Flokksræðið opinberað

Ég veit nú ekki hvað þessi flokkur er að kvarta þetta er eini flokkurinn þar sem að allir syngja háum tærum samhljómi svona eins og Vínardrengjakórinn þannig að ekki heyrist feilnóta. Kannski á flokkurinn bara eftir að fullorðnast en ég hef heyrt að til að ná hinum tæra hljóm umrædds kórs hafi áður fyrr verið tafið fyrir því að meðlimir hans fullorðnuðust.

I fréttinni segir.
"Einstaklingur sem sækir stuðning til starfa á vegum flokksins út fyrir hann getur átt erfitt með að vera trúverðugur fulltrúi flokksmanna sem sjá hann þá miklu frekar sem fulltrúa stuðningsmanna sinna,“ segir í skýrslunni."

Og einnig
"Sá sem sæki stuðning sinn til hópa utan flokksins geti sjálfur haft tilhneigingu til að líta svo á að ábyrgð sín sé fyrst og fremst gagnvart þeim, en ekki flokknum sjálfum."

Ég hef nú alltaf haldið í einfeldnings hætti mínum að ábyrgð þingmanna væri gagnvart þjóðinni og eigin samvisku ekki flokksmaskínum en eftir að hafa lesið ofangreint skil ég margt betur.


mbl.is Opnum prófkjörum verði hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

sammála

það sem SF vill er flkksræði ekki sjálfstæða hugsun og það er sama með hina flokkana ekki satt 

Magnús Ágústsson, 4.12.2010 kl. 13:28

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

jú það er satt við þurfum fólk enn ekki leikbrúður sem láta toga í spottana á sér það er sama rassgatið undur þeim öllum þó sorglegt sé

Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.12.2010 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband