Nú hörfa Rússar

Enda eins gott fyrir þá Íslenska friðargæslan á leiðinni til að bjarga málunum. En getur einhver útskýrt þetta fyrir mér.
"Í samstarfi við Barnahjálp SÞ hefur verið unnið að skipulagningu viðbragðslista fjölmiðlafólks sem hægt er að kalla til með skömmum fyrirvara í styttri verkefni þegar neyðarástand skapast eða þegar sérstakur skortur er á starfsfólki á sviði upplýsingamála."
Er fjölmiðlafólk faglært í hjálp þegar neyðaraðstoð skapast eða er það orðið svo að til að vekja okkur til meðvitundar um neyð annara þarf að ná safaríkum fréttum af sundursprengdum börnum sem að áttu allt lífið fyrir sér þangað til að þau féllu vegna landskika eða umráðaréttar yfir olíu. Það er sorglegt ef satt er. Annað virðist ekki hafa breyst en það er vilji þjóða til að rísa upp og segja hingað og ekki lengra en það gæti svo sem líka verið vegna slæmrar samvisku hins vestræna heims vegna Iraks.
mbl.is Íslenskur friðargæsluliði til Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

við virðumst vera að marka okkur sérstöðu í hernaðarmálum, við sjáum um að fegra fréttirnar, líta á björtu hliðarnar á dauða og sundursprengdum börnum, spinna smá fallegan vef

Gullvagninn (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband