Þegar stórt er spurt.

"Það er e.t.v. ekki að ósekju sem spurningar um merki gróðurhúsaáhrifanna skjóta upp kollinum. Nýlega lét Konrad Steffen, jöklafræðingur við háskólann í Colorado, hafa eftir sér að þetta væri „viðvörun um breytingarnar sem við erum að upplifa“ er borgarísjakinn brotnaði úr Grænlandsjökli. Ísjakinn er 250 km² og sá stærsti sem brotnað hefur úr jöklinum í hálfa öld"

Gaman væri að vita hversvegna sá sem brotnaði úr jöklinum fyrir hálfri öld gerði það þá voru jú blöðin full af heimsendaspádómum um kólnun jarðar skildi vera til frétt sem segir Borgarísjaki  brotnar úr Grænlandsjökli greinileg merki um kólnun jarðar.

Að eitthvað sé síðan það mesta öldum saman segir mér ekki neitt hvað er öldum saman langur tími.

Svo er ein spurning varðandi virðingu fyrir umhverfinu hér á jörð og náttúrunni tegundir koma og fara jörðin hitnar og kólnar allt breytist og þróast. Ef að sú þróun sem hér er í gangi er leið náttúrunnar til uppræta tegundina Homo Sapiens af jörðinni er það þá ekki eitthvað sem að við þurfum að sætta okkur við. Það er ekki hægt að grípa inn í þróunina bara þegar okkur hentar er það ? Náttúran og jörðin eiga jú alltaf að njóta vafans samkvæmt ýtrustu kennisetningum.


mbl.is Tilviljun eða merki loftslagsbreytinga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Þett er nefninlega góður punktur hjá þér. Hvað var að gerast þegar síðast brotnaði svona stórt stykki úr jöklinum?

Það er óumdeild staðreynd að það hefur hlýnað hér á landi undanfarin ár en deilan stendur um hvort um er að kenna gróðurhúsaáhrifum af mannavöldum eða náttúrulegum sveiflum.

Hvað þarf að fljúga margar mílur í Jumbo þotu  til að losa jafn mikið af gróðurhúsalofttegundum og skiluðu sér við gosið í Eyjafjallajökli?

Landfari, 23.8.2010 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband