Verða stríð.

Verða stríð út af mat ég held það.  Fjármagn Sameinuðu þjóðanna til matarkaupa er uppurið á sama tíma rekur sama stofnun áróður fyrir meiri notkun lífrænna orkugjafa.  Evrópusambandið er með áætlun um að nota meira af lífrænu eldsneyti. Þetta kemur til með að valda matarskorti um heim allan þegar bændur snúa sér að framleiðslu fyrir olíuiðnaðinn og hætta matvælaframleiðslu.
Allt er þetta gert í nafni hnattrænnar hlýnunar, hlýnunar sem að ég efast um að sé á rökum reist og eftir að hafa lesið blogg Ágústar í gær og hlustað á fyrirlestrana er ég enn meira efins. En ég velti alltaf þessari spurningu  fyrir mér ef hnattræn hlýnun er jafnmikil bóla og ísöldin sem átti að koma  samkv spám síðustu aldar hver ber þá ábyrgðina. Þessar aðgerðir gætu valdið ferli sem að færi nálægt því að vera glæpur gegn mannkyni.
Umhverfis mál eru að verða iðnaður sem að eins og önnur atvinnustarfsemi gerir allt til að halda sér gangandi Umhverfisiðnaðurinn verður iðnaður þessarar aldar. En ef að svo skildi fara að þessar aðgerðir illu uppreisnum dauða hundruð þúsunda manna og jafnvel styrjöldum ætla þá viðkomandi vísindamenn að axla ábyrgðina og taka út dóm fyrir dómsdags spárnar. Ég held ekki þeir munu finna nýjar dómsdagskenningar og  ég held jafnvel að stjórnmálamenn  trúi því ekki að hér sé vandamál á ferðinni allavega haga þeir sér ekki eins og svo sé  eins og lesa má i Evning standard

The UN secretary-general today called on world leaders for immediate action on climate change - before flying thousands of miles to the US for a music concert and then leaving in the interval to jet to Europe. [Evening Standard 12/12/07]

Það er síðan okkar efasemdar manna að halda vöku okkar og minna á ef að í ljós kemur að rangt var spáð. Verst er að ég í raun vona að jörðin sé að hlýna ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef að sannleikurinn er eins og ég held að við séum í raun að stefna inn í kuldaskeið. Við erum ekki vel búin undir það.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband