Að gefa eftir land sitt fyrir kjúklingaleggi á björtum sumardegi.

Sagan hjálpar okkur ef við lærum af henni, þá segir hún okkur hvað á að forðast að gera í nútíðinni vegna þess að hún hefur sýnt okkur að sumar aðgerðir í fortíðinni voru rangar og það á að forðast að endurtaka mistök.

Mér finnst vandamálið vera að eftir því sem að þjóðin eykst af viti og vísdómi að mati þeirra sem að bera innra með sér allan þennan vísdóm þá veit fólk allt mikið betur en flestir og telur sig ekki þurfa að læra af sögunni, sem dæmi má nefna fjármálaspekinga sem settu heilt land á hausinn en hefðu kannski átt að skoða söguna aðeins betur og ekki þurft að fara lengra aftur en til fyrri hluta síðustu aldar til að sjá að sú vegferð sem þeir voru á lá til Heljar.  

Nú telja svipaðir spekingar að sjálfstæðisbaráttan hafi verið tímaskekkja og best sé að framselja fullveldið til Brussel.
Ég tel að innan ekki langs tíma  jafnvel styttri tíma heldur en að fjármála skeiðið stóð yfir á eylandinu, hljóti þeir sem núna telja fjöreggi landsins best borgið í erlendum höndum, jafn harðan dóm almúgans og fjármálavitringarnir  ef ekki harðari. En þetta á sagan eftir að leiða í ljós.

Sé tekið mark á undrum og fyrir boðum er athyglisvert að á meðan þessu afsali stendur skuli Valhöll brenna og enn athyglisverðara er það að það skuli eiga að fullkomna verknaðin á þeim degi sem að þjóðin varð fyrir árás Hundtyrkjans 1627.Þá reyndu menn þó að verjast af veikum mætti nú standa menn í fjörunni með opin faðminn.  Segið svo að sagan sé húmorslaus.

Ég er dapur yfir því hvernig við þjóðin virðumst gjörsamlega hafa gefist upp og virðumst ætla að bregðast forfeðrum okkar sem eftir langa baráttu skiluðu landinu frjálsu í hendur okkar og lögðu grunnin að þeirri velsæld sem að við höfum búið við. Við aftur á móti koðnum niður og gefumst upp við fyrsta mótlæti hætt er  við því að kynslóðum sem að lifðu frostaveturinn fyrri kreppuna síldarleysið og fleiri óáran þyki lítið koma til kynslóðarinnar sem að nú ríkir hér 

Annað í þeim fréttum morgunsins sem að ætlaðar eru til að fullvissa þjóðina um gæði Evrópska veldisins, vakti einnig athygli mína en það er að kjúklingar muni verða alltað 70% ódýrari ef við afsölum fullveldinu. Það er nú ekki amalegt að láta fullveldið af hendi til að geta snætt djúpsteikta kjúklingaleggi 70% ódýrari en í dag.
Fullyrðing sem að vísu stenst illa nánari skoðun,en það segir mikið um skoðun þeirra sem að mest berjast fyrir inngöngu okkar í hið Evrópska stórveldi á okkur hinum að þeir telji nóg að veifa framan í okkur kjúkling til að fá okkur til að ganga brosandi inn í Evrópska vorið. Ég fyrir mitt leiti vil þá heldur vera sjálfstæður þó að ég þurfi að halda mig við slátur, svið og harðfisk það sem eftir er ævinnar.

Áfram Ísland ekkert ESB
BanditBanditBandit

 


mbl.is „Bjart yfir þessum degi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband