Silfrið

Ég beið eftir þessu viðtali því að ég hélt að það yrði spunnið í það, ég varð því miður fyrir miklum vonbrigðum. Hér var enn á ferð Davíðsheilkennið ég er ekkert að mótmæla þeirri skoðun að Davíð sé Davíð en hvers vegna var ekkert fjallað um fjölmiðlafrumvarpið og þá sem að komu í veg fyrir það. Ég vil að sagan sé skoðuð frá öllum hliðum það er ekkert hvítt og svart heimurinn er grár.

Hver vegna óð svo höfundur í og úr, í öðru orðinu sagði hann að hann hefði  kannski kveðið of sterkt að orði í hinu voru síðan aftur yfirlýsingar.
Þátturinn fjallaði að mestu um Davíð sem virðist stundum vera Agli ansi hugleikinn og síðan endaði þátturinn með ESB stuðnings yfirlýsingu og smá baktali um álver sem er vinsælt hjá þeim sem að hafa trygga afkomu hjá ríkisbatteríinu sem hirðir þó hellings pening úr þeim geira til að borga þeim sem mest eru á móti laun og styrki.

Eftir að hafa horft á Silfrið í dag eftir nokkurt hlé og ekki var fyrri parturinn betri sem hefði getað verið útsending frá Látrabjargi á varptíð því þar talaði hver ofan í annan og eina konan í hópnum sínu mest. Eftir að hafa horft núna aftur á Silfrið er ég enn sömu skoðunar og fyrr hvar má spara til að snúa rekstri RÚV úr tapi yfir í gróða. Að mínu mati hefur þessi frábæri þáttur lifað sitt besta og komin tími á að aðrir fái að spreyta sig og að tími sé komin til að Silfrið kveðji sviðið svona rétt eins og Davíð.

Að lokum verð ég að geta þess að ég trúi ekki fólki sem að aldrei horfir í augu manns þegar það talar við mann. Allan tíman sem viðtalið stóð sá ég aldrei viðmælanda líta beint í myndavélina. Það hefur svo sem ekkert að segja nema fyrir mig og hvernig ég hugsa en ég var alin upp við að fólk sem að heilsaði með þéttu handtaki og horfði í augu manns þegar það talaði við mann væri líklegra til að segja manni satt. Augun eru jú spegill sálarinnar er það ekki.


mbl.is Boyes: Of mikil áhersla á ál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það verður gaman að sjá Davíðsheilkennaflokkinn spinna núna, ha. Davíð var jú bara peð og ég get aldrei skilið hvers vegna menn eru að gagnrýna hann eða álíta hann einhvern sökudólg. Hann hefur alltaf gert sitt besta, en bara þurft að berjast við ofurefli, hvort sem það var sem forsætisráðherra, seðlabankastjóri eða Moggaritstjóri. Ef okkur hefði nú bara borið gæfa til að hlusta á hann þá hefði ekkert hrunið. Þetta skilja ekki útlendingar, bara við bláeygir sjálfstæðismenn.  Heill þér Davíð!

Pétur Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 14:58

2 identicon

Það var ekki fjallað um fjölmiðlalögin af því þau höfðu ekkert með þetta hrun að gera. Það er einfaldlega eitthvað sem Hannesi datt í hug að gæti verið gott vopn til að reyna hvítþvo Sjálfstæðisflokkinn með, aðrir fatta hvað þetta er hálfvitalegt.

En annars langar mig að leggja fyrir þig samviskupróf.

Jón þú sem styðjið Sjálfstæðisflokkinn, mig langar til að leggja fyrir þig eftirfarandi samviskupróf. Lestu eftirfarandi og segðu svo hvort þú sért ennþá stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins: =>

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar Davíð laug því að þjóð sinni að Landsbankinn hefði verið greiddur í topp með dollurum, en nú hefur komið í ljós að Davíð var að ljúga og Björgólfarnir fengu peningana fyrir bankanum lánaða í Búnaðarbankanum. Ætli S-hópurinn hafi ekki fengið lánað fyrir Búnaðarbankanum í Landsbankanum?

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóðina þegar flokkurinn kom í veg fyrir að eignarákvæði þjóðarinnar á auðlindunum færi í stjórnarskránna.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóðina þegar við vorum sett á lista yfir þjóðir sem vildu í stríð við írak og gerði þar með íslendinga samseka fyrir morði á hundruðum þúsunda manna, kvenna og barna.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóðina þegar hann barðist fyrir fjölmiðlafrumvarpinu og ætlaði m.a. að stoppa Gunnar Smára í gagnrýni flokkinn í Fréttablaðinu, þoldi ekki að það væri fjölmiðill í landinu sem hikaði ekki við að gagnrýna flokkinn á mannamáli.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóðina þegar hann kom í veg fyrir að Bretar yrðu gerðir ábyrgir fyrir beitingu hryðjuverkalaganna gegn Íslandi. Geir gunga þorði ekki! I should have!

Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið þjóð sína með því að koma í veg fyrir að það yrði sett í lög um að flokkar opnuðu bókhald sitt. Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn að fela?

Sjálfstæðisflokkurinn svíkur þjóð sína með því að verja kvótakerfið með kjafti og klóm.

Sjálfstæðisflokkurinn svíkur fólkið í landinu með því að taka alltaf afstöðu með Samtökum atvinnulífsins gegn hinum vinnandi manni, talandi um flokk sem þykist vera flokkur stétt með stétt.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann lagði niður Þjóðhagsstofnun.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína með því að reka ekki arfa lélegan bankastjóra úr Seðlabankanum (Raunverulegan viðvaning sem hefur kostað þjóð sína meira en nokkur annar, a.m.k. 300-500 miljarða)

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann tók við styrkjum úr hendi Baugsliðsins og frá Björgólfunum. og það þó svo búið væri að semja lög um að gera slíkt ekki. Hugsið ykkur ósvífnina, þeir sömdu lögin sjálfir.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann réði vini og vandamenn eins og að skíta í gegn um sikti þannig að öll stjórnsýslan varð doppótt.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik öryrkja þegar þeir þurftu að fara með mál sín fyrir hæstarétt eftir níðingsskapinn þegar þessi flokkur sem þykist vera flokkur allra stétta gaf skotleyfi á öryrkja.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar flokkurinn setti bankana í hendurnar á fólki sem ekki kunni með þá að fara.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann gerði samning við Framsókn um að einkavæði eins mikið og hægt væri af eignum þjóðarinnar og skipta þessu á milli vildarvina flokkanna.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar Davíð hótaði dómurum hæstaréttar þannig að lesið var öðruvísi út úr dómsniðurstöðum en í upphafi var gert. Þetta hefur gerst tvívegis, í öryrkjadómnum og í kvótamálinu (Valdimarsdómnum)

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann seldi áburðarverksmiðjuna fyrir slikk. Svo opnuðu kaupendurnir vöruskemmur verksmiðjunnar og seldu vörurnar fyrir rúmlega helminginn af því sem þeir þurftu að borga fyrir verksmiðjuna í upphafi.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann gaf vinum sínum eiginirnar sem kaninn skildi eftir sig á Keflavíkurflugvelli.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann seldi Íslenska aðalverktaka og verðlagði dæmið 1300 miljónum of lágt, allt með bókhaldsfiffi. Fyrir þetta hafa þessir glæpamenn verið dæmdir.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar flokkurinn gerði nýfrjálshyggjutilraun sem misheppnaðist og úr varð efnahagshrun á íslandi.

Ég bara spyr, hvernig getur venjulegt og sómasamt fólk lagt lag sitt við slíkan óheiðarleika og slíkan flokk, ég skil það ekki, nema þú sért undirlægja. Ert þú undirlægja, kýst þú Sjálfstæðisflokkinn?

Spyrjið sjálf ykkur samviskuspurningar, ,,hvernig get ég kosið og stutt þennan Sjálfstæðisflokk?” Ef svarið er að ykkur finnst það bara allt í lagi, þá er virkilega spurning hvort þið ættuð ekki að vera undir eftirliti læknis,sálfræðings eða félagsráðgjafa, vegna þess að þá eruð þið samkvæmt þessu, andþjóðfélagslega sinnaðir psychópatar. Ég meina það. Spáið í þetta, ég skal svo hjálpa ykkur, ég hef menntunina til þess.

Valsól (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 21:12

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessuð Valsól og þakka marga góða punkta sem að ég get því miður ekki svarað því að ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn og heldur ekki hvorugan þeirra flokka sem nú eru að klára að sökkva landinu. Ég kýs í hvert sinn þann flokk sem að ég tel að komi Lýðveldinu Íslandi og því fólki sem þar býr að mestu gagni. En það breytir því ekki að mér finnst það orðið billegt að afsaka vandamál dagsins í dag með því að það hafi verið svo vondir menn í fortíðinni hún er nefnliega liðin.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.12.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband