Byr Jóhanna hér?

Ég er hreinlega kjaftstopp og hvet fólk til að lesa ræðu forsætisráðherra fyrstu tæru vinstri stjórnarinnar og lesa hana vel það hvarflar að mér eftir lesturinn að Jóhanna búi ekki hér.

Samkvæmt ræðunni hefur samfélaginu verið breytt til hins betra, vinnubrögðum verið breytt, forgangsröðun samkvæmt hugsjón jöfnunar tekin upp, samdráttur stöðvaður og kaupmáttur vaxið svo að fá dæmi séu nefnd úr þessu dæmalausa plaggi.  

Eftir lesturinn er ég sannfærður um að Jóhanna hlýtur að búa í útlöndum Íslenskur veruleiki er henni allavega ekki kunnugur eða kaupmáttaaukning sú sem hún talar um hún kaupir sennilega ekki mjólkina á sínu heimili.

Jóhanna hlýtur með þessari ræðu að ætla að binda enda á líf ríkisstjórnarinnar ég neita að trúa því að VG séu svo heillum horfnir að þeir láti valta svona yfir sig og sín stefnumál án þess að snúast til varnar ef þeir gera það ekki er pólitískt líf þeirra á enda okkur sem að ekki fylgjum þeim að mali til lítils söknuðar.
VG þarf að fara að átta sig á því að stjórnmálaflokkur þarf að endurnýja umboðið sitt fyrr eða seinna og með sama áframhaldi verður það umboð álíka stórt róteind.

Okkar ágæti forsætisráðherra setti mikið ofan að mínu mati í vikunni þegar hún steytti hnefann framan í þjóðina og hvæsti að þetta væri allt Íhaldinu að kenna, hún sagði sem sagt að Hæstiréttur væri ekki hlutlaus og dæmdi ekki eftir lögum hún hlytum því að leysa Hæstarétt frá störfum ekki seinna en núna nema að hún viti að hún hafi ekki rétt fyrir sér, þá á hun sjálf að segja af sér einfaldlega vegna þess að æðsti forystumaður ríkis segir ekki svona.
Æðsti forystumaður ríkis byrjar ekki strax á því að reyna að finna leið framhjá dómi sem dæmt hefur eitthvað ólöglegt og það að viðra hugmyndina myndi leiða til kröfu um afsögn í lyðræðsisríki.
Yfirmaður dómsmála í ríki segir ekki að þetta sé smávægileg yfirsjón það hafi engin skaðast svo að það hafi verið í lagi að hleypa þessu í gegn bara segja skamm og gera betur næst.

Þá hlýtur að vera að ef ég ek yfir á rauðu ljósi og engin árekstur verður að ég þurfi ei að greiða sekt það skaðaðist jú engin eða hvers vegna að sekta fólk fyrir of hraðan akstur ef engin hefur skaðast eða ölvun við akstur.
Þetta er ekkert það sama segir fólk ofangreind brot eru alvarleg. Það má satt vera en hvað er stjórnaskrá hún er grunnlöggjöf hverrar þjóðar og það er skilyrðislaus krafa að við gerð hennar sé öll umgjörð í lagi og hafin yfir alla gagnrýni.

Þess vegna finnst mér að þeir kjörnir fulltrúar á þetta þing sem að lýsa því yfir að þessi dómur sé hálf marklaus eða ætla sér að taka sæti á einhverju syndarþingi hafi gert sig óhæfa til þess að setja ríki stjórnarskrá.
Stjórnarskrá sem að okkur ber að  fylgja en yrði sett af þingi,sem að æðsta löggjafarstofnun landsins hefur dæmt, að hafi verið ólöglega kosið.
Það væri eitthvað bilað við það eithvað svo ferlega Íslenskt.

Svona að lokum ef Hæstiréttur er svona kaunum hlaðinn var hann þá ekki jafn kaunum hlaðinn og íhaldssjúkur þegar hann dæmdi í vaxtamálum lánþega ? Ef að dómur hans um Stjórnlagaþing er ekki marktækur  á þá að fylgja dómi hans, hvernig á að greiða af myntkörfulánum, er sá dómur ekki lyka eitthvað íhaldsplot.
Af hverju gangrynir Jóhanna og stjórn hennar ekki þann dóm sem var sem snýttur úr þeirra nösum. Ef við miðum við að íhalds ásökun Jóhönnu í garð réttarins sé rétt, er þá sú réttlæting sem að stjórnvöld ljá þeim dómi tilkomin vegna þess að leiðir stjórnar og íhalds lágu saman þá???

Skora á fólk að lesa ræðuna þetta er athyglisverður lestur til dæmis "Skattkerfinu breytt til stóraukinnar tekjujöfnunnar og umhverfisskattar innleiddir".
Sei sei tekjujöfnunin er fólgin í því að hið nýja kolefnisgjald leggst af fullum þunga á barnafólk og yngra fólk með minni tekjur akandi á gömlum bílum sem nú bera ofurskatta meðan að eigandi Porsins getur endurnýjað hann fyrir millu minna og bifreiðagjöldin lækka líka Porsinn er svo umhverfisvænn  HALELUJA.
Afsakið meðan ég æli.

Svona eru nú flest öll verkin þessarar jafnaðarstjórnar ég gæti haldið áfram lengi enn.

Það sorglegasta er þó að vér aumir Íslendingar gerum ekki neitt til að berjast á móti þessu eða sækja okkar réttlæti.
Vantar leiðtoga? sennilega.
Kannski er öfundsýkin svo djúpstæð í okkur að við getum ekki staðið saman því það gæti leitt til þess að nágranni okkar fengi eitthvað meira en við.
Fyrr en við stöndum saman og rekum núverandi stjórnvöld já og stjórnarandstöðu af höndum okkar fáum við ekki það réttláta stjórnarfar hér í landi sem að börn okkar eiga skilið.

Og það með því skilyrði að við slysumst ekki til að kjósa yfir okkur einhverja grínara við þurfum stjórn venjulegs fólks sem að vinnur fyrir hinn almenna borgara eins og ein forustumaður verkalýðsfélags eins virðist gera nú um stundir enda strax reynt að taka hann niður af félögum synum í verkalyðsstétt ef marka má fréttir.

En mál að linni.


mbl.is Eru að leika sér að eldinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig dreymdi fyrir stuttu undarlegan og magnþrunginn draum...


Mig dreymdi að þúsundir manna væru á Asturvelli og hópur fólks fór inní Alþingi og batt Jóhönnu og Steingrím föst í ráðherrastólana, (sem þau vilja ekki skilja við) með köðlum og báru þau út á Austurvöll, stilltu þeim upp fyrir framan styttu Jóns Sigurðssonar sem síðan hundskammaði þau! Hann var sem sagt lifnaður við uppá stallinum :))))) Tilfinningaþrunginn draumur á meðan á honum stóð....

anna (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 12:57

2 identicon

Virkilega góð samantekt hjá þér.

Njáll (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband