Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
3.12.2009 | 21:24
Löngu vitað
Ég held að þetta hafi verið hverjum þeim sem vita vill ljóst um nokkuð skeið. Hinir miklu snillingar okkar geta verið hreyknir af sjálfum sér fyrir að hafa eyðilagt eitt af betri þjóðfélögum í heimi og skipað sér sess í sögunni. Að mínu mati gætu þeir lent á svipuðum stað og Nero
Þeim verður varla líkt við menn sem að voru þjóð sinni til gagns.
Naglann í kistuna rekur síðan himnasendingin úr Norðausturkjördæmi sem búin er að skattleggja allt hér til andskotans og er ekki stoppaður enda er enn 21 dagur til jóla og því 21 möguleiki á að gleðja þegnanna.
Ég spái því að eftir að hafa etið jólakvöldverð og notið þá muni háttvirtur átta sig á því að hann hefur gleymt að leggja á sprengigjald kolefnisgjald eldspýtnagjald hreinsunar gjald og hávaðaskatt á flugelda og muni laga það í einum grænum fyrir áramótin.
Þessi sending úr Norðausturkjördæmi er ein og sér nógu góð rök til að breyta landinu í eitt kjördæmi og minnka vægi landbyggðarinnar á þingi.
Ég mæli með að þessari ríkisstjórn verði hjálpað til að skilja að hennar tími er komin og farin því fyrr því betra fyrir land og þjóð
Lifi frjálst og fullvalda Ísland ekkert f Icesave né ESB
Ísland stefnir í greiðsluþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2009 | 12:09
Kæri Guð
Heyrði þennan áðan og má til með að láta hann flakka hér svona rétt fyrir matinn.
Kæri Guð.Á árinu tókstu frá mér uppáhalds söngvarann minn: Michael Jackson....
Uppáhalds leikarann minn: Patrick Swayze....
Uppáhalds leikkonuna mína: Farrah Fawcett, og uppáhalds rithöfundinn minn: Mario Benedetti.
Nú þegar árið er að enda þá langaði mig bara að segja þér.
Að uppáhalds stjórnmálamaðurinn minn er .................. (fyllist út eftir löngun hvers og eins)
3.12.2009 | 12:06
Einföld krafa frá minni hálfu.
Hótanir ekki frá ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2009 | 20:37
Ekkert aðhafst
Það eru orðnar tvær þjóðir ef ekki fleiri í landinu ein sem situr við Austurvöll þar sem borð virðast svigna undan kræsingum allan sólarhringinn ef marka má háttvirtan þingmann Samfylkingarinnar og svo hin þjóðin sem að horfir fram á atvinnuleysi í boði þess hluta þjóðarinnar sem situr í steinkumbaldanum og gerir ekki neitt nema að flækjast fyrir atvinnuvegunum og senda bænarbréfi til Brussel.
Með sama áframhaldi held ég að jólatréð á Austurvelli standi varla fram yfir áramót.
1729 atvinnulaus á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2009 | 14:42
Að forgangsraða rétt
Mikið hrífst ég alltaf að forgangsröðun VG ef að maður vissi ekki betur mætti halda að hér væri allt í þrumu standi engin kreppa fólk ekki að missa vinnuna umvörpum fjölskylduhjálpin ekki matarlaus og svo framvegis og framvegis Það er alveg ljóst að vinstri menn gera sér grein fyrir hver eru forgangmálín í þjóðfélaginu en þau spanna frá Írak til brekkusnigla í Reynisfjalli eftir því sem að kom fram í hádeginu.
Ég ætla að leyfa mér að skrumstæla fræg orð og opinbera þá skoðun mína að
Ég legg til að núverandi stjórn verði komið frá völdum "STRAX"
Vilja að öll skjöl um stuðning við Íraksinnrás verði birt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2009 | 22:23
Þetta tekur tíma
Baugsmáli frestað um hálfan mánuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2009 | 13:53
Að hámarka eignirnar.
Þetta vekur hjá mér smá hroll
"Í tilkynningunni segir, að skilanefndin telji að virkt eignarhald í Arion banka muni hámarka verðmæti þeirra eigna sem fluttar voru á milli bankanna í október 2008"
Ég legg þann skilning í orðið að hámarka að viðkomandi nefnd ætli sér að ganga hart fram í að leysa til sín fé og lausa muni fólks sem að fyrirrennari bankans lánaði pening áður en að hann hóf leik sinn að gengi krónunnar og tók þátt í því að fella Íslenskt hagkerfi
Það er svona svolítið eins og að vera staddur í endurgerð á Alien mynd að líta yfir þjóðfélagið nú um stundir.
Finnur Sveinbjörnsson hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2009 | 12:58
Ónothæfir fulltrúar
Ég er þeirrar skoðunar að við Íslendingar setjum alltaf nýja staðla í öllu mestir og bestir og mér sýnist það að þessi tvö eigi metið í vera best í því að klúðra samningsstöðu þjóðar. Þau eru eins og bridsspilarar sem að snúa spilunum öfugt. Hvernig eigum við að ná betri samningum þegar leiðtogar segja að það sé ekki hægt. Þau ítreka það meira að segja
Þetta gefur orðinu vanhæf ríkisstjórn alveg nýjar víddir.
Komumst ekki lengra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |