Að arðræna sjálfan sig.

Ég er ekki fjármálalærður maður þannig að kannski er það arfavitlaust sem er að veltast í býkúpunni milli eyrna mér þessa dagana. Það eru áætlanir lífeyrissjóðanna um að lána til vegagerðar sem eru að brjótast í mér kannski ekki lánin sjálf mikið heldur hvernig á að borga þau. Það er með veggjöldum.

Við erum lífeyrissjóðirnir og við erum einnig þegnarnir sem að keyrum götur þessa lands og komum til með að borga veggjöldin til að borga lánin.
Við sem lánveitendur ætlum síðan að rukka lántakendur það er okkur sjálf um 3,5% raunvexti.
Ég get ekki skilið það öðru vísi en fyrir hverjar 100 krónur sem að ég legg í lífeyrisjóð þarf ég síðan að borga 100 + einhverja upphæð til að fá 100 - einhverja upphæð til baka ég verð alltaf í mínus allaveg getur það ekki verið + fyrir mig ef að ég borga þetta alt sjálfur úr eigin vasa.

Síðan fer ákveðin hluti af þessu láni sem að ég lána sjálfum mér í að borga fyrir umsýslu og stjórnun við þetta allt. Síðan verða verkefnin boðið út og að sjálfsögðu afhent þeim sem að bíður lægst og oftar en ekki leiða þessi lágu tilboð til að fyrirtækin sem vinna þau fara lóðbeint á hausinn á verktíma eða fljótlega á eftir og sá kostnaður lendir á þjóðinni það er lántakendum. Síðan kæmi mér ekki á óvart að þau fyrirtæki sem best geta boðið séu þau fyrirtæki sem eru komin í skjól og eigu bankastofnanna og lífeyrissjóða.

En það sem að veldur mér spurningu í þessu er hvernig maður getur lánað sjálfum sér og heimtað 3,5% vexti af sjálfum sér og komið út án þess að tapa þegar búið er að reikna inn kostnað og umsyslu kostnað sem veldur síðan vísitölu hækkun sem eykur gróða lánveitenda en byrðar lántakenda sem eru m í báðum tilfellum við sjálf getur einhver útskýrt það fyrir mér.

Ef að ég skil þetta rétt er einn hópur sem að þetta á ekki við það eru þeir sem að búa við ríkistryggða sjóði ef það er rétt hjá mér er það þá tilviljun að þessar góðu hugmyndir koma yfirleitt frá þeim sem að njóta þerra alla vega finnst mér það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband