Svo þér og munu ekki dæmdir verða.

Það sem að mér hefur fundist athyglisverðast í umræðunni um hina svokölluðu ráðherraábyrg er að menn þykjast þess umkomnir að ákveða að réttlætinu verði náð með því að draga einhverja þrjá til fjóra fyrir dómstól sjálfs síns og götunnar og þá verði aftur sól í heiði í lyðveldinu.
Svo einfalt er þetta ekki að mínu mati þá sæti nú þegar stærstur hluti stjórnmálaelítu heimsins í fangelsi enda hrundi kerfið um víðan völl með þeim afleiðingum sem kunnar eru þó einna verstum hér þar sem fjöldi skattgreiðanda er frekar lítill svo að það verður að taka mikið af fáum í staðin fyrir að taka minna af mörgum eins og erlendir ráðamenn geta leyft sér.

Ég ber engan hlýhug til þeirra ráðamanna sem voru við völd þegar að hrunið varð en ég ber heldur ekkert hatur til þeirra og hef engan áhuga á að draga einhverja útvalda fyrir dóm hrunið hefur lengri aðdraganda heldur en eitt tvo ár og að því komu ótalmargir sem að eiga sé jafnréttis gætt að standa fyrir dómi líka.

En aftur að umræðunni ég hef heyrt menn tala fjálglega um nauðsyn þess að tala við hina ýmsu sérfræðinga til að ákveða sig hvort að eigi að dæma um sekt eða sakleysi en engan hef ég heyrt segja að það þyrfti að heyra hvað sakborningar hefðu að segja þó hélt ég að það væri grunnurinn í réttarkerfi okkar.
Síðan er talað mikið um að ekki gangi að menn séu að dæma vini sína lítið heyrist um það að þarna eru menn líka að dæma pólitíska óvini sína ég tel það miklu mun hættulegra.

Ég persónulega er þeirrar skoðunar að það sé gagnslaust og tímasóun að eyða kröftunum í svona syndarmennsku hinsvegar er það mín skoðun að þeir sem að komu málum landsins allir sem einn það eru ráðherrar og embættismenn síðustu 10 til 15 ára eigi ekki skilið önnur eftirlaun heldur en hinum almenna borgara er boðið upp á til lágmarks framfærslu. Í raun eiga þessir einstaklingar ekki skilið neitt en ég er ekki hefnigjarn maður og sætti mig við að eitt sé látið yfir alla ganga.

Það verður síðan verkefni mitt næstu vikur að fylgjast með  baráttu Marðar til að fá málaferli gegn
níumenningunum stöðvuð það verður fróðlegt að sjá hvernig hann greiðir atkvæði um rannsóknarnefndina  því taki hann til varnar um sum lögbrot hlýtur sú vörn að gilda um önnur nema að um sé að ræða einhverjar aðrar hvatir en réttlætiskennd en það kemur í ljós.

Framsóknarmenn ættu síðan að minnast þess að all nokkrir þeirra ættu að sitja skör hærra á sakamanna bekk en margir aðrir að mínu mati.
Þeir geta ekki þvegið hendur sínar af þessum málum frekar en Pontíus Pílatus gat það ekki hér um árið.

Ég segi eins og Mörður en á þó ekki við það sama og hann. Hættið þessu bulli og farið að vinna vinnuna ykkar Núna!


mbl.is Trúnaðarskjöl í þremur möppum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband