Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Löngu vitað

Þetta er búið að vera vitað lengi alla vega hjá þeim sem að vilja vita það og það sem er skammarlegast við þetta er það að alþingi gerir ekki neitt sem að veldur því að ég tel stundum að einstaklingar þar innan dyra, hljóti að vera annaðhvort invinklaðir í plottið eða múlbundnir á annan hátt.

Hér á sér stað ein mesta eignatilfærsla  í einu þjóðfélagi í nútímasögu það þarf að fara á stríðssvæði til að finna jafn mikla tilfærslu á eignum einnar þjóðar á jafn stuttum tíma að mínu mati.

Síðan koma ráðamenn og þykjast ekki vita hverju er verið að mótmæla miklir guðsvolaðir vitleysingar mega þeir sem að ekki skilja það vera að mínu mati.


mbl.is Auðmenn græða á uppboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki yfirvinnubann

Er ekki aðhald í yfirvinnu hjá vegagerðinni þetta má vel athuga í venjulegum vinnutíma.

Mér dettur nú samt í hug að ráðstjórnin hafi ætlað að reyna að syna framm á að hér væri bara um einhverja skattsvikara að ræða sem ekki vildu borga sitt til samfélagsins.


mbl.is Mótmæla reglum um þjóðgarðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlin að meyrna

Er Binni hættur í hryðjuverkunum og komin í Grenpeace or Rauðakrossinn. Mín skoðun er sú að hann sé löngu komin til Mekka og uni sér vel þar en það hentar ekki einhverjum öflum að það fréttist það þarf að nota karlinn í áróðri en að  nota hann í áróður í umhverfisvernd og mannúðarhjálp er svona aðeins yfirdrifið finnst mér.
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag verður smá breyting ekki mikil en þó breyting.

"Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvottum þá fengu tjaldbúarnir þrjátíu mínútur til þess að taka tjöldin saman og var það gert"

Hvað svo ef þaui hefðu ekki gert það.

Afhverju má fólk ekki tjalda á Austurvelli og hvar eiga þeir sem að missa heimili sín að vera.

Ég skil þó að stjórnvöld hafi viljað losna við fólkið af vellinum fyrir hátiðina á eftir en það er sama og stjórnvöld í öllum lélegri ríkjum heims gera reglulega og hafa gert um aldir að hylja blettina í stað þess að gera við þá.

Eitt er þó öðruvísi í dag en aðra daga það er ekki merkilegt og skiptit ekki máli í sögunni en það sem er öðruvísi í dag en aðra daga er það að.

Í dag hefur þetta sófadýr og bloggari ákveðið að nú sé komið nóg og að öll vötn renni nú  til Dýrafjarðar ég mun mæta niður á Austuvöll í fyrsta skipti og síðan hér eftir þangað til að hér hafa orðið þær breytingar sem að gera það mögulegt fyrir afkomendur mína að lifa mannsæmandi lífi hér á landi.

Ekki mikil breyting en samt smá og ég hef trú á að þær smáu séu all margar í dag

 


mbl.is Tjaldbúar yfirgefa miðborgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband