Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Þetta er ekki búið Mister Brown

I dag hafa Bretar baðað sig í ljómanum af því að hafa leyst heimskreppuna en bíðum róleg fram að helgi min greiningardeild segir að við séum bara í auga fellibylsins verri hlutinn er eftir og ekkert hafi verið leyst bara frestað. Hér aftur á móti er allt fokið sem fokið getur og einungis smá hreysi eftir þannig að ég tel að við séum búin að sjóbúa fyrir seini partinn ekki síst ef okkur tekst að landa láni frá vinum okkar í Kreml
mbl.is Hlutabréf lækka á Wall Street
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tökum mark á Ragnari

Hlustum á hvað Ragnar sagði í Silfrinu mér finnst hann einn skilmerkilegasti maður þjóðarinnar í augnablikinu. Ef hann varar við IMF þá er full ástæða til að hafa varan á. Höldum vökunni og verjum lýðræðið og fullveldi okkar betur en gert var á 12 öld. Og látum Breta hafa Samfylkinguna upp í skuldir.

 


mbl.is Bíða niðurstaðna sérfræðinga IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðva útgáfu nýrra atvinnuleyfa

Nú þarf einfaldlega að stöðva útgáfu nýrra atvinnuleyfa. Það er ljóst að á næsti vikum og mánuðum mun mikil fjöldi erlends vinnuafl fara úr landi þannig að það rýmir til fyrir þeim sem missa vinnuna. Það er ekkert að því að leita sér að störfum tímabundið í öðrum geirum en þeim sem að maður hefur menntun til. Það getur meira að segja verið til góðs að kynnast fleiri hliðum á þjóðfélaginu. En það er óþarfi að vera með mikið magn af erlendu vinnuafli hér ef að atvinnuleysi er að aukast.
mbl.is 3.143 skráður á atvinnuleysisskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki IMF

"Nokkrir fulltrúir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins munu hafa lýst áhyggjum sínum við Árna vegna hugsanlegrar lántöku íslenska ríkisins hjá Rússum."  Er þetta ekki að skipta sér af innanríkismálum ríkis eða hvað. Er þetta ekki Alþjóðasjóður hvað hefur hann á móti Rússum höldum okkar striki blásum á þá sem sviku okkur á ögurstund og gerum það sem við höfum alltaf gert best allt frá því að við ruddumst upp strendur Bretlands og rændum fyrsta klaustrið fyrir áhundruðum síðan. Það er nefnilega að gera það sem okkur hentar best óháð því hvað aðrir eru að pæla. Ég vil heldur deila norðurhöfum með Rússum og eiga hlut í þeim en að gefa sjálfstæði okkar eftir til Breta og IMF og eiga engan hlut í norðurhöfum, við skulum athuga að enn hafa ekki komið í ljós nein skilyrði frá Rússum en IMF hefur þegar sett skilyrði og það er að við semjum við Breta og hver er samningstaða okkar í augnablikinu ekki svo góð en fer batnandi þeir vita að við þurfum þetta lán og vilja því þvinga okkur til samninga. Öndum með nefinu og Árni flýttu þér hægt. Áfram Ísland


mbl.is Fundað stíft með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað vilja Rússarnir

Ég vil líka sjá hvað IMF setur sem skilyrði við erum búin að sja að það verður að semja við aðrar þjóðir um deilumál. Verðum við að skrifa undir 4000 000 000 skuldbindingu við Breta fyrst ég held nú bara ekki. Verðum við að gefa eftir deilu við EB um veiðar á Makríl. Vilja Norðmenn að við gefum eftir í deilum um hafsbotn og síld. Það eru allir uppfullir af Rússaótta Rússar eru eiginlega þeir einu sem að hafa enga annarra hagsmuna að gæta en að lána peninga á nokkuð öruggan hátt og í vaxtabætur fá þeir möguleikann á að gera grín að vinaþjóðum okkar sem skildu eftir særðan félaga. Rússar hafa lánað okkur og stundað viðskipti við okkur í gegnum tíðna án nokkurra skaðvænlegra áhrifa. Það var einna helst þegar þeir hættu því að hið innra eðli vina okkar kom í ljós þegar þeir fóru enda voru þeir aldrei hér fyrir okkur heldur til að passa afturendann á sjálfum sér. Ég vil svo bæta við eftir Silfur Egils að þó ég sé ekki Baugssinni skoraði Jón Ásgeir stig hjá mér í dag með því að koma og horfa í augun á þjóðinni ólíkt öðrum og huglausari útrásarvíkingum

 


mbl.is Gísli Marteinn: Vill frekari skýringar á Rússaláni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ?

Hafa menn og konur virkilega ekkert lært um dansinn við gullkálfinn af síðustu dögum.


mbl.is Rekstrarfélögin eru vænn fjárfestingarkostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkalandið Ísland

Bara ein spurning áður en ég fer að draga að mér ferskt loft og klippa limgerði. Erum við ekki með samning við Nato þar á meðal Breta um að stunda loftvernd hér. Er það réttlætanlegt að leyfa þjóð sem flokkar okkur sem hryðjuverkamenn að stunda hér yfirflug herflugvéla. Ætti ekki að stöðva flug Breskra herflugvéla í lofthelgi Íslands nú þegar ???

Kvennlægt

Er þetta ekki dæmi um kvenlæga stjórnarhætti held það fari ekki milli mála að Palin er kona og ætti því að stjórna kvenlægt ekki satt.
mbl.is Palin misnotaði vald sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slys?

Ég hef trú á að þessi frétt eigi eftir að verða mun lengri.


mbl.is Haider lést í umferðarslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú hótar IMF Íslendingum

Fyrst setja Bretar  hryðjuverkalög á okkur síðan nota þeir alþjóðagjaldeyrissjóðin sem lepp til að þvinga okkur til að skrifa undir nauðungar samninga við EB og enn viljum við ganga í það auma samband samanber Halldór Ásgrímsson í Fréttablaðinu. Geir stattu nú vaktina og láttu ekki vaða ofan í okkur á skítugum skónum.
Ég spyr enn og aftur hvaða hvatir lágu að baki svokallaðra vinaþjóða að neita okkur um hjálp kannski að það væri ekki hægt að hjálpa okkur en kannski eitthvað mikið meira eins og ásælni í óbeislaða orku og stór fiskimið. Semjum við Rússa við erum með fríverslunarsamning við Kína við höfum sýnt áður að við þurfum ekki á Evrópu að halda en Evrópa þarf á okkur að halda hverjir sigldu með fisk til Bretlands á stríðsárunum til að fæða hungraða Breta Íslendingar og hlutfallslega urðu Íslendingar fyrir meira manntjóni við það en mörg ríki sem að tóku þátt í styrjöldinni.


mbl.is Lausn á deilum forsenda IMF-aðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband