Hið nýja Ísland brást

Ég hef ekki tölu á því hvað ég er búin að heyra oft og lesa að það þurfi nýtt Ísland og þá verði allt gott. Ég tel þetta alrangt þeir sem fara mest nú um stundir og tala um hið nýja Ísland vaða villu og reyk. Það var nefnilega hið nýja Island sem brást ekki hið gamla.

Það gamla Ísland sem að ég á við reis úr fátækt til velmegunar og sjálfstæðis á styttri tíma heldur en flest önnur lönd heimsins og það var ekki fyrr en með tilkomu hins nýja að það fór að falla undan fæti. Auðvitað voru brestir í því gamla en það voru að mestu traustabrestir en hið nýja hrundi eins og spilaborg.
Það var ekki fyrr en við hleyptum heimdraganum og gleymdum því sem að Íslenskt er að allt fór hér til fjandans. 

Ég er eindregin fylgismaður þess að hið gamla Ísland verði endurvakið það Ísland sem að ég þekkti Ísland Gvendar Jaka, Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur Ólafs Jóhannessonar Bjarna Ben og fleiri stórmenna en að hið nýja Gucci Ísland verði jarðað með viðhöfn og snúi aldrei aftur og landmenn uni sér sem Íslendingar og þeir sem hafa ólæknandi þörf á að súpa rauðvín úti í hinum stóra heimi fari þá bara þangað en leifi okkur heimóttarlegu afdalasinnunum að vera hér í friði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband