Sorglegt dugleysi

Þetta er sorglegt dugleysi hjá stjórnvöldum þegar þau hafa tækifæri til að vinna sig í álit hjá fólki klúðra því þau algjörlega. Hjá þeim kemst ekki annað að en ESB umræða og önnur mál sem að engu skipta í dag Ef að 100 000 000 000  hafa tapast þarna á meðan að á að leggja sjúklingaskatt á fyrir 360 000 000 þá bið ég núverandi stjórnvöld vel að lifa og bið þau að taka pokann sinn sem snarast Ég hef verið á móti þvi að rjúfa þing og ég hef verið á móti því að mótmæla vegna þess að ég hef talið að fólk væri að reyna að gera sitt besta en það er orðið hægt að efast um það og vanhæfnin getur orðið svo mikil að jafnvel ég fái nóg.

Það má gefa stjórnvöldum til dæmis tíu daga frest til að stokka upp í bankakerfinu skipta út fólki og sannfæra okkur alþýðuna um það að þeim sé treystandi annars verði gert áhlaup á til dæmis Kaupþing og honum endanlega velt. Bankar eru nefnilega ekkert annað en innistæður sem að fólk á og höfum við virkilega áhuga á að vera viðskiptavinir þessara stofnana. Ég er farin að velta Sparisjóði Þingeyinga fyrir mér sem stað það sem að ég vil geyma peningana mína.


mbl.is Rannsaka millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Það eru svona aðgerðir sem eru frammundan.

Það er farið að líta þannig út að þessar bankastofnanir séu einungis til skaða fyrir samfélagið.

Það er rendar mitt álit að borgarar þessa land fari að fra fé sitt til lítilla sparisjóða sem ekki eru í eigu huldueigenda.

Kaupthing og Glitnir eru of sjúkar stofnanir til að lifa.

Vilhjálmur Árnason, 28.12.2008 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband