Hið nýja Ísland

Mikið er ég heppin maður að lifa í hinu nýja lýðveldi hér er ekki mikið að. Hér eru ekki stórmálin að flækjast fyrir fólki það er varla vandamál með atvinnumálin það hafa ekki horfið fjárhæðir sem að fólk skilur ekki stærðirnar á. Nei hér er friður og hagsæld og öllum lýður vel og hafa ekki um mikið annað að hugsa en að fyrir næstum fimm árum síðan sýndi maður það dómgreindarleysi að fá sér of mikið í tánna og rölta inn á skemmtistað sem bauð upp á listdanssýningar á súlu og láta féfletta sig um nokkrar miljónir sem að hann borgaði síðan sjálfur.

Mistök hans liggja síðan í því að vilja sækja rétt sinn svo að nú næstum fimm árum síðar nötrar þjóðfélagið af vandlætingu það er sá hluti þess sem hefur vandlætingu að starfi.

Hver er lærdómurinn. Hann er sá að þetta er nákvæmlega hið nýja Ísland mistök þessa mans liggja í því að borga fyrir mistök sín og viðurkenna þau og síðan en ekki síst að sækja rétt sinn. Hvoru tveggja er nefnilega eitthvað sem að ekki er lenska og ekki fólki þóknanlegt  í hinu nýja lýðveldi. Það er jú ekki góð lenska að borga skuldir sínar sagði einhver og dómur Hæstaréttar í Glitnis málinu sýnir hvernig er að sækja rétt sinn.

Nei mér finnst afnotagjaldinu mínu sem að ég er reyndar píndur til að borga illa varið þegar ég horfi á Kastljós kvöldsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Var að vona að Helgi Seljan væri hættur hjá Sjónvarpinu ,sagðist vera að flytja norður á Akureyri,afburða leiðinlegur maður,spyr alltaf sömu spurninganna. Hæstaréttar dómur í Glitnis málinu er hræðilegur,verður ekki freistandi fyrir almenning að kaupa hlutabréf.

Ragnar Gunnlaugsson, 9.11.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband