Trúir þessu nokkur maður.

Mér finnst sorglegt að þurfa að viðurkenna það að ég trúi ekki nokkru orði sem Jóhanna eða aðrir í stjórnmálastétt segja það er orðið hálf pínlegt að heyra þetta inantóma hjal sem er eins marklaust í dag og fyrir mánuði eða ári það er bara verið að hanga í stólnum.
Mér finnst það sorglegt að horfa upp á hvað fólk getur gert bara fyrir völd það hlýtur að vera því að ekki verð ég var við að það séu miklar hugsjónir að baki mörgu sem gert er þessa dagana. Frá mínum bæjardyrum séð er ekki eina einustu hugsjónamanneskju að sjá , ekki eina einustu, ekki eina einustu hugsjónamanneskju að sjá á þingi.

Ekki eina einustu þrítekið eins og maður heyrir þingmenn oft margendurtaka það sem þeir segja rétt eins og þeir stami.

Þetta er eins og að horfa á gamla væmna bíó mynd þar sem að ástin er löngu kulnuð en annar aðilinn gerir sér ekki grein fyrir því að hegðun hans hefur verið þannig að allur trúnaður er löngu horfin og það skiptir engu máli hvað sagt er eða hvað lengi legið er á hnjánum augnablikið er glatað og kemur aldrei aftur og úr þessu gerir hann bara lítið úr sjálfum sér að gera sér ekki ljóst að tími hans er liðinn og kemur aldrei aftur.

Segðu af þér Jóhanna þó ekki væri nema bara fyrir sjálfan þig þetta er löngu búið.


mbl.is Lausn við skuldavanda í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér sem fyrri daginn Jón...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.10.2010 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband