Fréttir og ekki fréttir

Það er vandratað hvað á að koma í fréttir og hvað ekki á þessum tímum og eins og það er hlutverk fréttamiðla að segja frá því sem að miður fer er það líka hlutverk þeirra að leita uppi betri fréttir fréttir af tækifærum og fréttir sem að færa von og ekki síst leita þess að flytja fréttir þannig að hlutleysis sé gætt.
Þarna finnst mér að Rúv og Mbl hafi brugðist í dag en  visir .is brást ekki.

Þar á ég við að flytja fréttir af öllum flötum mála. Rúv gerði mótmælum á Arnarhóli góð skil sýndi klippu úr Háskólabíói en minntist ekki orði á samkomu Heimsýnar ég get heldur ekki fundið neitt um þá samkomu á Mbl en Visir gerir henni smá skil.

Mig langar til að spyrja starfsmen Rúv hvort að þeir telji málstað okkar sjálfstæðissinna í Evrópumálum eiga minna erindi til þjóðarinnar heldur en málstaður annarra í þessum málum.

Ég er síðan sammála Claus um það að við eigum að einblína á tækifærin en læra af fortíðinni hún er liðin og dagurinn í gær kemur aldrei aftur svo að það gerir ekkert gagn að vera velta sér upp úr því sem að skeði þá.


mbl.is Íslendingar einblína á vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband