Oreiðumaður í fjármálum.

Ég hef reynt að halda mig frá þessum miðli undanfarið enda lítið út úr því að hafa nema geðvonsku að láta sér detta í hug að hér breytist eitthvað sjálfsblekkingin lygin græðgin og óréttlætið ríður hér röftum sem aldrei fyrr og það versta er að stjórnvöld og fjölmiðlar keppast við að dásama allan pakkann.

Ég fékk nábít þegar fjallað var um ríflega sölu á rándyrum jeppum og sá sem vitnað var í sagði einhvern vegin svona að það væri til allra hamingju þó nokkuð af fólki sem að ætti pening fólki sem lagt hefði fyrir og sparað og væri nú að njóta þess.

Ekki ætla ég að hnýta í sparnað og að fólk njóti þess sem það hefur aflað en mér langar til að vita nokkur atriði.
1. Hvað margir af þeim sem að nú fjárfesta í 12 000 000 jeppum eru hluti af þeim 2% sparifjáreigenda sem áttu yfir 10 000 000 og kostaði 1.736 000 000 000 að tryggja miljarða sem teknir eru frá 98% landmanna.
2 Hvað margir af ofantöldum seldu sín hlutabréf og verðbréf síðustu mánuðina fyrir hrun og settu á bankabækur.
3 Hvað margir af þeim sem tilheyra báðum hópum hér að ofan unnu á því svæði í stjórnsýslunni þar sem að þeir hefðu getað haft upplýsingar um að til stæði að bjarga innistæðum á bankareikningum en láta annað rúlla.
4. Hvað margir í ofantöldu hópunum hafa fengið afskrifaðar skuldir í bönkunum og hvað mikið.

Auðvitað er þetta allt mælt af öfundsýki í hjarta óreiðumans sem að ekki sparaði og ekki kunni fótum sínum forráð í uppsveiflunni eða hvað. Nei hér er maður sem að borgaði sitt húsnæðislán og setti inn á það sem hægt var til að minka skuldir átti ágætis eignarhlut í sínu húsnæði sem var í raun hans sparnaður endurnýjaði ekki bíl er enn á nú 20 ára gömlum bíl notaði aukapening til að gauka einhverju að annarri kynslóð frá honum kominni. Er það óreiða.?

5 spurning er því hvers vegna sparnaður í húsnæði er ekki talin sparnaður það er jú sparnaður sem eikur verðmæti skapar vinnu og skilur eftir sig áþreifanleg verðmæti meðan spil með peninga er ekkert annað en syndarveruleiki með tölur.

Ég veit það ekki en í grófum dráttum er búið að hirða af viðkomandi og fleirum sem í raun er sú manntegund sem að minnstan þátt tók í uppsveiflunni, búið að hirða af þessum hópi fólks á tveimur árum afrakstur margra ára vinnu.
Upphæðir sem heyrast nefndar eru til dæmis 126 000 000 hjá Lífeyrissjóðum ég hef hvergi fundið eigna aukningu IBL. Hinir svokölluð fjármagnseigendur lifa kónga lífi þessa dagana eins og púkin á fjósloftinu.

Forsvarsmenn okkar kalla okkur hina forsmáðu fjármagnseigendur þegar við viljum sækja réttlæti en sá munur er að við þessi hópur fjármagneigenda ræður ekki yfir því fjármagni sem við eigum. Einn gáfusprotinn sagðri að hver maður ætti að meðaltali 15 000 000 í lífeyrissjóð en á hann það ég held nú síður ef viðkomandi geispar golunni þá hirðir sjóðurinn það og borgar hann erfðaskatt nei en er þó sennilega stærsti erfingi landsins fá afkomendurnir eitthvað nei er svarið en hafi viðkomandi geispað golunni þannig að greitt hafi verið einhverjum dögum of mikið þá er það rukkað svikalaust jafnvel þó að það hafi allt verið notað í lyfjakaup fyrir þann dauða áður en hann yfirgaf táradalinn.

Nei ég er ekki að ná þessu alveg en veit þó að ég er óreiðumaður í fjármálum alla vega segja fjölmiðlar, stjórnmálamenn og hálaunaðir vitringar úr mentakerfinu það og verð ég þá bara ekki að trúa því. Mér er þó varla alls varnað því að ég er að kaupa 12 000 000 jeppa hægri vinstri eða þannig sko það eru einhverjir aðrir að kaupa þá fyrir peninga sem teknir eru úr mínum vasa

Peningar verða nefnilega aldrei til úr engu einhver þarf alltaf að tapa og hér á landi eru það þeir sem reistu sér ekki hurðarás um öxl og borga daginn út og daginn inn af stökkbreyttum lánum sínum og eru kallaðir óreiðupésar að launum það eru þeir sem láta fé rakna til jeppa kaupa þessa daganna.

Hvað segir í kvæðinu "Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá" eða eitthvað svoleiðis

Sveiattan.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband