Baráttan gegn atvinnuleysi.

Einu sinni var ríki þar sem engin var fátækur allir höfðu vinnu og allir höfðu nóg að borða ríkið hélt úti öflugri atvinnustarfsemi sem var fólgin í því að hafa fólk á launaskrá til að njósna um nágranna sína sem töldust geta verið ríkinu hættulegir. Fyrirtækið hét Stasi og ríkið Austur Þýskaland. Ég er ekki að mæla því bót að menn svíki út peninga úr sameiginlegum sjóðum en því síður mæli ég því bót ef að fólk ætlar að fara að hringja í vinalínur hins opinbera og tilkynna því að hann Siggi atvinnulausi hafi komið heim með six pakk af bjór og Gunna hafi heimsótt mömmu sína upp á Akranes meðan hún átti að vera að leita að vinnu. Svoleiðis þjóðfélag er ansi fljótt að éta sjálft sig innan frá.


mbl.is Leita eftir ábendingum um tryggingasvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband