Að fara yfir eyðsluna

Það má segja að nú sé verið að skoða heimilisbókhaldið en það er fólgið í því að lesa fjárlög Íslenska ríkisins mér finnst jú gott að vita í hvað peningarnir mínir fara. Ég til dæmis eyddi þó nokkrum tíma síðustu ár í að leita uppi vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildi sem að ég styrkti árlega af rausnarskap og veit núna að ég eyddi peningunum í dans um borð í varðskipi og framleiðslu prjónabrjósta ekki alslæmt það núna sé ég í fyrsta yfirlestri að ég ætla að styrkja  Félag umhverfisfræðinga um eina millu sem er ekki mikið, enda tími ég ekki að láta nema 500.000 spírur af hendi rakna til félags einstaklinga með svefnháðar öndunartruflanir enda þeir hálfsofandi alltaf hvort eð er er það ekki ?
En samt hvað er það sem gerir félag Umhverfisfræðinga svona sérstakt gaman væri ef einhver gæti frædd mig á því.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fjölmiðlar ættu að fara ofan í saumana á heimilisbókhaldinu.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.3.2008 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband