Hvaða skilningur

Hér hefur lengi verið ríkjandi góður skilningur milli bænda og okkar hinna. Sá skilningur er fólgin í því að við eyðum mest af öllum þjóðum í matainnkaup og borgum fáránlega hátt verð fyrir það munað að fá að éta. Þannig að næsta verkefni bænda er greinilega að fá Kínverja og Indverja til að skilja það líka svo að þeir þurfi ekki að treysta á okkur innfædda mikið lengur. Varðandi notkun matvæla til framleiðslu eldsneytis þá ætti það að vera bannað meðan að fólk sveltur til bana. Auk þess hafa komið fram dæmi um það að brennsla sumra tegunda lífræns eldsneytis valdi meiri mengun en brennsla olíu sem er jú líka lífrænt eldsneyti.

Ein spurning ef að bændur eru að fara í útrás til Kina er þá ekki komin tími á að við fáum að versla mat frá úlöndum ?


mbl.is Bændur þinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón,

Ef Kínverjar og Indverjar tækju upp þitt matarræði, yrði nú sennilega lítið flutt til Íslands af matvælum, einfaldlega vegna þess að ekkert yrði eftir handa örmarkaði sem skipti engu máli í þessum bísness. Þú yrðir því að snúa þér að kartöflurækt og ýmsu svoleiðis dútli, auk þess að koma þér vel við einhvern bóndadurg sem allt í einu væri ekki durgur lengur , heldur einn af máttarstólpum þjóðfélagsins. 

"Þið hinir" ættuð kannski frekar að gagnrýna hátt verð á innfluttum matvælum. Hversvegna eru þau svona miklu dýrari hér en í upprunalandinu. Heldur þú að verðlagningin á innfluttum matvælum lækki eitthvað þó allt saman yrði flutt inn? Veiztu nokkuð hvað íslensk matvæli vega þungt í matarkörfunni margfrægu. Veiztu hvað kostar að flytja lambakjöt hingað frá Núja -Sjálandi? Stundum er betra að miða byssunni áður en skotið ríður af. 

Hugsaðu um hag afkomenda þinna og stattu vörð um sérstöðu íslensks landbúnaðar. Kannski er landbúnaður okkar, eina landvörnin sem við eigum. Hver veit?

Kveðja úr sveitinni,

Kári Lár. (frístundabóndi)

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 15:28

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka athugasemdina Kári. Ég er alinn upp í sveit og þekki allvel til landbúnaðar og væri eflaust bóndi í dag ef að sjórinn hefði ekki orðið yfirsterkari því landbúnaður er gefandi starf.  Ég ber fulla virðingu fyrir bændum en aftur á móti eiga þeir eins og við hinir að vera undir lögmál markaðarins settir. Ég þarf að stunda vinnu og skaffa vnnuframlag í beinni samkeppni við menn í sömu störfum frá Póllandi og öðrum láglaunasvæðum Þeir vinna hér á fríu fæði og uppihaldi og fara síðan með sín vinnulaun heim þar sem að vörur og þjónusta er mun ódýrari. Þetta skerðir kjör mín og á sama tíma nýt ég engrar hagkvæmni sem tilkomin væri vegna samkeppni á markaði væri innfluttningur leyfður. Eg vil líka taka það fram að ég er sannfærður um að bændur myndu einfaldlega standa sig vel í samkeppnis umhverfi og ég hef meira álit á þeim en það að að þeir þurfi einhverja sérvernd umfram annan iðnað í landinu. Búskapur í dag er jú að mörgu leiti ekkert annað enn iðaður

Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.3.2008 kl. 15:49

3 identicon

Ég hef verið með 180 rollur mér til gamans undanfarin ár. En ég fækkaði niður í 70 í haust, einfaldlega vegna þess að ég hef ekki efni á svona áhugamáli. Þetta var eiginlega bara orðinn þrældómur með annari vinnu. Næsta haust hætti ég sennilega alveg.

Bóndinn er að fá í kringum fimm þúsund krónur fyrir dilkinn í sláturhúsinu. Gefum okkur að sæmilegt sauðfjárbú leggi inn um eitt þúsund dilka. Það hljóta allir að sjá að þegar búið er að draga allan kostnað frá þessum fimm milljónum er lítið eftir til að greiða laun, hvað þá að fjárfesta í tækjum og viðhaldi.

Sauðfjárbóndinn skrimtir vegna greiðslanna frá ríkinu sem upphaflega voru hugsaðir til að lækka verð til neytenda í tengslum við kjarasamninga.

Það er erfitt að hagræða fátækt og vesaldóm. Enginn getur orðið sauðfjárbóndi í dag nema að fá jörð og bústofn gefins. Nema auðvitað peningamenn sem geta hugsað sér að hafa þetta fyrir lífsstíl.

Ég átti tal fyrir skömmu við ungan mann, sem fyrir undarlega röð tilviljana varð sauðfjárbóndi. Hann sagði mér að hann væri að leita sér að vinnu því hann væri að éta sig út á gaddinn með þessum búskap. Hann er með ríflega 500 fjár og vantar eina og hálfa milljón í viðbótartekjur til að endar nái saman.

Þannig er nú "sauðfjáriðnaðurinn" á vegi staddur í dag. Sauðfjárbændur eru öldruð stétt. Endurnýjun er lítil og sveitunum blæðir út með þessum köllum sem óðum týna tölunni vegna aldurs. Á síðustu átta árum hafa þrír bændur hætt sauðfjárbúskap í minni sveit og nokkrir munu hætta á næstu árum. Og jarðirnar fara í önnur not og eru nytjaðar af fólki sem býr annars staðar. Félagslífið leggst af, skólanum er lokað, búðin leggur upp laupana og los kemur á þá sem eftir þrauka.

Þannig er nú "iðnaðurinn" í sauðfjárbúskapnum víða því miður. 

Kveðja,

Kári 

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 16:39

4 identicon

Úrdráttur úr grein ''Lýðveldið Ísland og Evrópusambandið'' eftir undirritaðan sem birtist í Morgunblaðinu 6.júni 2004.

,,Matarbúr landsmanna, íslenski landbúnaðurinn, sem er einn stærsti öryggisþáttur í almannavörnum þjóðarinar, vegna legu landsins sem eyríki, er í hættu vegna áhrifa frá Evrópusamrunnanum. Hörðustu stuðningsmenn aðildar að ESB er að finna í Samfylkingunni og vilja þeir hefja aðildarviðræður sem fyrst. Framsóknarflokkurinn er líklegastur ásamt Samfylkingunni að vera í þeirri ríkisstjórn sem myndi samþykkja inngöngu okkar inn í Evrópusambandið.''

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 17:15

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta er sama þróun og varð í minni sveit því miður en lausnin er ekki fólgin í því að breikka enn gjánna milli hinn almenna neytanda og bænda. því eins og sauðfjárbóndinn er ekki ofsæll af sinni afkomu þá er láglaunamaðurinn á mölinni það ekki heldur og hann þarf líka að fæða sína það gæti komið upp sú staða eins og þú sagðir í upphafi að kartöflugarðar færu að birtast aftur í bakgörðum.
Að mínu mati þurfa bændur að losa sig við ríkisafskiptinn og milliliðina og bóndinn sjálfur þarf að fá meira í sinn hlut af framleiðslunni þar er óplægður akur og sóknarfæri. Okkur á að vera heimilt að versla við bóndann og ef bóndinn þarf meira fé framleiðir hann fleiri lömb til að selja og þeir sem framleiða bestu vöruna á hagstæðasta verðinu verða ofaná. Þetta er sá veruleiki sem að stór hluti landmanna lifir við í dag og verður að sætta sig við.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.3.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband