Að kvöldi kosninga dags

Þá styttist í að maður setjist yfir sjónvarpið og láti spennuna taka völdin í tilefni dagsins ætla ég að brjóta á aðhaldinu í umbreytingunni í Nýja Jón og fá mér snakk og smá lögg svona wisky lögg enda er margt í vínskáp mínum komið á síðasta söludag. Kannski ég opni flöskuna sem að ég fékk í fertugs afmælisgjöf hún telst orðið til eðalvína í dag eða á ég að geyma hana og selja til að lifa af vinstri stjórnina. Við sjáum til læt vita af því á morgun hver niðurstaðan verður.

Meðan ég keyrði á kjörstað og var að gera upp hug minn þá varð mér hugsað til þess að í kosningabaráttunni hefur lítið verið fjallað um Ísland hvernig við viljum vernda sögu okkar og arfleið og þau gildi sem að hér hafa verið öldum saman. Kosningabaráttan hefur að mestu snúist um rökræðu um að eina björgunin sé í því fólgin að kasta öllu á glæ og flýja undir yfirþjóðlegt vald.

Mín skoðun erð að það vantar greinilega Íslandssinnaðan hægri flokk flokk (það er víst skammarlegt í dag að  nota orðið þjóðernissinnaðan) sem að vill efla það sem Íslenskt er standa vörð um arfleiðina menninguna og um leið frelsi þegnana frá helsi ríkisafskipta. Það vantar flokk sem að setur Ísland ofar sjalfum sér. Með því að gera það setur hann einnig fólkið í forgang. Það er nefnilega tóm vitleysa að hér hafi ríkt einhver frjálshyggja það sem hér skeði var einkavinavæðing ef hér hefði ríkt frjálshyggja hefðu bankarnir einfaldlega farið á hausinn á eigin ábyrgð.

Ég tel að það sé í þessu sóknarfæri ég er tilbúin að fullyrða það að ekki eru 4 ár til næstu kosninga því tel ég að allgóð nýsköpun gæti verið fólgin í stofnun hreyfingar af þessu tagi sem að setur hagsmuni þjóðarinnar ofar eigin hagsmunum og skammast sín ekkert fyrir að halda í gömul gildi sem eru jú undirstaða menningar vorar í dag. Einhver flokkana gæti líka einfaldlega fært sig til á skalanum og hætt þessu miðjumoði og fært sig til hægri og tekið upp mótvægisstefnu við VG sem að eru sennilega eini flokkur landsins í dag þar sem að fólk veit hvað það er að kjósa ef það kýs hann. Þó virðist ilmurinn af steikinni eitthvað geta afvegaleitt hið besta fólk miðað við hvernig ísköld afstaða þeirra til ESB er að þiðna.

Meira síðar nú ert tími til að horfa á imbann og ef einhver heldur eftir að hafa lesið þessi orð mín að eg hafi stolist í að opna eðalvinið þá er það ekki rétt.

Óska öllum flokkum til hamingju með sigurinn því þegar við heyrum í talsmönnum þeirra á eftir eru þeir allir sigurvegarar að eigin mati. Það góða í pólitík er nefnilega að engin tapar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband