sól, svo tíðkaðist í karlrembu þjóðfélögum fyrri tíma að fórna hreinum meyjum lægi mikið við. Það má þó búast við vegna þeirrar þróunar sem að hefur orðið að nú yrðu það sveinar sem fórnað yrði á altari vonarinnar.
Á þessu er þó sá mikli hængur nú á dögum að svoleiðis hreinleikans einstaklingar eru vandfundnir nú á tímum hinna nýju Sódómu og Gómorru. Eitthvað annað yrði því almúginn að finna til að steikja á teini og býst ég við að heimsenda spámönnum yrði ekki skotaskuld að finna einhverja sökudólga til að taka pláss rauðhærðra fagurskapaðra kvenna sem voru vinsælar á bálköstum miðalda.

Í raun held ég og sú trú mín hefur styrkst að stjórnmálamenn sjái hér gott tækifæri til að hirða meira fé af fólki og margir vísindamenn sjái hér fasta vinnu með ágætis afkomu þessi trú mín styrktist við fréttir af tölvupóstum sem að fjölmiðlar hér hafa þó ekki séð ástæðu til að fjalla um nema í mýflugu mynd.

Okkur er hollt að muna að vísindamönnum hefur verið mislögð höndin Árni sagði 99,9 % vissu fyrir þessari þróun. Fyrir langa löngu var 99,9% vissa fyrir því að jörðin væri miðdepill alheimsins flöt og snérist ekki aðeins einn maður Galileo Galiley var á annarri skoðun hann var þetta 0,1% sem var á annarri skoðun og hver hafði rétt fyrir sér voru það 99,9% eða var það 0,1%. Vísindamenn hinna ýmsu tíma hafa komist að hinu og þessu sumir höfðu rétt fyrir sér aðrir ekki.

Eins og sagt var í kastljósinu í kvöld það sem maður setur inn í tölvulíkönin ræður því hvað kemur út úr þeim og reynsla okkar af tölulíkönunum sem notuð voru í Íslenska fjármálageiranum hlýtur að vekja einhvern vafa á notkun þessara apparata alla vega hjá okkur mörlöndunum. Ef ég miða við frostaveturinn 1918 hefur hlýnað svakalega en miði ég við síðustu ár hefur ekki hlýnað svo mjög.

Ég ætla því að bíða með að skrá mig í félagskap hinna viljugu í þessu máli og vera enn um sinn í þeim hóp sem að þykir bara nokkuð vænt um lofttegundina sem að veldur því að hér vaxa skógar ávextir og grænmeti og falleg blóm mér til yndisauka. Ég mun frekar stefna að því að henda minna rusli nýta mína hluti betur og auðvitað keyra minna en það hefur ekkert með gróðurhúsa áhrif að gera heldur fáránlega hátt verð á eldsneyti. Peningana sem að ég spara mun ég leggja fyrir til að geta höfðað mál á hendur þeim sem að spáðu hlýnunin ef svo skildi fara eins og aðrir spádómar segja að í kringum 2030 verði orðið skítkalt hér á plánetunni.


mbl.is Bandaríkin taka á loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón og takk fyrir að leggjast á þessar þörfu árar upplýsingar.  Ég horfi svo lítið á íslenskar fréttir í sjónvarpi eða mbl, en ég fór á vefinn og horfði á Glúm og Árna takast á í miklu bróðerni í slöppum þætti um þetta mál.  Kannski er Glúmur þreyttur á að rífast við Árna, kannski hafa Árni og félagar lamið Glúm í einhverju skúmaskoti á loftslagsráðstefnu (eins og Climategate tölvupóstarnir tala um að gera við Tim Ball), kannski rúv hafi bara passað sig að setja engan róttækling hinum megin við borðið.

Árni kallar eftir að kirkjunni sé beitt í loftslagsáróðri (eins og þú gerir grín að í bloggi þínu).  Þar apar hann eftir vísindaprestinum Al Gore, sem hefur útbúið glærur fyrir hin ýmsu trúarbrögð (kristni, múslíma, búddista o.s.frv).  Þegar vísindarökin eru að bregðast, þá er gott að halla sér að gömlu hækjunni.

En merkilegast er að þarna er Climategate nefnt, og látið eins og allir viti hvað það sé.  Ég spyr því, hefur RÚV eitthvað fjallað um málið, eða kemur það bara ókynnt í Kastljós sem viðbrögð við skvaldri á netinu?  Hefur þú séð eða heyrt fréttir um málið á rúv eða í massamiðli? 

Ég hef séð eina frétt í morgunblaðinu, þar var hún falin inni í hálfgerðu séð og heyrt skemmtiblaði, sem sé, svona eitthvað skrítið, ekki í raun frétt. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 10:19

2 identicon

PS - til lesenda þinna - ég verð að plögga þýddri grein um málið á síðu minni:

Umhverfiskrimmar í Köben, kavíar, einkaþotur og kynlífsstarfsmenn.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 10:21

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Takk fyrir innlitið veistu að ég skelfist hvað við mannkynið erum svag fyrir þeim sem að eru alltaf að segja okkur hvað sé rétt eða rangt hvert fór gagnrýnin hugsun. Ég trúði ekki útrásarvíkingunum og ég trúi ekki umhverfispostulunum. Því þegar kíkt er undir feldin snýst þetta allt um það sem kallað er sauðir forsetar sem fólk vill fá í eigin vasa. Greinin sem að ú settir hjá mér tekur siðan kórrétt á þessu og það er líka athyglsivert sem er á blogginu hans Kristins í dag. Það er líka rétt hjá þér fjölmiðlar hafa enn einu sinni brugðist hlutverki sínu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.12.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband