Aumingja bankarnir

 Athyglisvert að þessi leiðréttingar hugmynd skuli kosta 41 miljarð hjá 17.500 fjölskyldum. Hvað hefur þá leikaraskapurinn með vísitöluna kostað alla þjóðina.

Jóhanna tekur fram að þetta séu heimili sem hafa jákvæða eiginfjárstöðu yfir 20 000 000. Þetta er náttúrulega gert til þess að við almúginn þjöppum okkur saman og hrópum öll í kór við hjálpum ekki þessu ríka pakki. Jafnvel þó að það leiði til þess að 25.000 önnur heimili fari á hausinn svo hinir 17500 fái ekki neitt. Þetta heitir stjórnviska

Í fréttinni segir eftirfarandi
"Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að yrði farið að tillögum talsmanns neytenda og Framsóknarflokksins um niðurfellingu skulda myndi setja allt endurreisnarferli bankanna í uppnám yrðu þær að veruleika."

Ég náði þessu ekki alveg en eftir nokkra yfirlegu svona eins og þegar var verið að skrifa enska texta úr útvarpinu í gamla daga held ég að ég hafi náð þessu og það sé svona.

Ef að þessir miljarðar verða ekki færðir frá fólkinu í landinu og í bankana til viðbótar því sem að þeir hafa þegar náð undir sig frá fólkinu, fara bankarnir á hausinn.
Við viljum heldur að fólkið fari á hausinn heldur en bankarnir.
Svona nokkurn vegin hljómar þetta á í mínum eyrum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband