Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Að fylla í gat.

Ég verð að viðurkenna að mér finnst stjórnmálamenn leita langt yfir skammt í leit sinni að fituhnúðunum sem að má skera til að spara í rekstrinum. Þeir slá sömu keilurnar aftur og aftur það er skorið niður í heilbrigðismálum ráðist á sjómannafslátt og svo framvegis. Að öðru leiti finnst mér þeir haga sér eins og refurinn en sagt er að hann bíti aldrei nálægt greninu. Mér finnst eftir lestur á athugasemdum fjárlaganefndar ekki mikið til koma um sparnað í batteríinu og sumar tillögur um eyðslu eru hrein móðgun við fólk sem að nú berst í bökkum við að halda ofan á sér húsnæði sínu.

Eitt af því sem að ég uppgötvaði í þessari skoðun minni eru skattfríðindi embættismanna sem að mínu mati mega alt eins fjúka ef menn ætla að fara að ráðast á sjómannaafsláttinn

Sjá færslu um það é eftirfarandi tengli.

http://jaj.blog.is/blog/jaj/entry/991900/


mbl.is Sendiherrabústaður seldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Exelútreikningar

Hvernig dettur mönnum í hug að þessi upphæð skili sér 2009 210 milj 2010 1000 000.000 mismunur 790.000.000  Þetta er eitt af því sem að fólk dregur saman fólk leggur í og gerir allt til að komast hjá þessum skatti sennilega mun smygl aukast. Ef að önnur tekjuöflun er byggð á samskonar sandi þá má segja enn og aftur Guð hjálpi Íslandi.

Auk þess er spurning hvort að ekki ætti að fara að banna notkun Exel hér á landi.


mbl.is ÁTVR skili milljarði í ríkissjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju borga ekki allir skatta ?

Á vef Dómsmálaráðuneytis er reglugerð um tekju og eignaskatta þar kemur fram að hluti embættismanna er undanþegin tekju skatti af launum sínum. Ég verð að viðurkenna það að ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki sanngjarnt síðan er mér forvitni að vita eftirfarandi. Reglugerðin er hér neðar á blogginu.

1. Útvegar ríkið þessum embættismönnum einnig húsnæði án endurgjald.
2. Hver eru rökin fyrir þessu skattfrelsi.
3. Hvað er hér um marga embættismenn að ræða.
4. Hvað þiggja margir þessara einstaklinga einnig eftirlaun samkvæmt eftirlaunafrumvarpinu sem var.

Síðan má geta þess að samkvæmt vef Ríkisskattstjóra þá eru almennir dagpeningar núna  fyrir flokk 1 Euro 312  Flokk 2 Euro 265 FLokk 3  Euro 235 FLokkur 4 Euro 208 Kaupmannahöfn er í flokki 3 þannig að ef fólk vill reikna þá er hægt að taka þann fjölda embættismanna sem nú er á loftslagráðstefnu og finna kostnaðinn samkvæmt eftirfarandi  Fjöli embættismanna X dagafjöldi X 235 X 187 = Kostnaður í ISK
Þá fæst kostnaðurinn af ráðstefnunni að því gefnu að allir noti þessa dagpeninga til greiðslu á ferðakostnaði og ríkið greiði ekkert af þeim hluta utan við hinar almennu dagpeninga greiðslur. Síðan eftir því sem að ég veit best þá eru dagpeningar frádráttarbærir til skatts.

Hér er 5 grein reglugerðarinnar

Eftirtaldir menn eru undanþegnir tekjuskatti og eignarskatti:
1. Forseti Íslands.

2. Handhafar valds Forseta Íslands eru undanþegnir tekjuskatti af þeim launum, sem þeir fá fyrir það starf.

3. Þeir, sem starfa erlendis í þjónustu íslenska ríkisins, eru undanþegnir tekju­skatti af þeim launum, sem þeir fá fyrir slík störf. Þeir einir teljast starfa erlendis í þessu sambandi, sem eru fastráðnir, settir eða skipaðir starfsmenn á vegum utanríkisráðuneytisins við sendiráð Íslands, hjá útsendum ræðismönnum, eða eru fastir fulltrúar Íslands við alþjóðlegar stofnanir, sem Ísland er aðili að.

4. Embættismenn, fulltrúar og aðrir, sem erlendis starfa hjá alþjóðastofnunum eða ríkjasamtökum, eru undanþegnir tekjuskatti af þeim launum, sem þeir fá fyrir slík störf skv. því, sem ákveðið er í samningum þeim, sem Ísland er aðili að.            

5. Erlendir þjóðhöfðingjar og erlendir starfsmenn þeirra.

6. Sendiherrar erlendra ríkja, sendiræðismenn og erlendir starfsmenn við sendiráð erlendra ríkja. Sendiherra tekur hér til allra sendimanna annarra ríkja, sem eftir reglum þjóðaréttar teljast til diplómata. Starfsmennirnir verða að vera í fastri þjónustu sendiráðanna og hafa starfið að einkastarfi. Íslenskir starfs­menn sendiráðanna njóta engra ívilnana í skatti skv. þessari gr.

7. Konsúlar annarra ríkja, sem ekki eru íslenskir þegnar. Ef konsúllinn er íslenzk­ur þegn, hvort sem hann er sendikonsúll eða heimakonsúll, þá nýtur hann eigi skattfrelsis. Sama er um konsúla, sem að vísu eru ekki íslenskir þegnar, en eru þó ekki sendikonsúlar (consules missi), heldur eiga hér heimili af öðrum ástæð­um, t. d. sem kaupsýslumenn, forstjórar stofnana eða fyrirtækja o. s. frv., þeir verða skattskyldir hér.

8. Menn úr liði Bandaríkjanna, sem dvelja hér á landi skv, varnarsamningi frá 5. maí 1951, sbr. lög nr. 110/1951, skyldulið slíkra manna eða starfsmenn, sem ekki eru íslenzkir þegnar en ráðnir hafa verið til starfa vegna framkvæmda skv. samningnum.

Þeir, sem taldir eru í 3.-8. tl. þessarar gr., skulu þó gjalda hér skatt, ef þeir hafa hér tekjur skv. 3. gr. A. 1.-5. tl. eða eignir skv. 3. gr. B. 1.-3. tl., það er, þeir hafa sams konar skattskyldu sem erlendis heimilisfastir aðilar, greiða skatt af sömu tekjum og eignum, að undanteknum tekjum af embætti sínu eða starfi, sem þeir fá frá viðkomandi erlendri ríkisstjórn eða stofnun, er þeir starfa fyrir hér á landi. Þó gildir það sérákvæði hér, að því er snertir 3. gr. A. 1, að nægilegt er, að aðili hafi tekjur af fasteign, t. d. af framleigu sem ítakshafi o. s. frv., enda þótt hann eigi enga fasteign. Að öðru leyti gildir hér það, sem sagt er í 3. gr. um framangreinda liði, og skattur greiðist eingöngu af þar greindum tekjum og eignum, en engum öðrum.


Skyldulesning

Hvet fólk til að lesa viðhengið þar kemur ágætlega fram hvað leiðtogar vorir telja forgangsmál í landinu. Utanríkismál og síðan þair flokkar sem að snúa að þeim sem minna mega sín vekja athygli mína jú og svo umhverfisapparatið. Ég sé ekki ástæðu til að eiða peningum í fronleifagröft nú um stundir það sem er undir moldu hefur verið þar um aldir og unir sér þar vel nokkur ár í viðbót.
mbl.is 14,4 milljarða aukinn halli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir

Innan um leiðinlegar og slæmar fréttir þessa dagana slæðist ein og ein sem að má gleðjast yfir eins og þessi.

Ég óska Síldarvinnslunni og áhöfninni á Barða til hamingju með endurbæturnar og góðrar veiði á árinu sem nú fer í hönd.


mbl.is Íslensk vinnslulína í Barða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að leysast upp

Ráðstefnan er að leysast upp eins og skýin sem kannski er eins gott því að ég held hún sé ekki til þess gerð að skapa virðingu á leiðtogum okkar sem lofa og lofa og sama hlutnum jafnvel aftur bara í öðru formi. Hvaðan eiga til dæmis þeir peningar að koma sem að eiga að fara til þróunarlandana eitt er víst að almenningur á vesturlöndum er ekki aflögufær sem stendur og ef farið verður mikið dýpra í vasa hans verður hann í sömu stöðu og almenningur í Afríku.

En það sem kannski vekur meiri athygli mína og ég hef verið að skoða er kostnaður okkar við að senda fólk þarna út. Ég fór á vef ríkisskattstjóra og skoðaði upphæð dagpeninga sem greiddir eru ríkisstarfmönnum og reiknaði út miðað við 15 daga ráðstefnu talan sem að ég fékk var af því kaliberi að ég hvet þá sem vilja að fara á vefinn og reikna sjálfir ég alla vega fæ út tölu sem að ég á bágt með að trúa en fær sjómannaafsláttinn til að blikna í samanburði við hana.

Hefði bara ekki verið nær að vera heima og sleppa því að fara eins og hagsýn húsmóðir og um leið að láta vera að afsala þjóðinni miljörðum í loforðasamkeppni við aðra til að þykjast vera þjóð með þjóðum.

Það finnst mér og mér finnst líka að þegar fólk boðar niðurskurð þá eigi það að skera eigin hluti fyrst.


mbl.is Vonlítill um samkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottastir

Er nokkur furða að forsvarsmenn Lífeyrissjóða vilji halda dauðahaldi í verðtrygginguna sem langt er komin með að hylja arfaslakan árangur sömu sjóða í ávöxtun á undanförnum árum. Og enn lagast staðan þegar þessir sömu sjóðir verða búnir að loka Reykjavík af og rukka alla sem fara inn og alla sem fara út um vegatolla eins og ein tillagan hefur hljóðað upp á.

Eins og ég sagði flottastir Svo er bara spurning hvað mikið af þessari eignaaukningu er uppskrúfað bull með arfa vitlausri verðtryggingu sem nú eftir áramótin mun auka vermæti eignanna enn meir þegar að efnahagsaðgerðir ógnarstjórnarinnar taka gildi.


mbl.is Eignir lífeyrissjóðanna aukast milli mánaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er gagnrýnin umræða í fjölmiðlum

Hafa fjölmiðlar ekkert lært af bankahruni og annari umfjöllun ég er búin að hlusta á það þrisvar í kvöld að eyjar séu að sökkva fyrir það fyrsta sökkva eyjar ekki hafið getur risið og fæært land á kaf það getur líka brotið niður land Surtsey er hefur ekki sokkið síðan hún reis úr sæ heldur hefur hafið brotið úr henni skörð fossar sökkva ekki inn í landslag þeir brjóta sig inn í bergið. Náttúran er stöðugt að vinna við að móta landi. Ég tel mig ekki fara fram á mikið að fara fram á það að ríkisrekin fjölmiðill skoði mál frá öllum hliðum og þjóni öllum eigendum sínum allavega auglýsir hann það. En ég hef ekki orðið var við það lengi

Vil benda á þessa grein http://www.climatechangefraud.com/editorials/5536-seeing-through-hoax-of-the-century

 Hvet fólk til að lesa alla greinina en hér er smá hluti hennar :

Fact number
1: During the past 2000 years, sea levels have fluctuated with 5 peaks reaching 0.6m to 1.2m above present sea level. Fact number
2: From 1790 to 1970 sea levels were about 20cm higher than today.
Fact number 3: In the 1970s, the sea level fell by about 20cm to its present level.
Fact number 4: Sea levels have remained constant for the past 30 years “implying that there are no traces of any alarming ongoing sea level rise”.
Fact number 5 (and I am paraphrasing here): The notion presented by the President of the Maldives that his country will be flooded is bunkum


mbl.is Drög Dana gagnrýnd harkalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlastörf mikilvægari.

Smá frétt vakti athygli mína í morgun það er frétt um rannsókn sem að Gyða Margrét Pétursdóttir nýbakaður doktor í kynjafræði gerði. Fréttin er eftir Rúnar Pálmason og í mogganum í gær.

Eins og ég skil fréttina kemst hún þar að  þeirri niðurstöðu að starf þyki merkilegra ef að karlmaður sér um það.
Það sem að stingur mig er það að hún kemst að þessari niðurstöðu eftir að hafa talað við aðeins 48 einstaklinga sem er örprósenta af vinnandi fólki hér.

Síðan er þessi setning  " Í ritgerðinni minni horfi ég mikið á það sem er ósagt en má lesa á milli linana"

Þetta þýðir að mínu mati ef rétt er eftir haft að ritgerðin er að miklu leiti byggð á á skáldskap höfundar því það sem er lesið á milli lína og látið ósagt getur aldrei kallast fræðilegar staðreyndir.
Ég hef hingað til haldið í barnaskap mínum að rannsóknir snérust um blákaldar staðreyndir
Það væri gaman að vita hvað þessi rannsóknarvinna hefur kostað og hver borgaði.

 


Stórríkið skekur sig

ESB er að færa sig upp á skaftið enda búið að sjá að víkingarnir sem flúðu Noreg og settust að á Íslandi hafa valið yfir sig lyddur sem lúta í gras og kyssa á vöndin hver í kapp við annan. Því tel ég að einhver fræðingurinn hafi komist að því að svo hljóti einnig að vera farið um afkomendur víkinganna sem eftir urðu í Noregi og því hægt að beita sömu meðulum á þá.

En eitt dæmið um lýðræðisást þessa bateríis


mbl.is ESB slítur viðræðum við Norðmenn um fiskveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband