Icesafe til þjóðarinar.

Skora á sem flesta að skrifa undir bæði þá sem eru með og þá sem eru á móti einfaldlega vegna þess að þá ræður þjóðin. Þeir sem vilja borga þetta hljóta að fagna því að fá að lýsa því yfir í þjóðaratkvæðagreiðslu og við hinir sem höfum þá skoðun að við borgum það sem okkur ber en ekki annað getum líka sagt okkar skoðun og síðan ræður einfaldur meirihluti og sátt verður um málið.

Ég persónulega segi nei ég er á móti því að borga einhverja óskilgreinda upphæð í formi óútfylls víxils sem að ég borga síðan ekki í raun heldur börn mín og barnabörn. Þá vil ég heldur að þar til bærir dómstólar dæmi um málið og syni fram á það hvernig hægt er að velta skuldum misheppnaðra einkafyrirtækja yfir á þjóðir.


mbl.is Á fjórtánda þúsund undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hjartanlega sammála. Þeir sem vilja borga hafa fullan rétt til að tjá þá skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslu! ;)

kjósum.is

Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2011 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband