Að hætta að kaupa Morgunblaðið

Blessuð Íslenska þjóðin kemur mér alltaf jafn mikið á óvart nú leikur allt á reiðiskjálfi af því að Gróa á Leiti hefur komið þeirri sögu af stað að Davíð nokkur Oddson gæti verið að hefja störf hjá Morgunblaðinu.
Menn ætla að hætta að kaupa Moggann og jafnvel hætta að vinna hjá honum og síðan er fjallað um málið af mikilli elju af ýmsum sem að mér persónulega finnst vera að horfa út úr glerhúsi í þessu máli.
Mér finnst þetta bráðfyndið og eiginlega stórkostlegt því að þetta er dæmi um sömu hjarðhegðunina og setti okkur á hausinn það er allt annað hvort hvítt eða svart og spunameistararnir hava staðið sig betur heldur en spunameistararnir í Salem við að sannfæra stóran hlut þjóðarinnar um að hrunið sé Davíð að kenna og engum öðrum. 

Fólk kemur sem sagt til með að segja upp Mogganum í stórum stíl og ánægt með það hvernig það hefur sýnt álit sítt á þeim sem  olli hruninu fer það með aukapeninginn og eyðir honum í Bónus og Hagkaup tryggir hjá Vís horfir á stöð 2 hlustar á Bylgjuna er með síman sinn hjá Símanum en getur sofið rólegt því að það er hætt að lesa Moggann af því Davíð sem olli hruninu er farin að ritstýra honum.

Hvað sagði Edda Björgvins einhvern tíma "Hann vera galin þessi Íslendingur"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég veit það ekki gamli vinur og skólabróðir, ég er á því að Mogginn verði mun áhugaverðara blað, verði Davíð Oddsson ritstjóri.  Ég er ekki áskrifandi að blaðinu í dag en verði Davíð ritstjóri mun ég fara að hugsa minn gang.  En einu verð ég að koma að sem ég bara get ekki skilið en það er að ef Davíð Oddsson hreifir sig eitthvað eða segir eitthvað þá fer allt á annan endann í þjóðfélaginu og svo segja menn að hann hafi engin völd eða önnur áhrif????

Jóhann Elíasson, 22.9.2009 kl. 19:52

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Mér finnst þetta svolítið magnað kæri skólabróðir segi það sama ég mun kaupa Moggan verði hann ritsjóri einfaldlega til að mótmæla þessari hysteriu ef ekki til annars.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.9.2009 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband